Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 77
FÁTÆKT Á ÍSLANDI FYRR Á TÍMUM
grið á löglegu heimili, gæti sá
hinn sami ekki stofnað heimili
sjálfur. Á þann hátt tengdist
griðmaðurinn eða griðkonan
framfærslurétti hreppsins. En
vistarbandið gegndi einnig því
hlutverki að hafa skipulag á
búlausu fólki, tryggja bændum
ódýrt vinnuafl og hafa stjórn á
fólksfjöldanum i skjóli þess ó-
frjálsa einlífis, sem vinnu-
mennskan hafði í för með sér.3
Vinnuhjú höfðu lág laun.
Þau breyttust mjög lítið frá 14.
til 19- aldar, árslaun vinnu-
manna voru |:>á venjulega 60
til 120 álnir auk fæðis og
klæða. Vinnukonur fengu oft-
ast aðeins fæði og klæði fyrir
vinnu sína. Ársuppeldi barns
kostaði venjulega 120-180 álnir
árlega.4 Því er ljóst að það
braut gegn samfélagsreglum
og hagrænum viðbúnaði ef
vinnufólk eignaðist börn. Með
öðrum orðunt: Vinnuhjúastétt-
in varð að lifa í ófrjálsu einlífi.
Magnús Stephensen, Confer-
enceráð og Jústíaríus, lét sögu-
persónu sína Helgu Hjálmars-
dóttur ræða hlutskipti ógiftra
vinnuhjúa á mjög svo afger-
andi hátt í riti sínu Rœður
Hjálmars á Bjargi, sem út
kom árið 1820.
Hjálmar á Bjargi, aðalsögu-
persóna bókarinnar, er gildur
sjálfseignabóndi á 20. hund-
raða jörð. Hann ákveður að
fræða syni sína þrjá um hinar
ýmsu stéttir og skýra frá því
hvaða framtíð hann liafi á-
kveðið hverjum og einum.
Fræðslan fer fram á þann hátt
að Hjálmar heldur yfir þeim
ræður miklar, standandi uppi á
hól. Einstaka sinnum fá syn-
irnir að bera fram spurningar
af stakri kurteisi. Hjálmar á
einnig dætur þrjár en við þær
hefur hann ekkert að segja ó-
tilkvaddur, en þær tilheyra þó
áheyrendahópnum sem og
annað heimilisfólk. Þegar
Hjálmar hafði rætt all lengi um
giftingarvandamál sonanna,
getur ein dóttirin Helga, ekki
lengur staðist mátið og ber
fram spurningar: „Helga gall
pá við og mælti: Sé þetta
vandræði fyrir hann Jón
Frænda (það er bróður henn-
Því er Ijóst að það
braut gegn samfélags-
reglum og hagrænum
viðbúnaði ef vinnufólk
eignaðist börn. Með
öðrum orðum: Vinnu-
hjúastéttin varð að lifa
í ófrjálsu einlífi.
Sigurður Guttormsson tók þessa mynd um 1930 og nefndi hana „gamall bóndi á rúmi sínu að loknum
snæöingi".
ar), hvað má þá ecki segja um
ockur, Stúlkna garmana, sem
sjaldan fáum valið um oss
geðfelda menn, eins og þeir
Piltar um konur, en verðum
margar seldar, rétt sem fénað-
ur, undir misjafna yfrirdrottn-
un, opt þess fyrsta rudda-
mennis, sem býðst, hversu illa
sem ega kann við vort geð, af
ótta fyrir, að vær annars visn-
um strax upp til kerlinga...
ísjárvert því að gefa síg út í
þær (þ.e. giftingarnar). en ó-
frjálslegt og jafnóskemmtilegt
að púla ævilangt, sem vinnu-
kona, fyrir klénan kost og
fatnað optast, og eckert hafa
afgángs til að taka í ellinni, þá
lúi, útslit og heilsubrestur að-
þrengja, en mega þá varpast á
miskunarlítið hreppa framfæri,
sem ómagi; eða hvað lísst
yður um þetta? Faðir minn!“
Hjálmar þagði stundarkorn
(sem hann annars aldrei
gerði), leit í gaupnir sér, en
sagði:..hrigð er hjúskapur,
böl búskapur, aumt einlífi og
að öllu nockuð, þessvegna og,
að sá þriðji eins hafa... rétt að
mæla, sem telur „hollt að
hugsa sig um það æfilangt,
hvort leggjandi sé útí hjóna-
band eður ecki.“
Það mun þó verða skemur
hjá mér, ansaði Helga til, bjóð-
ist mér einhverr... optar verð
eg þó, sem kona, mér og
verkum mínum ráðandi og í
eginn kofa mínum, enn á
meðan eg er annars hjú...“5
Eins og áður hefur verið get-
ið var ekkert land í Evrópu
með eins hátt hlutfall vinnu-
hjúa af heildarmannfjölda og
ísland. í töflu 3 má sjá þetta
hlutfall 1703-1890. Hátt lilut-
fall vinnuhjúa á 19. öld miðað
við 18. öld er fyrst og fremst
hægt að útskýra með lækkuðu
hlutfalli sveitarómaga á sarna
tíma eins og sjá má á töflu 4.
Með öðrum orðum: í þessu
gamla staðnaða samfélagi var
það dæmi um bætt kjör fólks,
þegar fjölgaði í vinnuhjúastétt-
inni. Bætt kjör bænda gerði
þeim kleift að ráða til sín í
75