Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 79

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 79
FÁTÆKT Á ÍSLANDI FYRR Á TÍMUM Finnsstaðir í Eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði um 1930. Finnsstaðir voru góð meðaljörð, tvíbýli. Hæfileg áhöfn var talin vera árið 1918 „6 kýr, 2 geldneyti, 7 hestar og 600 fjár með 12 mönnum til heyskapar". (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 2. bindi, 227-228). landinu á 18. öld og var milli 7 og 16% á seinni hluta 19. ald- ar. Lægst var tala þeirra árinl801 og 1850, þeim fjölg- aði ört 1850-1870 og hlut- fallstalan hélst tiltölulega há sem eftir lifði af öldinni, lækk- aði þó tvímælalaust 1890-1894 en hélst síðan stöðug fram á 20. öld.9 Við þennan fjölda má síðan bæta við einkaómögum, sem samkvæmt ágiskun minni voru nálægt 6% heildarmann- fjöldans. Þetta var sem sagt fólkið, sem ekki gat framfleytt sér. Til viðbótar kemur það fólk, sem gat framfleytt sér en sem ekki hafði tök á því að giftast og eignast afkvæmi sökum fá- tæktar. Hér var fyrst og fremst um að ræða vinnuhjú, en sú stétt var fjölmennust á 19. öld- inni. En ekki urðu öll vinnu- hjúin að lifa í ófrjálsu einlífi alla ævi, sum gátu gifst síðar meir og voru þá oft komin talsvert til aldurs. Ef hlutfallstala vinnuhjúa er borin saman við hlutfallstölu kvæntra og giftra, sbr, töflur 2 Þetta var sem sagt fólkið, sem ekki gat framfleytt sér. Til við- bótar kemur það fólk, sem gat framfleytt sér en sem ekki haföi tök á því að giftast og eignast afkvæmi sökum fátæktar. og 3, sést greinilega að ófrjálsa einlífið hefur verið mjög sveiflukennt í tímanum, enda háð því hve mikið jarðnæði var laust. Ekki virðist fráleitt að álykta að allur þorri vinnu- hjúa áratugina 1870-1890 hafi haft fremur litla möguleika að komast í hjónaband á íslandi. En vinnuhjú voru 26,7% þjóð- arinnar árið 1880. Því er það mat við hæfi að um 1880 hafi nær fjórðungur þjóðarinnar verið í þeirri stöðu að geta séð fyrir sjálfum sér en ekki haft aðstöðu til að giftast sökurn fá- tæktar. Þessi hópur telst þannig ásamt þurfamönnunum til þeirra sem lifðu undir fá- tækramörkunum samkvæmt þvi mati á fátækt sem lýst var hér að framan. Ef við staðnæmumst við þau tvö tímabil 1700-1900, þegar þjóðin virðist hafa verið hvað fátækust, um 1703 og 1880, eru hundraðstölur fátæktar af heildarmannfjölda þessar: 1703 1880 Þurfamenn 16 10 Vinnuhjú, sem ekki gátu gifst vegna fátæktar 18 25 Þá eru ótaldir einkaómag- arnir sem voru u.þ.b. 6% þjóð- arinnar. Lágmarkið gat í góðu árferði og við lágan fólksfjölda farið í helming þessarar tölu. Meirihluti þeirra 60-80% sem samkvæmt fyrri skilgreiningum lifðu yfir fátæktarmörkum gamla samfélagsins, bjó raunar við kjör sem jafnvel þá voru léleg í alþjóðlegum saman- burði. Flestir lögbýlisbændur og allir hjáleigubændur voru leiguliðar og áttu í litlum mæli framleiðslutæki sín. (Stór hluti bústofns leiguliða voru leigu- kúgildi.) Samanborið við önn- ur lönd var tækni atvinnuveg- anna á lágu stigi. En skýrasta dæmið um almennu fátæktina er sennilega sú staðreynd að Finnsstaðasel um 1930. Bærinn er skammt frá Finnsstöðum og var smábýli. Áhöfnin 1918 voru 1 kýr, 2 hestar, 100 kindur með 2 mönnum til heyskapar. (Sveitir og jarðir í Múlaþingi, 2. bindi, 232). 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.