Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 74

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 74
Gísli Gunnarsson FÁTÆKT Á ÍSLANDI FYRR Á TÍMUM þessari yfirlitsgrein um fá- I tækt á íslandi fyrr á tímum JL verður í fyrstu sex köflun- um einkum reynt að svara spurningunum hvað sé fátækt í ljósi sögunnar og hverjir voru fátækir miðað við aðra á Is- landi. í síðustu tveimur köfl- unum er rakið hver var afstaða til fátæktar, einkum eins og hún birtist í löggjöfinni. 1. HVAÐ ER FÁTÆKT ? Hvað er fátækt ? Hefur hug- takið mismunandi merkingu á mismunandi tímum eða er hægt að koma með einhverja algilda skilgreiningu á fátækt ? Miklar deilur hafa verið meðal fræðimanna um þessi atriði', en ég mun ekki víkja að þeim hér heldur setja fram strax í upphafi eftirfarandi algilda skilgreiningu á fátækt: Sá er fátækur sem ekki getur byggt lífsafkomu sína og uppeldis- kostnað afkomenda sinna á af- rakstri eigin vinnu. Með lífsaf- komu er átt við þær lágmarks- kröfur sem gerðar eru í samfé- laginu hverju sinni ti! sóma- samlegs lífsframfæris. Þessar kröfur eru að sjálfsögðu breytilegar í mismunandi sam- félögum á mismunandi tímum. Á fræðimáli má orða sömu hugsun öðruvísi: Sá er fátækur sem ekki getur tekið þátt í framleiðslu og „endurfram- leiðslu" samfélagsins innan viðtekinna samfélagsnorma. í samfélagi fyrri alda voru lágmarkskröfurnar fyrst og fremst þær að hafa nóg til hnífs og skeiðar, klæði og hús- næði, til að greiða skatta og skyldur og sjá fyrir skylduó- mögum, þ.e. að geta aflaö lífs- nauðsynja. Með breyttum tím- um hafa margir nýjir kostnað- arliðir farið að teljast til lífs- nauðsynja. Má þar nefna nýjar kröfur til húsnæðis, heimilis- Hvað er fátækt ? Hefur hugtakið mismunandi merk- ingu á mismunandi tímum eða er hægt að koma með ein- hverja algilda skil- greiningu á fátækt ? Sænautasel á Jökuldalsheiöi. Býlið var numið áriö 1843 og fór í eyði árið 1942. 1930 bjuggu þar 6 manns með eina kú, 3 hesta og 61 fjár. (Sveitir og jaröir í Múlaþingi, 1. bindi, 273). Halldór Laxness var á ferð um vetur 1926 um Jökuldalsheiði og lýsti þannig komu sinni í eitt heiðarbýlanna: „Það var ekki sjónarmuur á kotinu og jöklinum; samferðamenn mínir hittu á það með því að fylgja sérstökum miðum. Við geingum mörg þrep niðurí jökulinn til aö komast inní bæardyrnar. Baðstofukytran var á toftinu, niöri var hey og fénaöur. Hér bjó karl og kerling, sonur þeirra og móðir bónda, farlama gamalmenni. Bóndinn átti nokkrar kindur, en hafði slátraö einni kúnni til þess að hafa nóg handa kindunum. Hann sagði að það gerði minna til þótt fólkiö væri mjólkurlaust og matarlítið, aðalatriðiö væri að hafa nóg handa kindunum. Fólkið var mjög guggið, einkum strákurinn og gamla konan." (Dagleið áfjöllum. Greinar, önnur útgáfa, 14). 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.