Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 33

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 33
og á skjalasöfnum hist og her, hérlendis og í Danmörku.“ (Vestfirska Fréttablaðið 15.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 278) „Höfundur hefur grafið upp drjúgt magn heimilda, átt við- töl við menn sem við sögu koma bæði innlenda og út- lenda.“ (Mbl. 23.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 233) „Pað dylst engum að geysi- mikil vinna liggur að baki henni í heimildasöfnun. Höf- undur hefur greinilega leitað fanga mjög víða, og nokkuð jöfnum höndum virðist hann hafa leitað sér heimilda í bók- um, tímaritum, skjölum og hjá einstökum heimildarmönnum, sem vitaskuld eru margir enn á lífi.“ (Tíminn 3.2.1989 sbr. Miðlun feb. 1989, 6) „Má sjá bæði á texta og tilvís- unum til heimilda að höfund- ur hefur aflað sér gríðarmikill- ar þekkingar um þessa öld og leitað ótrúlega víða fanga. Liggur við að manni þyki stundum nóg um.“ (Mbl. 22.12.1989 sbr. Miðlun des. 1989, 204) I ritdómum er afar sjaldan fjallað um meðferð sagnfræð- inga á heimildum. Gagn- rýnendur skortir oft forsendur til að meta þá vinnu. Sigurjón Björnsson gengur iðulega fram fyrir skjöldu og viður- kennir þetta. Hugleiðið hvað sagt yrði um gæðamat frysti- húss, þar sem matsmaðurinn viðurkenndi að hann hefði hvorki forsendur til að meta hráefnið né úrvinnslu þess? Langur vegur liggur frá feng sjómannsins að sjávarrétta- draumnum á diski neytand- ans. Sá vegur er varðaður orku, verkkunnáttu og hug- kvæmni. Þegar sagnfræðingur- inn er kominn í höfn, oft eftir áralangan róður, á hann eftir að gera að aflanum, velja það sem hann ætlar að nýta, skera og snyrta. Síðan á hann erfið- asta verkið fyrir höndum, að matreiða efnið oní lesendur. Vinnureglur og vinnuaðferð- ir sagnfræðinga eru nær aldrei metnar eða um |:>ær fjallað í ritdómum. Þær kenningar sem höfundar ganga út frá í verk- um sínum fá sjaldan athygli, hvað þá að tilraun sé gerð til að meta þær. Umræðu um að- ferðafræði greinarinnar skortir raunar sárlega hér á landi. Þar er auðvitað fyrst og fremst við sagnfræðinga sjálfa að sakast. Þess nteiri fengur er af gagn- rýni Einars Más Jónssonar sem stöku sinnum fjallar um vinnubrögð, aðferðir og kenn- ingar sagnfræðinga í greinum sínum. RANGAR ÁHERSLUR í hefðbundinni gagnrýni blað- anna er megináherslan lögð á innihaldið. Efnisatriði eru oft- ast tíunduð nákvæmlega, jafn- vel kafla fyrir kafla. Hins veg- ar er sjaldan gerð tilraun til að leggja mat á hvernig höfundur skipar efninu í kafla. Skipu- lagning verka, eða niðurröðun efnisatriðanna sem vega svo þungt í dómunum er ekki rædd. Þetta er enn bagalegra þegar liaft er í huga hve rit- dómar eru stuttir. Gagnrýnendur fjalla nær aldrei um út frá hvaða sjónar- horni höfundar skoða við- fangsefni sitt. Hugmyndum höfunda er auk þess lítill gaumur gefinn. Alltof lítil á- hersla er lögð á að ræða og meta hvernig sagnfræðingar flytja lesendum sögu sína. Hvort þeir verji t.a.m. miklu rúmi í skýringar, hugleiðingar eða túlkanir. Frásagnarháttur og form verkanna eru af- greidd með einni setningu eða málsgrein. í stuttu máli, lítið sem ekkert er fjallað urn þau tæki sem höfundar hafa til að fá lesendur til að fallast á niðurstöður sínar. Listin að miðla þekkingu er gríðarlega vanmetin. Dómar um sagnfræði eru nær undantekningarlaust mjög jákvæðir. Við þurfum sýnilega ekkert að óttast framtíð grein- arinnar. Algengasta lýsingar- orð sem notað er þegar fjalla er um frásagnarhátt og stíl er „fróðlegur". „Hún er hafsjór af fróðleik." (Austurland, Jólin 1989 sbr. Miðlun des. 1989, 252) „Þetta er fróðleg bók öllum, sem íslenskri sögu unna, og vekur til umhugsunar um margt, sem enn er óskráð og skrifað." (DV 10.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 79) „Barmafull er hún af fróðleik og ber vitni yfirgripsmikilli þekkingu." (Mbl. 19.12.1989 sbr. Miðlun des. 1989, 153) íslenskir sagnfræðingar eru einnig mjög „læsilegir" en um- fram allt „liprir“ í framsetn- ingu. „Allar þessar ritgerðir eru vandaðar og lipurlega skrifað- ar, í rauninni náma fróðleiks um land og mannheima." (Tíminn 21.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 204) „Þessi saga er lipurlega skrifuð og ég býst við að mörgum sem hafa áhuga á sögu og þjóðmálum þyki fróðlegt og skemmtilegt að skoða fyrstu fjóra áratugi aldarinnar frá því sjónhorni sem þar er notað.“ (Þjv. 16.12.1988 sbr. Miðlun í stuttu máti, lítiö sem ekkert er tjallaö um þau tæki sem höfund- ar hafa til aö fá lesendur til aö fallast á niöurstööur sínar. Listin aö miöla þekk- ingu er gríöarlega vanmetin. 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.