Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 28
Björgvin Sigurðsson
Verkefnið var
unnið á metnað-
arfullan hátt og
erþarmargt vel
gert. Hægt er
að skoða kortin
í mismunandi
upplausn og ítar-
iegar upplýsingar
um kortin er að
finna á síðunum
Mynd 1.
Landsbókasafn
Íslands-Háskóla-
bókasafn hefur
gert öll íslandskort
í eigu safnsins
aðgengileg á
Netinu. Hér má
sjá gamalt kort
af Faxaflóa.
net.is er merkilegt samvinnuverkefni vistað.
Það eru Landsbókasafn íslands - Háskóla-
bókasafn, Stofnun Arna Magnússonar og
Cornellháskóli í Bandaríkjunum sem standa
að verkefninu en markmið vefsins er að
„varðveita og gera aðgengilegt á stafrænu
formi um Netið um 350.000 blaðsíður hand-
rita og um 150.000 blaðsíður prentaðra rita“.2
Efni vefsins er afar fjölbreytt safn úr íslensk-
um fornbókmenntum, en þar má finna íslend-
ingasögur og -þætti, goðafræði, biskupa- og
riddarasögur, svo eitthvað sé nefnt.
í upphafi árs 1997 sóttu aðildarstofnanir
vefsins um styrk til Andrew W. Mellon sjóðs-
ins í New York, en sjóðurinn hafði lýst yfir
áhuga sínum á að koma að svo spennandi ný-
sköpun. Áætlaður heildarkostnaður við verk-
ið var 92 milljónir króna en Mellon sjóðurinn
veitti 42 milljóna króna styrk gegn því að um-
sækjendur öfluðu afgangsins. Það tókst og af-
raksturinn er að finna á sagnanet.is. Vefurinn
er þægilegur og auðveldur í notkun. Leitarmögu-
leikar eru fjölbreyttir og góðir. Markmið verk-
efnisins var að koma handritunum á stafrænt
form og hefur það tekist ágætlega, myndirnar
eru skýrar en óneitanlega væri þægilegra að
hafa textann til hjálpar og til að leita í. Safnið
er einungis safn Ijósmynda af handritum en
notendur geta ekki leitað í textanum sjálfum.
Fleiri Islendingar hafa spreytt sig á útgáfu
fornbókmennta á Netinu. Netútgáfan hefur
t.d. snarað ýmsum fornbókmenntum á tölvu-
tækt form. þar á meðal eru nokkrar íslend-
ingasögur, Landnámabók. Heimskringla og
fornaldarsögur. Einnig má finna þar ýmis
skáldverk s.s. Önnu frcí Stóruborg og Höliu
eftir Jón Trausta. Netútgál’an gaf út geisladisk
með þessu efni en textana er einnig að finna á
heimasíðu fyrirtækisins.
Aðferð útgáfunnar er gjörólík aðferð
Sagnanetsins. Allar bækurnar eru setlar upp
sem einfaldar vefsíður, ein bók á síðu. Form-
ið er einfalt og gerir fræðimönnum ákaflega
auðvelt um vik að leita að orðum eða orða-
samböndum í heilum bókum.
Framtakið er gott en gallinn er að notend-
ur geta með engu móti áttað sig á hvaðan
textarnir eru fengnir. Ómögulegt er að sjá
hvaða gerðir eru notaðar, en stafsetning er
færð til nútímahorfs. Það eru engar tilvísanir,
merkingar eða annað til glöggvunar fyrir not-
endur. Heimilda er ekki getið, og engar skýr-
ingar eru á því við hvaða stafsetningarreglur
er stuðst. Á vefnum koma reyndar fram nöfn
þeirra sem standa að Netútgáfunni en heimil-
isfang fyrirtækisins kemur ekki fram.
Á vef Netútgáfunnar má því finna nokkur
dæmi um óvandaða framsetningu sagnfræði-
legs efnis. Hins ber þó að geta að allt efnið á
vefnum hefur verið gefið út annars staðar og
því er hægt að kanna hvort textarnir eru rétt-
ir. Vefurinn nýtist þannig fyrst og fremst til
leitar í texlunum; það getur sparað mikla
vinnu að láta tölvuna leita að orðum eða
orðasamböndum.
Árið 1996 stóð Landsbókasafn íslands - Há-
skólabókasafn fyrir því að öll íslandskort í eigu
safnsins voru færð á rafrænt form og smíðað-
ur var vefur þar sem hægt er að skoða kortin.
Á vefnum má einnig finna ágrip af kortasögu
íslands eftir Harald Sigurðsson.3 Verkefnið
var unnið á metnaðarfullan hátt og er þar margt
vel gert. Hægt er að skoða kortin í mismun-
andi upplausn og ítarlegar upplýsingar um kort-
in er að finna á síðunum. Vefurinn virðist hins
vegar hafa verið lítið uppfærður síðan hann var
settur á laggirnar árið 1996 og er það miður.
Landsbókasafnið hefur um margt verið í
forystu í útgáfu heimilda á vefnum. Safnið
stóð að Sagnanetinu og Islandskortunum og
hefur nú nýverið ráðist í enn eitt stórvirkið.
26