Ný saga - 01.01.1990, Síða 76

Ný saga - 01.01.1990, Síða 76
GISLI GUNNARSSON menna fátækt áöur fyrr hér á landi. Þessa þróun getum við séð í mynd 1. Þar sjást greini- lega þau tímabil þegar miklu fleiri dóu en fæddust. Helstu hungursneyðartímabilin voru 1753-1758 og 1783-1785. Einnig var hungursneyð í upp- hafi 19. aldar. Efri mörk mannfjöldans voru u.þ.b. 50.000 manns á 18. öld og ef hann fór yfir þau mörk kom mannfellir. Þannig sést að sú stjórn á fólksfjöldanum, sem fólst í giftingarhömlum hreppa, presta og landeig- enda, dugði ekki. Einnig þurfti hungursneyð til að halda fólksfjöldanum í skefj- um. Breytingar á almennri fátækt voru í nánum tengslum við breytingar á því hve mikið jarðnæði var til staðar. Þessar breytingar tengdust síðan hlut- fallinu milli ungs fólks og til- tæks jarðnæðis. Fyrir hung- ursneyð var þetta hlutfall venjulega hátt, eftir hung- ursneyð varð það venjulega lágt, þá var yfirleitt land tiltækt fyrir ungt fólk. En alla vega hafði breytileikinn í fátækt eða ríkidæmi einstaklinga mikla þýðingu. Sá sem erfði eitt- hvað fé var í miklu betri aðstöðu til að giftast heldur en sá sem ekkert átti. 3.EINSTAKLINGS- BUNDIN FÁTÆKT Almenn fátækt tengdist ein- staklingsbundinni fátækt á marga fleiri vegu. Þeir sem einkum dóu úr hungri voru þeir sömu sem voru síst færir að sjá fyrir sjálf- um sér, nefnilega þeir fátæku, þeir sem voru veikir, gamalt fólk og ungbörn. Einstaklings- bundna fátækt er best að meta með því að rannsaka einkenni og stærð ólíkra sétta. Ein- kenni þarf að skoða til að sjá hverjir voru fátækir í saman- burði við aðra. Stærðin er vís- bending um hve einstaklings- Tafla 2 Sameiginleg hlutfallstala giftra og áöur giftra/kvæntra karla og kvenna af heildarfjölda í mismunandi aldursflokkum. Kvæntir og áður kvæntir karlar 1703 1850 1860 1880 1901 1974 20-24 1,0 9,1 5,4 4,1 7,9 30,2 25-29 12,9 41,8 33,4 27,6 34,1 69,7 30-34 35,6 68,5 61,5 53,7 62,2 81,2 35-39 58,5 76,7 79,8 70,7 74,4 84,4 40-44 69,6 82,7 83,7 77,3 77,9 85,6 45-49 73,4 85,8 86,2 81,9 81,1 84,8 50-54 76,5 87,6 87,8 85,5 82,8 83,6 55-59 75,9 90,4 86,5 89,3 83,5 81,1 60-64 70,3 91,0 90,8 86,5 84,2 82,3 65-69 70,2 83,8 90,6 88,8 84,7 80,8 70-74 69,4 83,4 91,9 89,8 86,2 81,5 75+ 54,9 92,0 90,2 90,4 88,4 84,5 20-49 38,3 54,2 49,8 45,7 52,8 68,2 20+ 46,7 63,9 60,7 56,5 61,6 73,1 50+ 73,4 88,6 89,1 88,2 84,3 82,4 Giftar og áður giftar konur 1703 1850 1860 1880 1901 1974 4,8 17,8 13,5 10,5 19,2 49,9 20-24 20,7 45,8 42,6 32,8 44,2 82,9 25-29 40,9 66,4 60,2 52,6 61,1 90,2 30-34 51,5 70,0 72,2 63,5 67,3 91,1 35-39 58,6 73,5 78,7 68,4 73,0 90,0 40-44 57,3 77,9 77,1 75,1 70,8 89,6 45-49 58,1 77,7 75,8 76,3 72,6 87,8 50-54 55,7 79,2 76,8 79,4 73,3 85,1 55-59 52,0 78,2 79,5 81,1 70,1 83,1 60-64 65,2 72,2 81,6 83,4 74,7 80,0 65-69 58,2 73,2 77,3 80,4 77,5 78,3 70-74 56,0 79,8 74,4 80,6 81,4 78,8 75+ 37,9 54,8 51,7 46,5 53,9 79,5 20-49 43,0 61,9 60,1 55,8 60,6 80,7 20+ 55,7 77,5 77,7 79,3 74,3 82,6 50+ Heimildir: Hagskýrslur íslands II, 21 40, 59, 63 Skýrslur um landshagi á íslandi, bindi 1 -5. bundin fátækt var mikil í sam- félaginu. Aðgengilegasta heimildin um mismunandi stéttir og gift- ingarhópa á íslandi fyrr á tím- um er vafalaust manntalið 1703. Það kom til vegna veru- legrar kreppu í íslensku efna- hagslífi sem að sjálfsögðu kom skýrast fram í mikilli hung- ursneyð. Hún sést í aldurs- skiptingunni, giftingarhlutfall- inu og fjölda þurfamanna í manntalinu. í töflu 1 getum við séð mis- munandi aldurshópa kvenna eftir giftingarstöðu og félags- stöðu 1703- Athyglisverðast er hve margar konur höfðu aldrei gifst, t.d. 53,8% allra kvenna í aldurshópnum 25-49 ára. Einnig er vert að gefa því gaum að stór hluti kvenna voru niðursetningar og flakk- arar, einkum í elstu og yngstu aldurshópunum, og sérstak- lega í hópi ógiftra kvenna. Þannig voru nálægt 2/3 ógiftra kvenna sem voru 60 ára og eldri niöursetningar. Þessar tölulegu staðreyndir eru í góðu samræmi við þá skil- greiningu sem hér að framan var gefin á fátækt: Sá er fátæk- ur, sem ekki getur tekið þátt í framleiöslu og „endurfram- leiðslu“ (þ.e. barneignum) samfélagsins innan viðtekinna samfélagsnorma. 4. VINNUHJÚ Ef karl eða kona réðu ekki eigin búi skyldi hann eða hún verða hjú á heimili bónda og eiga þar lögheimili. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. Til voru undanþágur frá vistarbandinu; þeir gátu verið lausamenn, sem áttu næga lágmarkseign til að á- byrgjast með henni framfæri sitt, ef vinnuþrek bilaöi. Þó var lausamennska bönnuð skilyröislaust 1783-1863, en leyfð eftir þann tíma með nokkuð vægari skilyrðum en voru fram til bannsins 1783- 1894 var létt mjög á lausa- mennskuskilmálunum og 1907 var vistarbandið afnumið í öll- um aöalatriðum.2 Vistarbandið var að mörgu leyti eðlileg krafa sveitasamfé- lagsins um að hver skyldi hafa Þeir sem einkum dóu úr hungri voru þeir sömu sem voru síst færir aö sjá fyrir sjálf- um sér, nefnilega þeir fátæku, þeir sem voru veikir, gamalt fólk og ungbörn. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.