Ný saga - 01.01.2001, Síða 9
Forsetinn og utanrfkisstefnan
lands og Bandaríkjanna. Landið tilheyrði nú
áhrifasvæði Bandaríkjanna sem fékk her-
bækistöðvar á Islandi. Um Ieið lýsti forseti
Bandaríkjanna yfir viðurkenningu á íslandi
sem algjörlega frjálsu og fullvalda ríki, „enda
skiptist bæði ríkin strax á diplómatískum
sendiherrum.“13 Herverndarsamningurinn var
einnig viðskiptasamningur: „Bandaríkin skuld-
binda sig til að styðja að hagsmunum íslands
á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með
talið að sjá landinu fyrir nægum nauðsynja-
vörum, tryggja nauðsynlegar siglingar til Iands-
ins og frá því og að gera í öðru lilliti hagstæða
verzlunar- og viðskiptasamninga við það.“14
Af hálfu íslendinga hafði Sveinn rnikil
áhrif á samningsgerðina. Hann var eini sendi-
herra landsins og kunni vel til verka í milli-
ríkjasamningum. Stríðið hafði ekki staðið
lengi þegar ríkisstjórn kallaði Svein lieim í
apríl 1940 til að vera sérstakur ráðunautur
hennar í utanríkismálum.15
Roosevelt Bandaríkjaforseti tók mikinn
þátt í samningunum, enda hafði hann verið í
sambandi við íslendinga urn hervernd Banda-
ríkjanna síðan vorið 1941. Forseti Bandaríkj-
anna og yfirherráðið litu svo á að hernaðar-
aðstaða á íslandi væri nauðsynleg vegna hags-
muna Bandaríkjanna. Við gerð hervemdarsamn-
ingsins gerði Roosevelt fimm uppköst af orð-
sendingu sinni til ríkisstjórnar íslands áður en
hún var send inn. Forsetinn vissi vel að hann
var hér á hálum ís; Bandaríkin höfðu ekki lýst
yfir stríði en sendu samt hersveitir til Evrópu-
lands.16
Svo vel vildi til fyrir Roosevelt að ýmsir
áhrifamenn á íslandi töldu hagsmuni íslands
og Bandaríkjanna fara mjög vel saman. Peir
litu svo á að eftir að heimsstyrjöld hafði brot-
ist út og tengslin milli íslands og Evrópu að
mestu rofnað, þyrflu íslendingar að snúa sér
lil Bandaríkjanna og mynda náin tengsl milli
landanna. í júlí 1940 ræddi Sveinn Björnsson
við sendiherra Bretlands og ræðismann
Bandaríkjanna í Reykjavík um hugsanlega
hervernd Bandaríkjanna. Sarna ár sneri ræð-
ismaður íslands, Vilhjálntur Þór, sér lil utan-
ríkisráðuneytis Bandaríkjanna og hvatti til
þess að Bandaríkin teldu íslendinga lil Vest-
urheints og veitti landinu hervernd í samræmi
við Monroe-kenninguna.17
Sumarið 1944 var forseti Islands með hug-
ann við framtíð landsins el'tir stríð. Hervernd-
arsamningurinn hafði þjónað hagsmunum Is-
lendinga vel en framtíðin var óráðin. Að rnati
Sveins var engin ástæða til annars en að við-
halda nánu samstarfi Islands og Bandaríkj-
anna. Sveinn vissi einnig að Bandaríkjaforseti
var sama sinnis.18
Að kvöldi dags þann 14. júlí 1944 kallaði
utanríkisráðherra íslands sendiherrra Banda-
ríkjannna, Dreyfus, á sinn fund og tjáði hon-
um þá ósk forseta íslands að fá að heimsækja
Bandaríkjaforseta í Washington og þakka hon-
um fyrir stuðninginn við lýðveldisstofnunina
og að senda sérstakan sendiherra til Þingvalla
þann 17. júní 1944. Forseti Islands ráðgerði
ferð til London til að heimsækja konunga Bret-
lands og Noregs en vildi gjarnan fyrir kurteis-
is sakir heimsækja Bandaríkin fyrst. Sveinn
myndi eflaust nota tækifærið og ræða framtíð-
arsamband landanna við Bandaríkjaforseta.19
I bandaríska stjórnkerfinu snerust hjólin
hratt til að afgreiða málið. Strax morguninn
eftir sendi sendiherrann í Reykjavík skeyti til
utanríkisráðherra síns. Bæði utanríkisráðuneyt-
ið og yfirherráðið mæltu eindregið með því
að forsetinn tæki á móti forseta íslands. Tæki-
færið yrði nýtt til að fjalla um samninga um
bandarískar herstöðvar á íslandi eftir stríð.
Betra væri í'yrir bandarísk stjórnvöld að semja
við vini Bandaríkjanna, Vilhjálm Þór og Svein
Björnsson, heldur en hugsanlega eftirmenn
þeiiTa. Báðir væru þeir hins vegar valtir í sessi.20
Formlegl erindi utanríkisráðuneytisins
barst skrifstofu forseta Bandaríkjanna 29.
júlí. Þann 8. ágúst kom svarið: Roosevelt sam-
þykkti að taka á móti forseta íslands. Daginn
eftir sendi Dreyfus ítarlega skýrslu um sam-
ræður sínar við Vilhjálm Þór um framtíð ís-
lands. Vilhjálmur kvartaði yfir innflutnings-
hömlum í Bandaríkjunum á aðalútflutnings-
vörum Islendinga, fiski og ull. Bandaríkin ættu
að veita Islandi sams konar markaðsaðgang
og Nýfundnaland og Labrador nutu fyrir fisk-
útflutning og Kúba fyrir sykurútflutning til
Bandaríkjanna. Hann lét einnig í ljós ótta við
ásælni Rússa á norðurslóðunt sem gæti ógnað
öryggi Islands. Dreyfus sagði að lokum í skýrsl-
unni að taka ætti sem fyrst ákvörðun um póli-
tísk og efnahagsleg tengsl landanna tveggja
Mynd 4.
Vilhjálmur Þór
var ákafur stuðn-
ingsmaður
Bandarikjanna
og hvatti til náins
sambands íslands
við þau.
Betra væri fyrir
bandarísk
stjórnvöld að
semja við vini
Bandaríkjanna,
Vilhjálm Þór og
Svein Björnsson,
heldur en hugs-
anlega eftirmenn
þeirra
7