Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 69
SOSIALISMI I ANDA FRJALSHYGGJU?
yrði til áframhaldandi þróunar.
Var mælt með því að ríkis-
valdið styddi íbúa þessara
þorpa til að flytjast til annarra
og lífvænlegri staða. Tók
greinarhöfundur Snæfellsnes
sem dærni um þetta og hvatti
eindregið til þess að uppbygg-
ingu sjávarútvegs og fisk-
vinnslu yrði beint að einum
stað þar sem hafnarskilyrði
væru best. Þannig yrði tryggt
að fjárfesting i frystihúsum,
samgöngumannvirkjum o.s.frv.
myndi nýtast.26 Hér var um
„stórbæjastefnu" að ræða og
þótt sósíalistar teldu að gera
þyrfti áætlun um uppbyggingu
á landsbyggðinni í anda sósí-
alismanns þá var hún engu að
síður réttlætt með arðsemis-
kröfunni. Þá fór fjarri að sósí-
alistar teldu rekstrarformið
skipta sköpum varðandi upp-
byggingu sjávarútvegsins og
mætti nefna tillögur flokksins
í bæjarstjórn Reykjavíkur sem
dærni þar um, en hann lagði
til að bærinn keypti svonefnda
„Svíþjóðarbáta" en ýtti jafn-
framt undir það að einstak-
lingar og félög legðu út í út-
gerð.27 Því má segja að ólikt
stefnunni í innflutnings og
iðnaðarmálum, þá hafi stefna
flokksins í sjávarútvegsmálum
byggst á hugmyndum um
„blandað“ hagkerfi. Kannski
er þetta óþarflega hátíðlegt
orðalag og réttara að tala um
að tilgangurinn helgaði með-
alið, þ.e. að mestu máli skipti
að útvega skip.
Á hinn bóginn er ljóst að is-
lenskir sósíalistar litu á þróun
sjávarútvegsins í víðu sam-
hengi. Þeir sáu fyrir sér við-
tækt alþjóölegt samstarf í
efnahagsmálum að styrjöldinni
lokinni þar sem sérhver þjóð
myndi einbeita sér að fram-
leiðslu þeirra vara sem hag-
kvæmast þætti að framleiða í
viðkomandi landi. Að þeirra
mati var sjávarútvegurinn sá
atvinnuvegur sem best stæðist
alþjóðlegan samanburð um
hagkvæmni og því ættu þjóðir
heimsins að viðurkenna rétt
íslendinga til að sitja að nýt-
ingu fiskimiðanna við landið.
Á sama hátt ættu íslendingar
að viðurkenna samsvarandi
rétt annnarra þjóða til fram-
leiðslu iðnaðarvara og falla frá
öllum hugmyndum um vernd-
artolla. Hér er vísað til greinar
Áka Jakobssonar, „ísland og
þjóðasamfélag Evrópu“, sem
fjallaði um framtíðarþróun ís-
lensks samfélags að stríði
loknu og þar lagði hann höf-
uðáherslu á Evrópumarkað-
inn.28 Hvað sem þvi líður var
hér um afar athyglisverðar
vangaveltur að ræða, t.a.m.
það að krafa sósíalista um yf-
irráðin yfir fiskimiðunum var
upphaflega byggð á alþjóða-
hyggju, en ekki þjóðernis-
hyggju. Eins má benda á að
þótt Áki gerði ráð fyrir því að
viðskipti þjóðanna yrðu reist
á samningum en ekki á frjáls-
um viðskiptum þá byggðust
rök hans fyrir alþjóðlegri
verkaskiptingu á þeirri kenn-
ingu sem Ricardo lagði fram á
öndverðri 19- öld um sam-
bærilegan kostnað („the the-
ory of comparative advanta-
ge“).29 Þetta sýnir enn og aftur
hve islenskir sósíalistar voru
miklir alþjóðasinnar á þessum
tima og hve hugmyndir þeirra
voru skyldar kenningum frjáls-
hyggjumanna.
IILVÍSANIR
1. Vilhjálmur Hjálmarsson: Eysteinti í
Eldlínu stjórnmálanna, Rv. 1983,
bls. 294-295. Ttminn, 3. mars 1942.
2. Morgunblaðiö, 3. og 5. september
1941. Um þetta leyti lýsti blaðið sig
andvígt lögbindingu kaupsins en
sagði að hugmyndin að baki lögunum
væri góð.
3. Alþýðublaðíb, 6. júní 1943. Einnig
mætti benda á grein Sigurðar
Jónassonar í Alþýðublaðinu 10. apríl
1943 þar sem hann varaði sterklega
við vexti Reykjavíkur og hvatti til
stórfellds landnáms í dreifbýli.
4. Nýtt dagblaö, 31. júlí 1941.
5. Sigurður Guðmundsson: „Sigurhorfur",
Réttur 28(1943) bls.11-12.
6. Þjóðviljinn, 11. júlí 1943.
7. Ólafur Ásgerisson: Iðnbylting bugar-
farsins. Átök um atvinnuþróun á
íslandi 1900-1940, Rv. 1988, bls. 144.
8. Laquer, Walter, Etirope since Hitler,
London 1970, bls. 119.
9. Hunt, R.N. Carew: The Theory and
Practice of Communism, Harmonds-
worth 1978, bls. 81 og 94.
10. Sama rit, bls. 204-208.
11. Þjóðviljinn, 19. febrúar 1941.
12. Alþingistíðindi B 1941,714.
13. AlþingistíðindiB 1940, 71.
14. Þjóðviljinn, 29. júní 1944.
15. Þjóðviljinn, 4. júlí 1944.
16. Þjóðviljinn, 14. febrúar 1943.
17. Alþingistíðindi 13 1941, 714.
18. Þjóðviljinn, 5. janúar 1943.
19. Alþý>ðublaðvb, 25. júní 1943.
20. Alþingistíðindi B 1940. Fyrra þing, 36-
37.
21. Alþingistíðindi B 1940. Fyrra þing, 71-
72. hess skal getið að tilefnið til á-
deilu sósíalistanna varð það að
Siglfirðingum hafði verið neitað um
leyfi til byggingar síldarbræðslu, sbr.
Alþingistíðindi 13 1940. Fyrra þing, 36.
22. Hunt, R.N. Carew: The Theory and
Practice of Communism, bls. 197. Sbr.
og Brynjólfur Bjarnason: „Hvaö er
framundan", Réttur 23(1938), bls. 114-
115.
23. Þjóðviljinn, 16. júlí 1944.
24. Þjóðviljinn, 26. mars 1941.
25. Þjóðviljinn, 21. nóvember 1943.
26. Þjóðviljinn, 16. júlí 1943.
27. Þjóðviljinn, 8. febrúar 1944.
28. Þjóðviljinn, 17. júní 1944.
29. Barber, William J.: A History of
Economic Thought, New York 1981.
Hér var um „stórbæja-
stefnu“ aö ræða og
þótt sósíalistar teldu
að gera þyrfti áætlun
um uppbyggingu á
landsbyggðinni í anda
sósíalismanns þá var
hún engu að síður
réttlætt með arð-
semiskröfunni.
67