Ný saga - 01.01.2001, Síða 20

Ný saga - 01.01.2001, Síða 20
Jón Páll Halldórsson Mynd 2. J.H. Jessen setti upp vélaverkstæði á ísafirði til að annast viðgerðir og viðhald ört vaxandi bátaflota. Það tók tii starfa fjórum árum eftir að fyrsta véiin fór ígang á ísafirði. Verkstæðið varbyggt við austurhliðina á íbúðarhúsi Jessens sem sjá má á miðri mynd. Stóra húsið til hægri er hús Hæsta- kaupstaðarverslunar. Það er eðlilegt að spurt sé, livað olli þessari búsetubreytingu? Á því er sjálfsagt engin ein- hlít skýring. Hitt finnst mér liggja í augum uppi, að sú tæknibylting, sem varð í sjávar- útveginum í byrjun aldarinnar hljóti að hafa valdið mestu þar um. í árslok 1902 kom fyrsta bátavélin lil landsins. Hún var sett í sexæring- inn Stanley, sem þeir áttu í félagi Árni Gísla- son formaður og Sophus Jörgen Nielsen verzl- unarstjóri á Isafirði. Hér á landi hafði að vísu verið stunduð þilskipaútgerð um langt árabil, þegar hér var komið sögu, en árabáturinn var ennþá aðalatvinnutæki sjómanna, þegar nýja öldin gekk í garð. Árið 1902 voru 2.165 ára- bátar í landinu og 144 þilskip.2 Tíu árum síð- ar hafði árabátunum fækkað um nálega helm- ing. Þeir voru þá orðnir 1.238, en þá voru vél- bátarnir orðnir 414 (406 bátar undir 12 rúm- lestum og 8 bátar yfir 12 rúmlestum). Á sama tíma hafði þilskipunum fækkað nokkuð, en í staðinn voru komnir 4 línuveiðarar og 20 tog- arar.3 Árið 1930 var aðeins eftir 171 árabátur í landinu. Svona hröð varð breytingin. Ekki er fjarri lagi að áætla, að í upphafi 20. aldar- innar hafi um 13 þúsund íslenzkir sjómenn róið til fiskjar í orðsins fyllstu merkingu. Á fyrsta fjórðungi aldarinnar lögðu allir þessir menn árina frá sér, en héldu áfram að sækja sjó með tilstyrk vélaraflsins. Ætla má, að landsmenn liefðu almennt fagnað þessari breytingu. Svo var þó engan veginn. Talsmenn gamla bændasamfélagsins töldu þetta óheillaþróun. Þeir gerðu sér ljósa grein fyrir því, að garnla bændasamfélagið, þar sem húskarlar réru á útvegi bóndans, þegar ekki þurfti að sinna landbúnaðarstörf- um, var að líða undir lok. Þeim þótti alltof geyst farið í sakirnar. Búandkarl ritaði grein í Pjóðviljann haustið 1906 undir fyrirsögninni „Landbúnaðurinn við Djúp og mótorbáta- útvegurinn.“4 Þar er þessum sjónarmiðum bændasamfélagsins komið skýrt og greinilega til skila og ekki skafið utan af hnútunum. Þar segir meðal annars: Hér við Djúp er nú svo komið, að ungir menn mega varla heyra það nefnt, að taka jörð og reisa bú, en að komast í þurrabúð og fá sér mótorbát, það eru hin dýrmæt- ustu hnoss lífsins í augum margra. Hvernig landbúnaðurinn muni dafna framvegis með slíkum hugsunarhætti er auðráðin gáta. Og búandakarl heldur áfram: Það eru þegar fullar líkur til þess, að þessi mótorbátaútvegur auki enn meir fráhvarf- ið frá sveitabúskap og sveitavinnu, en róðr- arbátaútvegurinn hefur hingað til gjört, og það er ekki aflavonin ein sem þessu veldur, heldur hinn mikli hægðarauki, er þessi út- vegur hefur í för með sér. Sjómennirnir venjast næstum af allri erfiðri vinnu, þeir þurfa örsjaldan að taka neitt nærri sér og verða fljótt frábitnir reglubundinni sveita- vinnu. Niðurlagsorð greinarinnar endurspegla svo 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.