Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 9

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 9
Forsetinn og utanrfkisstefnan lands og Bandaríkjanna. Landið tilheyrði nú áhrifasvæði Bandaríkjanna sem fékk her- bækistöðvar á Islandi. Um Ieið lýsti forseti Bandaríkjanna yfir viðurkenningu á íslandi sem algjörlega frjálsu og fullvalda ríki, „enda skiptist bæði ríkin strax á diplómatískum sendiherrum.“13 Herverndarsamningurinn var einnig viðskiptasamningur: „Bandaríkin skuld- binda sig til að styðja að hagsmunum íslands á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir nægum nauðsynja- vörum, tryggja nauðsynlegar siglingar til Iands- ins og frá því og að gera í öðru lilliti hagstæða verzlunar- og viðskiptasamninga við það.“14 Af hálfu íslendinga hafði Sveinn rnikil áhrif á samningsgerðina. Hann var eini sendi- herra landsins og kunni vel til verka í milli- ríkjasamningum. Stríðið hafði ekki staðið lengi þegar ríkisstjórn kallaði Svein lieim í apríl 1940 til að vera sérstakur ráðunautur hennar í utanríkismálum.15 Roosevelt Bandaríkjaforseti tók mikinn þátt í samningunum, enda hafði hann verið í sambandi við íslendinga urn hervernd Banda- ríkjanna síðan vorið 1941. Forseti Bandaríkj- anna og yfirherráðið litu svo á að hernaðar- aðstaða á íslandi væri nauðsynleg vegna hags- muna Bandaríkjanna. Við gerð hervemdarsamn- ingsins gerði Roosevelt fimm uppköst af orð- sendingu sinni til ríkisstjórnar íslands áður en hún var send inn. Forsetinn vissi vel að hann var hér á hálum ís; Bandaríkin höfðu ekki lýst yfir stríði en sendu samt hersveitir til Evrópu- lands.16 Svo vel vildi til fyrir Roosevelt að ýmsir áhrifamenn á íslandi töldu hagsmuni íslands og Bandaríkjanna fara mjög vel saman. Peir litu svo á að eftir að heimsstyrjöld hafði brot- ist út og tengslin milli íslands og Evrópu að mestu rofnað, þyrflu íslendingar að snúa sér lil Bandaríkjanna og mynda náin tengsl milli landanna. í júlí 1940 ræddi Sveinn Björnsson við sendiherra Bretlands og ræðismann Bandaríkjanna í Reykjavík um hugsanlega hervernd Bandaríkjanna. Sarna ár sneri ræð- ismaður íslands, Vilhjálntur Þór, sér lil utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna og hvatti til þess að Bandaríkin teldu íslendinga lil Vest- urheints og veitti landinu hervernd í samræmi við Monroe-kenninguna.17 Sumarið 1944 var forseti Islands með hug- ann við framtíð landsins el'tir stríð. Hervernd- arsamningurinn hafði þjónað hagsmunum Is- lendinga vel en framtíðin var óráðin. Að rnati Sveins var engin ástæða til annars en að við- halda nánu samstarfi Islands og Bandaríkj- anna. Sveinn vissi einnig að Bandaríkjaforseti var sama sinnis.18 Að kvöldi dags þann 14. júlí 1944 kallaði utanríkisráðherra íslands sendiherrra Banda- ríkjannna, Dreyfus, á sinn fund og tjáði hon- um þá ósk forseta íslands að fá að heimsækja Bandaríkjaforseta í Washington og þakka hon- um fyrir stuðninginn við lýðveldisstofnunina og að senda sérstakan sendiherra til Þingvalla þann 17. júní 1944. Forseti Islands ráðgerði ferð til London til að heimsækja konunga Bret- lands og Noregs en vildi gjarnan fyrir kurteis- is sakir heimsækja Bandaríkin fyrst. Sveinn myndi eflaust nota tækifærið og ræða framtíð- arsamband landanna við Bandaríkjaforseta.19 I bandaríska stjórnkerfinu snerust hjólin hratt til að afgreiða málið. Strax morguninn eftir sendi sendiherrann í Reykjavík skeyti til utanríkisráðherra síns. Bæði utanríkisráðuneyt- ið og yfirherráðið mæltu eindregið með því að forsetinn tæki á móti forseta íslands. Tæki- færið yrði nýtt til að fjalla um samninga um bandarískar herstöðvar á íslandi eftir stríð. Betra væri í'yrir bandarísk stjórnvöld að semja við vini Bandaríkjanna, Vilhjálm Þór og Svein Björnsson, heldur en hugsanlega eftirmenn þeiiTa. Báðir væru þeir hins vegar valtir í sessi.20 Formlegl erindi utanríkisráðuneytisins barst skrifstofu forseta Bandaríkjanna 29. júlí. Þann 8. ágúst kom svarið: Roosevelt sam- þykkti að taka á móti forseta íslands. Daginn eftir sendi Dreyfus ítarlega skýrslu um sam- ræður sínar við Vilhjálm Þór um framtíð ís- lands. Vilhjálmur kvartaði yfir innflutnings- hömlum í Bandaríkjunum á aðalútflutnings- vörum Islendinga, fiski og ull. Bandaríkin ættu að veita Islandi sams konar markaðsaðgang og Nýfundnaland og Labrador nutu fyrir fisk- útflutning og Kúba fyrir sykurútflutning til Bandaríkjanna. Hann lét einnig í ljós ótta við ásælni Rússa á norðurslóðunt sem gæti ógnað öryggi Islands. Dreyfus sagði að lokum í skýrsl- unni að taka ætti sem fyrst ákvörðun um póli- tísk og efnahagsleg tengsl landanna tveggja Mynd 4. Vilhjálmur Þór var ákafur stuðn- ingsmaður Bandarikjanna og hvatti til náins sambands íslands við þau. Betra væri fyrir bandarísk stjórnvöld að semja við vini Bandaríkjanna, Vilhjálm Þór og Svein Björnsson, heldur en hugs- anlega eftirmenn þeirra 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.