Ný saga - 01.01.2001, Síða 6

Ný saga - 01.01.2001, Síða 6
Svanur Kristjánsson Forsetinn og utanríkisstefnan Bandaríkjaför Sveins Björnssonar árið 1944 Mynd 1. Utanþingsstjórnin 1942-44. Frá vinstri Björn Ólafsson fjár- mátaráðherra, Björn Þórðarson forsætis- ráðherra, Sveinn Björnsson ríkisstjóri, Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra og Einar Arnórsson dómsmálaráðherra. ann 17. JÚNÍ 1944 var lýst yfir stofnun I JD lýðveldis á íslandi.* Áður hafði Al- ™ þingi einróma samþykkt sambandsslit við Danmörku og lýðveldisstofnun og þjóðin staðfest ákvarðanir Alþingis í þjóðaratkvæða- greiðslu. Kjörsókn í þeirri kosningu var meira en 98% og stuðningur við sambandsslit og stjórn- arskrá hins nýja lýðveldis mjög eindreginn. Þrátt fyrir úrhellisrigningu var fögnuður í brjóstum þeirra 25.000 gesta sem sóttu hátíð- ina á Þingvöllum. Aðrir landsmenn sátu heima við útvarpstækin. Hundrað ára sjálfstæðisbar- áttu Islendinga var að ljúka með fullum sigri. Fyrsta verk Alþingisfundarins á Þingvöll- um eftir lýðveldisstofnun var að kjósa forseta lýðveldisins. Að ári skyldi þjóðin sjálf velja sér forseta í beinni kosningu. Fimmtíu þing- menn greiddu atkvæði og sumir atkvæðaseðl- anna hljóta að hafa blotnað í rigningunni. Þjóðin beið úrslitanna en flestir reiknuðu með einróma kosningu ríkisstjórans, Sveins Björnssonar. Kliður fór um mannfjöldann þegar forseti Alþingis greindi frá niðurstöð- um. Sveinn Björnsson hlaut 30 atkvæði, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi fékk 5 atkvæði. Fimmtán þingmenn skiluðu auðu. Hvað var að gerast á þessum mikla degi þjóðarsam- stöðu og framtíðarvona, spurði fólkið? Þingmönnum var hins vegar ekki brugðið. Þeir vissu fullvel að engin eining var í þeirra röðum um Svein Björnsson sem forseta. Þing- mennirnir reiknuðu í huganum. Allir viðstadd- ir þingmenn Framsóknarflokks (13) höfðu kos- ið Svein, nema Jónas frá Hriflu. Sjö manna þingflokkur Alþýðuflokks var einhuga í stuðningi við Svein. Tíu Sósíalistaflokksþing- menn voru andstæðingar. Þingmenn lögðu saman atkvæðatölur og fengu út rétta niður- stöðu: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafði skipst í tvo hluta; ellefu þingmenn kusu Svein en níu þingmenn skiluðu auðu eða kusu Jón Sigurðsson, skrifstofustjóra Alþingis.1 Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokks- ins, og hans menn voru andstæðingar Sveins. I daglegu tali voru þeir nefndir „Morgun- blaðsmenn'1 en keppinautarnir, innan flokks og utan, voru ekki jafn penir í orðavali og kenndu hópinn við fjölskyldufyrirtæki Thorsaranna og kölluðu „Kveldúlfsklíkuna." Sá armur Sjálfstæðisflokksins sem ákafasl studdi Svein var sömuleiðis kenndur við dag- blað, „Vísisliðið.“ Björn Ólafsson, heildsali, var stjórnarformaður útgáfufyrirtækis Vísis. Björn og Sveinn voru vinir. Enn kærara var með Sveini Björnssyni og Vilhjálmi Þór. Þeir voru perluvinir og hittust gjarnan á hverjum degi. Björn Ólafsson og Vilhjámur Þór voru báðir á Þingvöllum þennan dag og sátu á önd- vegispalli. Þeir voru ráðherrar en ekki þing- menn. Vilhjálmur fór með utanríkismál, en Björn með fjármál og viðskipli. Sveinn valdi þá persónulega sem ráðherra og annar vinur hans, dr. Björn Þórðarson, var forsætisráðherra.2 Almenningur vissi ekki heldur að Sveinn Björnsson kveið þessum degi. i / 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.