Ný saga - 01.01.2001, Síða 12

Ný saga - 01.01.2001, Síða 12
Svanur Kristjánsson Mynd 10. Sigurður Bggerz hafði verið einn einarðasti baráttu- maðurinn fyrir auknu sjálfstæði á öðrum áratug aldarinnar. Margir sjálfstæðis- menn töldu hann rétta manninn til að gegna embætti forseta íslands. Mynd 11. Sendinefnd frá Winnipeg heilsar forseta Islands. Þar var meðal annars haldin veisla fyrir Vest- ur-íslendinga sem komu víða að úr Banda- ríkjunum og Kanada til fundar við forset- ann.26 Bandaríkjaför Sveins lauk síðan með stuttri dvöl á hóteli í Maine-fylki í norðaust- urhluta landsins. Bandarísk stjórnvöld borg- uðu reikninginn.27 Þann 2. september hélt forsetinn heim á leið. Stuttu síðar var haldin veisla á Bessa- stöðum. Þar komu saman Bandaríkjafararnir ásamt eiginkonum, bandaríski sendiherrann á Islandi, ýmsir yfirmenn bandaríska hersins í landinu og konur þeirra.28 Árangursríkri för var Iokið. Horfíð frá hlutleysi Að því er best verður séð voru forsetarnir sammála um eftirfarandi grundvallaratriði í samskiptum Islands og Bandaríkjanna: 1) ísland er og verður á áhrifasvæði Banda- ríkjanna og sérstakt samband er á milli land- anna. 2) Ekki er minnst á hlutleysisstefnu íslend- inga. 3) Island og Bandaríkin eiga að gera nýja samninga, sem nái yfir samskipti landanna á mörgum sviðum með sama hætti og gert var í herverndarsamningnum frá 1941. 4) Sambúð bandaríska hersins og íslend- inga hefur gengið vel. Samningur um her- stöðvar Bandaríkjamanna á Islandi er ekki útilokaður en samningaviðræður verða erfið- ar. íslendingar vilja hafa full og óskoruð yfir- ráð yfir landi sínu. 5) Samningar eiga að byggjast á gagn- kvæmum hagsmunum landanna. Erfitt er að ímynda sér að andstæðingar Sveins Björnssonar í forsetakjörinu 1944 hefðu átt þátt í að móta slíka utanríkisstefnu. Morgunblaðsmenn og sósíalistar aðhylltust hlutleysisstefnu íslands. Að þeirra mati átti Bandaríkjaher skilyrðislaust að hverfa úr landinu eftir stríð. Morgunblaðið og Þjóðviljinn höfðu margt að athuga við Bandaríkjaför forseta og utan- ríkisráðherra. Afstaða Morgunblaðsins var mjög afdráttarlaus: Þegar Islendingar gerðu herverndar- samninginn við stjórn Bandaríkjanna sum- arið 1941, var af Islands hálfu sett ýms ófrúvíkjanleg skilyrði. Fyrsta skilyrðið, sem fslendingar settu og stjórn Bandaríkjanna gekk að, var þetla: „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn ót landi, í lofti og ót sjó, undir eins og núver- andi stríði er lokið. “ Það var ekki nein hending, að þetta varð fyrsta skilyrðið af íslands hálf'u. íslending- ar settu þetta skilyrði vegna þess, að þeim var og er ljóst, að engin smáþjóð getur til lengdar varðveitt sjálfstæði sitt, ef hún verður að þola það, að erlend stórveldi hafi bækistöðvar í landi hennar. Þetta verða íslensk stjórnvöld að gera þeim ráðamönnum í Bandaríkjunum ljóst, sem eru með bollaleggingar um bækistöðv- ar á íslandi að stríðinu loknu. Það verður aldrei með vilja íslendinga.29 Morgunblaðsarmur Sjálfstæðisflokksins átti djúpar rætur í sjálfstæðisbaráltunni. Hetjur blaðsins voru mennirnir, sem ávallt stóðu fast á rétli Islendinga til fulls sjálfstæðis og börð- ust gegn allri erlendri ásælni. í augum Morg- unblaðsmanna var Sigurður Eggerz sjálfstæð- ishetja sem átti að verða fyrsti forseti íslands en ekki Sveinn Björnsson sem þeir grunuðu um hollustu við Danakonung og undanláts- semi í sjálfstæðismálinu.30 Sjálfur vanmat Sveinn Björnsson augljós- lega ekki að þessu sinni áhrifamátt íslenskrar þjóðernishyggju. Árið 1915 hafði hann neitað að styðja harðlínuafstöðu samflokksmanns, 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.