Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 58

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 58
Menn hafa annað- hvort einblínt um of á hinn listræna þátt myndanna eða notað þær gagngert til þess að orka á tilfinningar nemenda og vekja áhuga þeirra á sögu. Margar lifandi myndir eru til frá hernámsárum Þjóöverja í Danmörku. Þær hafa eflt skilning Dana á heimildagildi kvikmynda. Hér sjást verðir við eina skrifstofu danska nasistaflokksins í Kaupmannahöfn. búið að skólum varðandi notkun myndefnis. Aftur á móti er maðkur í mysunni varðandi þau viðhorf sem móta kennsluna. Menn hafa annaðhvort einblínt um of á hinn listræna þátt myndanna eða notað þær gagngert til þess að orka á tilfinningar nemenda og vekja áhuga þeirra á sögu. Hér er á ferð- inni eins konar vitundariðnað- ur. Sýndar eru myndir eins og Fceðing þjóðar („The Birth of a Nation“) sem fjallar um banda- rísku borgarastyrjöldina og Á hverfanda hveli („Gone with the Wind“). Báðar eru þessar myndir stórgóðar og nemend- ur kætast við að sjá þær. Gall- inn er bara sá að þær draga ekki upp hlutlæga mynd af fortíðinni. Þær eru ekki settar t rétt sögulegt samhengi. Líta þarf á þær sem vitnisburð sem veitir okkur innsýn í viðhorf fyrri kynslóða til fortíðarinnar. Þá fyrst hjálpa þær okkur að taka afstöðu til borgarastríðs- ins og þrælahaldsins. Banda- rískir kennarar hafa hins vegar nær eingöngu notað þær til að gera söguna lifandi og skemmtilega fyrir nemendur. Fyrir bragðið flýtur fullt af ó- merkilegum aukaatriðum með og í þokkabót ósköpin öll af fordómum. KVIKMYNDIR ÓMARKTÆKAR IIEIMILDIR? Hver eru viðhorf sagnfræð- inga á Norðurlöndum til notkunar lifandi mynda í sagnfræóilegum tilgangi? Til skamms tíma heyrðust stundum raddir sem sögðu að lifandi myndir væru ekki marktækar heimildir. Þær raddir eru nú algjörlega þagn- aðar. Aftur á móti eru aðrir sem segja sem svo: Þessar heimildir eru að sönnu mikil- vægar en um leið afar vandmeðfarnar og í raun ein- ungis á færi sérfræöinga að fást við þær. Þessi afstaða sagnfræðinga er skiljanleg því þeir vinna undir miklum þrýst- ingi sem á rót sína í stöðu há- skólamenntaðra manna í flest- um vestrænum iðnaðarþjóðfé- Iögum. Hún gerir að verkum að menn hneigjast til þess að einbeita sér að þeim viöfangs- Flytja hetjur hvita tjaldsins okkur skekkta mynd af fortíðinni? Clark Gable og Vivien Leigh í kvikmyndinniÁ hverfanda hveli. efnum sem þeir þekkja og hafa hlotið þjálfun í að sinna. Menn velja fljótlegustu og þægilegustu leiðina hver á sínu sérsviði. Þess vegna er það ekki fýsilegur valkostur að hasla sér völl á nýjum og óþekktum vettvangi. Lifandi myndir og sagnfræð- in var eitt þeirra viöfangsefna sem tekið var til umfjöllunar á alþjóðaþingi sagnfræðinga í Stuttgart árið 1985. Það er hins vegar fyrst 1991 sem þetta verður eitt af aðalefnum á nor- rænu sagnfræðingaþingi. Norðurlandaþjóðirnar eru eftir- bátar annarra Evrópuþjóða í þessum efnum. Með einni og hálfri undantekningu þó. Önn- ur er Danmörk og hálfa und- antekningin er Finnland. í Sví- þjóð hafa Iíka verið framleidd- ir mjög góðir sjónvarpsþættir um sögulegt efni sem sumir hafa verið sýndir í danska sjónvarpinu. Þar hafa sagn- fræðingar búið til sjónvarps- þætti sem slógu í gegn. Ég nefni Hans Vilius sem gert hef- 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.