Ný saga - 01.01.1990, Síða 24

Ný saga - 01.01.1990, Síða 24
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON rostungstönn og er krókurinn eins og spírall sem vindur sig utan um tvær litlar manna- myndir sem eru á sinn hvorri hlið hans. Krókurinn er síðan prýddur með laufguðum greinum, könglum, vínviðar- klösum og blómaflúri. Það er gisnast neðst á leggnum en þykknar eftir því sem ofar dregur og vindur sig síðan ut- anum spíralinn og manna- myndirnar. Blómin eru margs konar en mest áberandi eru laufblöð sem sveigjast og vindast hvert utanum annað og svo könglarnir sem ýmist eru með laufi eða einir sér. Á nokkrum stöðum má enn greina leifar af gyllingu. Bagallinn hefur verið gerður í tveim hlutum því rostungs- tennur eru ekki nógu sverar til að hægt sé að skera svo breiðan grip úr þeim í einu lagi. Leggurinn og sá hluti króksins sem næst honum er hafa verið gerðir sér en ytri hluti króksins sér. Hlutarnir hafa síðan verið felldir saman en samskeytin liggja á ská upp eftir króknum. Er það gott dæmi um listfengi mynd- skerans hversu vel hefur tekist að fella hlutana saman. Ofan á króknum er síðan dálítil bein- plata sem hylur samskeytin.2 Einhverntíma hafa svo þessi samskeyti gliðnað örlítið og því hefur verið fyllt upp í þau með dálítilli beinflís. Eftir því sem best verður séð hefur nokkuð af laufinu og blómskrautinu sem næst er leggnum brotnað af þar sem krókurinn byrjar að snúa upp á sig því þarna er beinið mun ljósara á litinn en aðrir hlutar bagalsins og útskurðurinn ekki eins fallegur. Mér sýnist að greinin og laufið hægra megin við biskupinn hafi einnig skemmst og verið gerð upp. Eins og áður sagði eru tvær mannamyndir á baglinum. Biskupinn er með mítur á höfði, skegglaus, með bagal í vinstri hendi en lyftir þeirri Krókurinn af Digbybagtinum. í kaþólskum siö var bagallinn embættistákn kirkjuhöföingja, páfans, biskupa svo og ábóta og abbadísa. hægri til blessunar, vísifingur, langatöng og þumallinn vísa til himins en hinir fingurnir eru bognir. Hann er í hökli en undan honum sér í önnur messuklæði. Hann er grann- vaxinn og allt að því rýr auk þess sem hann lítur út fyrir að vera með herðakistil. Myndin er hágotnesk, lík því sem gerðist á síðari hluta 13. aldar. Skórnir eru hins vegar langir og támjóir eins og tíðkaðist á 14. öld. Hin myndin er svo af kon- ungi, nánar tiltekið Ólafi helga. Hann er með virðulegt tjúguskegg og gotneska há- 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.