Ný saga - 01.01.1990, Side 9
ÓHLÝÐNI OG AGALEYSI Á ÍSLANDI Á 17. OG 18. ÖLD
Kristján V. mun hafa verið allmikið upp á kvenhöndina eins og
algengt var á með menn í hans stöðu á þessum tíma. Það
var hins vegar harðbannað aö hafa kvensemi hans í flim-
tingum eins og Jón Hreggviðsson og Jón Nikulásson fengu
að reyna.
þessu „mjög hrumur“ en þrátt
fyrir það reið hann af stað
með Ara sýslumanni og fleir-
um áleiðis til Vestfjarða. En
hann náði ekki að fylgja Ara
eftir heldur týndist einhvers
staðar í Þingvallahrauni.15
Ekki tóku allir dauða Jóns
þegjandi og hljóðalaust. Félagi
hans einn Ásmundur Jónsson
reiddist mjög þegar hann frétti
af hýðingunni. Hann hélt því
fram að Ari sýslumaður og
Gunnlaugur Jónsson lögréttu-
maður hefðu sótt Jón upp á
Mosfellsheiði eftir að alþingi
lauk, bundið hann upp á hest,
fært hann að kaganum, afk-
lætt og látið kagstrýkja dóm-
laust þar til hann dó. Ásmund-
ur var tekinn fastur og hýddur
á alþingi árið 1699 fyrir
„ókristilega, blygðunarlausa
og skammarlega lygi og fjöl-
mælgi“ upp á Christian Muller
amtmann, Pál Vídalín varalög-
mann, sýslumennina Jón Eyj-
ólfsson, Jón Sigurðsson, Ara
Þorkelsson og Gunnlaug Jóns-
son lögréttumann. Ásmundur
sakaði þessa menn um að
bera ábyrgð á dauða Jóns.
Hann var einnig ákærður fyrir
aö hafa árið 1694 riðið við ní-
unda mann heim til Magnúsar
Jónssonar lögmanns í þeim til-
gangi að drepa hann. Magnús
hafði nokkrum árum áður
dæmt Ásmund í útlegð. Þeir
fundu Magnús ekki því hann
hafði látist skömmu áður. Á
Ásmundur þá að hafa sagt:
„Svo sem guð á mig ætluðum
við það að gera.“ Auk hýð-
ingarinnar var Ásmundur
dæmdur í útlegð að nýju.16
Ekki losnuðu menn þó við
hann því hann strauk úr
haldi. Hann var þá gripinn
aftur og hengdur á alþingi 14.
júlí árið 1701.17
Yfirvöld voru stöðugt að
kvarta undan letingjum og
flökkurum, en þeir Ásmundur
Jónsson og Jón Guðmunds-
son hafa sjálfsagt verið dænti
um slíka menn. Sú spurning
vaknar hvort hér hafi verið á
ferðinni ribbaldar sem hafi
reynst yfirvöldum og almenn-
ingi hættulegir? Ljóst er að
töluvert var um flakkandi fá-
tæklinga sem sumir hverjir
lifðu hálfgerðu útilegumanna-
lífi. í Bessastaðapóstum frá
1685 var kvartað undan flökk-
urum sem „hræði mat og
drykk út af fátækum og veik-
stöddum almúga búandi
fólks.“18 í harðindum eins og
til dæmis um aldamótin 1700
Islenskir prestar voru misjafnlega vel af guði geröir. Það var
að minnsta kosti algengt að þeir tentu í illdeilum viö
sóknarbörn sín og þá voru ekki alltaf spöruð stóru orðin.
gekk yfir alda þjófnaða. Þetta
má glögglega sjá af dómabók-
um frá þessum tíma. Næstum
því hver einasti þjófur sem þá
var hýddur, brennimerktur,
markaður eða hengdur hafði
stolið sér til matar. Til dæmis
var Eyjólfur Jónsson, marg-
dæmdur flakkandi þjófur,
hýddur á héraðsþingi að
Hvammi á Galmanströnd 21.
júní 1701 fyrir að hafa stolið
skyri, mjólk, smjöri, hempu,
skó og dúk. Auk þess var
hann hýddur fyrir að hafa
haldið sig frá sakramenti í
fjögur ár.19 Yfirvöld höfðu eins
og nærri má geta miklar á-
hyggjur af óhlýðni þessarar
tegundar. Á héraðsþingi að
Grund í Svarfaðardal árið 1697
spurði hreppstjórinn Erlendur
Jónsson hvað gera ætti við
þá léttferðugu umhlaupings
stráka, sem með stelandi
hendi um sveitina hlaupi
og sjúgi kýr manna, at-
vikast soleiðis, nær sann-
bevísast aungvan veginn
strafflaust afgangi, lieldur
að hreppstjórar vel athugi
sína skyldu hér úti og
svoddan ótilheyrilegt athæfi
ei strafflaust framvegis lið-
ast, undir sektum sem þar
við liggja eftir lögum.20
Þjófnaðir voru svo margir á
þessum tíma að sumstaðar
virðist sem yfirvöld hafi hrein-
lega gefist upp við að elta
þjófa uppi. Á héraðsþingi að
Gaulverjabæ í Flóa 17. desem-
ber 1704 kom fram að þá um
sumarið og haustið hefðu
margir menn í Bæjarhreppi
tapað sauðum og fjármunum.
Síðan voru kallaðir fyrir níu
menn og spurðir hvort þeir
væru „að nokkru leyti rigtaðir
af varmennsku, hvað þeir nú
allir játa að þeir þetta um sig
heyrt hefðu.“ Ekki tókst að
sanna þjófnað á nokkurn
þessara manna svo málið var
látið niður falla.21
Þjófnaðir og flakk voru ó-
hlýðni ekki síður en orðbragð
og móðganir. Veraldleg yfir-
völd refsuðu þjófum yfirleitt
7