Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 35

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 35
Listdansarar eru óneitanlega liöugir í hreyfingum. En íslenskir sagnlræðingar standast þeim fyllilega snúning hvað lipurð með pennann varðar. urtónn villumeistaranna sem virðast telja það hlutverk sitt að vera böðlar á bækur félaga sinna, yfirskyggir a.m.k. flest annað í gagnrýni okkar sjálfra. Því skyldi nokkurn undra þó stundum virðist sagnfræðingar haldnir ógurlegum ótta um, að allt sem þeir skrifi verði rifið niður jafnóðum. Það er miklu auðveldara að tíunda villur í löngu máli, en ræða málefnalega um sagn- fræðiverk. Magnús, sem lýsti svo ágætlega gagnrýni okkar sagnfræðinga, komst sannar- lega að því fullkeyptu. Hann lenti sjálfur í villufarinu. Sennilega hægara um að tala en úr að komast. Ritdómar draga gjarnan dám af skýrslum. Hlutverk dómar- ans er þá að fylla þær út með fyrirfram stöðluðu klysjusafni. Eg ætla ekki að hanna nýtt skýrsluform fyrir gagniýnend- ur. Þær hömlur sem hefðin hefur lagt á þá, er alltof kyrkj- andi fyrir. Gagnrýni þarf að vera litrík. Hingað til hefur hún að mestu verið í svart- hvítu. Á aðra hönd nöldur- tónn villumeistaranna, á hina meinlaust skjall. AÐ RÍFA SIG UPP ÚR STÖÐNUNINNI Stöðnun í byggingu og formi einkennir gagnrýni. Það er fullkomlega tímabært að gera formtilraunir á þessu sviði. Fjölmiðlar gætu t.a.m. fengið tvo sérfræðinga til að skiptast á skoðunum um sagnfræðirit. Gagnrýni þarf að dreifa á fleiri hendur og reyna hverju sinni að tryggja að rýnandinn hafi þekkingu á viðfangsefninu. Ritdómum þarf að gefa meira svigrúm í fjölmiölum eða gagnrýnendur að taka sér það. Höfundar og útgefendur gætu einnig komið til móts við gagnrýnendur með því að fá þeim tímanlega í hendur handrit af sagnfræðiritum. Allt gæti þetta skilað okkur betri gagnrýni. Sköpunarmátturinn vegur þó þyngst í góðri gagn- rýni eins og í lifandi sagn- fræði. Ef við sagnfræðingar viljum vandaða og góða gagnrýni á verk okkar skulum við byrja á því að líta í eigin barm. Það er okkar að halda sagnfræðinni á lofti og leiðrétta þær ranghug- myndir sem upp kunna að spretta. Framtíð greinarinnar hlýtur þrátt fyrir allt að vera undir okkur sjálfum komin. TILVÍSANIR 1. Grein þessi er byggö á erindi sem flutt var, á ráöstefnu Sagnfræöingafé- lagsins um gagnrýni, þann ó.maí 1989. 2. Bók Friöriks Olgeirssonar um sögu Ólafsfjaröar sem kom út 1988 fær sinn fyrsta dóm í Morgunblaöinu 16. desember. Sá næsti birtist 5. janúar 1989 í Þjóöviljanum. (sbr. Miölun des. 1988, 124 og Miölun jan. 1989, 8) Tíminn var fyrstur til aö birta ritdóm um bók Magnúsar Guömundssonar um ullariönaö íslendinga, 3. febrúar 1989. Bókin kom út 1988. Þaö var síöan ekki fyrr en 7. júlí sem næst var fjallaö um bókina og þá í Morg- unblaöinu. (sbr. Miölun feb. 1989, 6 og Miölun júlí 1989, 6) Gagnrýni á bók Ólafs Ásgeirssonar, Iðnbylting hugarfarsitis, sem út kom 1988, birt- ist fyrst í Þjóðviljanum 16. desember. Næst á Þorláksmessu í Morgunblaö- inu og síöan ekki fyrr en 13. mars 1989 í DV. (sbr. Miðlun des. 1988, 134, 229 og Miðlun mars 1989, 14) 3. Bók Önnu Siguröardóttur um Nunnu- klaustrin á íslandi kom út voriö 1989. Hún fær fyrst umfjöllun í DV 5. maí, í Þjóöviljanum 10 maí og loks 1. júní í Morgunblaðinu. (sbr. Miölun maí 1989, 9 og 12. Miðlun júní 1989, 2) 4. DV 13.12.1988; DV 15.12.1988; DV 17.12.1988; Þjv. 21.12.1988 og Mbl. 23 12.1989 (sbr. Miðlun des. 1988, 92, 119, 168, 207 og Miölun des. 1989, 210.) BÓKUlVt Sköpunarmátturinn vegur þó þyngst í góðri gagnrýni eins og í lifandi sagnfræði. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.