Ný saga - 01.01.1990, Page 18
Bresk herskip I Reykjavíkurhöfn aö morgni hernámsdagsins. Island haföi dregist inn í styrjaldarátökin og mikil skil
voru í vændum í sögu landsins.
hafi, en til þess yrðu Þjóðverj-
ar að brjótast út úr herkvínni,
sem þeim væri búin vegna
legu Þýskalands að Norðursjó
og Eystrasalti. Þýski flotinn
yrði að koma sér fyrir í bæki-
stöðvum við Atlantshaf, ella
væri barátta hans til lítils.5
Með þetta fyrir augum eggjaði
Erich Raeder, yfirmaður þýska
flotans, Hitler til að afla Þjóð-
verjum bækistöðva í Noregi
og gefa sjó- og flugher Þriðja
ríkisins þannig færi á að
höggva sundur slagæðar
Bretaveldis á sjónum. Hitler
hikaði lengi, en lét loks til
leiðast. Vafasamt er þó, að
það hafi verið áhugi á sjó-
hernaði, sem mestu réð um á-
kvörðun hans. Hann grunaði
réttilega, að Bandamenn
hygðust hagnýta sér árás
Rauða hersins á Finnland til
að hertaka Norður-Noreg og
loka með því fyrir flutning
sænsks járngrýtis til Þýska-
lands um Narvík. Þ'ótt Finn-
landsstríðinu lyki von bráðar,
stóð ákvörðun Hitlers óbreytt
og 9- apríl 1940 geystist her
hans inn í Danmörk og Nor-
eg.ú
16