Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 48

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 48
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON vetningafélagsins eitt starfsárið undir lok sjötta áratugarins.38 í samræmi við aldursskiptingu innflytjenda til bæjarins var stærstur hluti félagsmanna yfir tvítugu og því drjúgur hluti íbúa höfuðstaðarins á þeim aldri starfandi í átthagafélög- um á þessu tímaskeiði. Draumur átthagafélaganna var löngum að eignast hús undir starfsemi sína til þess að geta sinnt félagsþörfinni sem best. Fyrsta félagið sem kom upp félagsheimili í bænum var Breiðfirðingafélagið. Breiðfirð- ingaheimilið, eða „Breiðfirð- ingabúð" eins og húsið var venjulega kallað, var tekið í notkun vorið 1946 og varð mikil lyftistöng fyrir félags- starfið. Öðrum félögum lánað- ist aldrei að komast undir eig- ið þak eða voru mun lengur að því en Breiðfirðingar. Sum- um tókst það ekki fyrr en á sjöunda og áttunda áratugnum eða á þeim árum er verulega tók að halla undan fæti hjá átthagafélögum í Reykjavík. HALLAR UNDAN FÆTI Ýmis teikn boðuðu dvínandi gengi átthagafélaga í Reykjavík eftir 1960. Félagsmönnum fækkaði og æ fleiri voru óvirk- ir.39 har sem nokkur endurnýj- un átti sér stað hlóðust hin raunverulegu störf venjulega á fremur fáa félagsmenn. Funda- sókn dofnaði. Tími hinna fjöl- mennu funda var liðinn. Fé- lögin lögðu sjaldnast niður störf en fæst áttu þau samt „þann kraft áhuga og hugsjóna sem hóf merki þeirra til veg- semdar í upphafi.“'t0 Starfið dróst verulega saman og hjá flestum þeirra mynduðu árshá- tíð, þorrablót, jólaball barna, kaffisamsæti hinna eldri og sumarferðalag út á land uppi- stöðuna. Með tímanum breytt- ust átthagafélögin því í hálf- gildings skemmtifélög, enda taldi fólk þörfina fyrir góðan Þegar bátur hafði flutt Breiöfiröingakórinn í Flatey 1945 gekk hópurinn í skrúögöngu í átt aö kirkjunni. Fremstir fóru fánaberar meö íslenska fánann og fétagsfánann. félagsskap síst minni á áttunda og níunda áratugnum en við stofnun félaganna um miðbik aldarinnar." Samdrátturinn í félagsstarf- inu kom fram á ýmsum svið- um. Á sjöunda áratugnum var t.d. naumast nema einn fé- lagsfundur árlega hjá Breið- firðingafélaginu, aðalfundur, og hann sóttu oft varla fleiri en þrjátíu manns. Pá fækkaði mjög því fólki sem sótti spila- og kynningarkvöld þess félags og á árshátíðum og meirihátt- ar gildum var einnig mun færra en fyrr á tíð. I árslok 1967 var reynt að boða til al- menns fundar í Oddfellow- húsinu, „eins og í gamla daga“, en innan við 20 manns mættu þar. Eftir því sem al- mennum fundum fækkaði urðu stjórnarfundirnir nauð- synlegri. Peir voru oft margir árlega og nefndafundir í tengslum við þá. Svo að segja öil málefni Breiðfirðingafé- lagsins voru útkljáð á stjórnar- fundum.42 Þannig þrengdist um félagsstarfið og í byrjun níunda áratugar var svo kom- ið að fresta varð árshátíð Breiðfirðinga „þar sem þátt- taka var ekki nægileg og er það umhugsunarefni stjórnar- innar þar sem árshátíðir hafa þótt takast með ágætum á liðnum árum.“43 Úr árshátíðar- leysinu rættist og Breiðfirðing- ar gátu haldið slíkar hátíðir síðar á níunda áratugnum.'1'1 Flest önnur átthagafélög í bænum áttu við deyfð og doða að etja í félagsstarfinu eftir 1960. Átthagafélögin voru áhuga- félög og því byggðist fram- gangur mála á fórnfúsu starfi félagsmannanna. Æ erfiðara var að fá fólk til þess að sjá sjálft um skemmtiatriði á sam- komum og það þótti eitt af einkennum og breytingum tímanna að fólk vann „yfirleitt ekki af átthagaást eða fórnar- lund einni saman“ og ekki stoðaði „annað en viðurkenna þá staðreynd hvort sem það líkar betur eða verr.“" Yfirleitt sættu forystumenn félaganna sig illa viö þessa þróun. Tími hinna þjóðhollu trúu vinnu- hjúa var liðinn. Allt varð að borga í beinhörðum pening- um. Hins vegar var hægt að fá hæft fólk til starfa sem vann sín verk af kunnáttu og trú- mennsku og taldi sjálfsagt að vanda það sem því var trúað Þar sem nokkur end- urnýjun átti sér stað hlóöust hin raunveru- legu störf venjulega á fremur fáa félags- menn. Fundasókn dofnaöi. Tími hinna fjötmennu funda var liöinn. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.