Ný saga - 01.01.1990, Page 21
slík liðsemd geti komið að
gagni, er nauðsynlegt að
þeir fái flotamálaráðuneyt-
inu til afnota flota- og flug-
stöðvar. Ráðuneytið kynni
utanríkisráðherranum þökk
fyrir, ef hann vildi íhuga að
bera þetta erindi upp við
ríkisstjórn íslands.1"
Sjóliðsforingjar höfðu metið
hinar nýju aðstæður. Þeir sáu í
hendi sér, að með tilstyrk
þýska flughersins átti ofan-
sjávarfloti Þriðja ríkisins nú
greiðan aðgang að Noregi og
gat sótt þaðan beint inn á
opið Atlantshaf um sundin
ofan við Bretlandseyjar. Ef
hafnbannið á Þýskaland átti
ekki að falla um sjálft sig, varð
að loka þessum leiðum að út-
hafinu. Það gátu Bretar ekki
gert nema með því að koma
sér upp flota- og flugbæki-
stöðvum á íslandi. Bretastjórn
hafði, eins og fyrr segir, séð
sér hag í þessu, jafnvel á með-
an hún vonaðist til að geta
hrakið Þjóðverja burt frá Nor-
egi. Breskt hernám hafði því
vofað yfir íslandi frá 9. apríl,
en eins og mál höfðu nú skip-
ast var það orðið óhjákvæmi
legt, svo framarlega sem ríkis-
stjórn íslands synjaði Bretum
um aðstöðu í landinu. Á
nokkrum vikum hafði það
gerst, að yfirráð Breta á Atl-
antshafi virtust geta oltið á
því, að þeir fengju hér fót-
festu.
„FORKURINN“
Þegar hér var komið sögu í
apríllok 1940, hafði ríkisstjórn
íslands hafnað tilmælum Breta
um samstarf og bækistöðvar
og lýst yfir því, að hún ætlaði
að halda fast við hlutleysi."
Utanríkisráðuneytið breska
vænti þess engu að síður, að
telja mætti Islendinga á að
veita Bretum herstöðvar með
samningi. íslendingar áttu alla
innflutnings- og útflutnings-
verslun sína undir náð Breta-
stjórnar, og embættismenn í
Lundúnum hugðust hagnýta
sér þetta til að knýja fram her-
stöðvakröfuna. Skyldi hún
fram borin af væntanlegum
sendiherra hans hátignar í
Reykjavík, C. Howard Smith,
sem sigla skyldi út til Islands
með her manns. Breski flotinn
var að undirbúa þennan leið-
angur og var stefnt að því, að
flotadeildin gæti siglt eigi síðar
en 7. maí. Leiöangur þessi
hlaut dulnefnið „forkurinn“
(Operation Fork).'2
ÖRLAGARÍKUR
MÁNUDAGUR
Á ríkisstjórnarfundi í Lundún-
um mánudaginn 6. maí 1940
voru örlög íslands í ófriðnum
endanlega ráðin. Winston
Churchill flotamálaráðherra
kvaddi sér hljóðs og lagði til,
að ísland yrði hernumið án
tafar. Hann hélt því fram, að
varhugavert væri að láta
sendiherrann fara bónleið að
íslendingum. Þjóðverjar kynnu
að hafa veður af þessu og
gætu notað tækifærið til að
setja her á land, meðan menn
sætu að tali í Reykjavík. Enn
yrðu Þjóðverjar því fyrri til og
Bretar færu sömu ófarir á ís-
landi og í Noregi. Æskilegast
væri að hernema landið þegj-
andi og hljóðalaust, síðan
mætti ræða við landsmenn um
samstarf.
Utanríkisráðherrann, Halifax
lávarður, treysti sér sýnilega
ekki til að malda í móinn,
jorátt fyrir ráðagerðir undir-
manna sinna. Hann viður-
kenndi, að vísast væri, að Is-
lendingar harðneituðu að
semja við Howard Smith, og
færi svo, yrði landganga
breska herliðsins þeim enn ó-
geðfelldari en ella. Fyrirvara-
laust liernám kynni „að leiða
til formlegra mótmæla, en
þegar frá liöi yröi það mönn-
um þolanlegra". Að j^essum
umræðum loknum, samþykkti
Bretastjórn tillögu Churchills.13
Bretar dirfðust ekki lengur að
eiga neitt á hættu, svo miklir
sem hernaðarhagsmunir þeirra
voru.
Sama dag og Bretastjórn tók
Breskur herilokkur á hernámsdaginn. í baksýn Stjórnarráðshúsið og stytta
af Hannesi Hafstein.
19