Ný saga - 01.01.2001, Page 30
Björgvin Sigurðsson
Mynd 3.
Vefur tímaritsins
History Today er
ætlaður sama mark-
hópi og tímaritið,
almennum áhuga-
mönnum um sögu
og sagnfræði.
Helsti galli raf-
bókanna er sá
sami og ann-
arra rafrænna
miðla. Það eru
ekki margir
sem kjósa að
lesa langa texta
af tölvuskjá
að. Rafbókum er úthlutað ISBN-númerum
og höfundarréttur er tryggður, þ.e. ekki er
hægt að afrita bækurnar með stafrænum hætti
frekar en aðrar bækur. Að þessu leyti eru raf-
bækur frábrugðnar öðru efni sem finnst á
Netinu. Fjölmargir framleiðendur hafa hann-
að hug- og vélbúnað fyrir rafbækur. Smíðaður
hefur verið hugbúnaður fyrir lófatölvur eins
og Palm4 og svo hafa verið gerðar sérstakar
tölvur eða lesarar sem bækurnar eru lesnar í.
Að sjálfsögðu hefur einnig verið búinn til
hugbúnaður fyrir venjulegar einkatölvur.
Eins og á flestum nýjum sviðum tölvugeirans
stendur yfir hatrömm markaðsbarátta um
staðla og búnað til að lesa bækurnar og nú
virðist tvenns konar hugbúnaður vera í for-
ystu á einkatölvumarkaðnum. Annars vegar
er það Microsoft Reader frá Microsoft.5
Forritið er hannað og því dreift af tölvurisan-
um frá Redmont, Microsoft. Aðalkeppinaut-
urinn er Adobe fyrirtækið sem er leiðandi í
gerð hugbúnaðar fyrir útgáfustarfsemi. Fyrir-
tækið framleiðir m.a. Photoshop og Illu-
strator sem flestir áhugamenn um tölvugrafík
þekkja. Forritið þeirra heitir Adobe Acrobat
ebook Reader og er ókeypis eins og hjá
keppinautunum. Búnaðurinn byggir á PDF
sniðinu (Portable Document Format) sem
Adobe hefur þróað og flestir þekkja af vefn-
um. Rafbækurnar eru þó fullkomnari útgáfa
þar sem þær hafa höfundarréttarvörn sem
gerir notendum ókleift að afrita þær. Fjöl-
mörg fyrirtæki önnur hafa spreytt sig á raf-
bókum og svo virðist sem markaður fyrir þær
fari sífellt stækkandi. í Bandaríkjunum er
áætlað að um 100 þúsund tæki til lesturs raf-
bóka séu í notkun, en spár gera ráð fyrir að
þau verði um 1,9 milljónir.6 Fyrirtæki eins og
Amazon.com og Barnes & Noble leggja urn
þessar mundir mikla áherslu á rafbækur og
hefur t.d. Barnes & Noble hækkað greiðslur
til höfunda í þessu skyni. Útgefendur sjá fyrir
sér að geta sjálfir dreift bókunum um inler-
netið og útilokað þannig smásalana. Það þýð-
ir að sjálfsögðu aukinn hagnað útgefenda en
samdrátt hjá smásölum.
Helsti galli rafbókanna er sá sami og ann-
arra rafrænna miðla. Það eru ekki margir sem
kjósa að Iesa langa texta af tölvuskjá. Raunar
hafa skjáir batnað mikið undanfarin ár en
flatir skjáir eru enn afar dýrir. Bækur og blöð
eru enn handhægari en tölvurnar þótt það
kunni að breytast. Á hinn bóginn er afar
þægilegt að geta látið tölvuna leita í bókum.
Bókamerki, glósur og hvers konar merkingar
er nefnilega hægt að slá inn rafrænt sem er
ákaflega þægilegt fyrir notandann. Af þessum
sökum henta rafbækur best fyrir uppflettirit
af ýmsu tagi. Leiðbeiningabækur fyrir tölvur
og flókinn hugbúnað eru ákjósanlegar raf-
bækur og ef hugsað er til sagnfræðinnar eru
rit eins og íslanclssaga A-Ö eftir Einar Lax-
ness og Stéttalal Sagnfræðingafélagsins til-
valdar rafbækur. Heimildaútgáfur af ýmsu
tagi geta einnig sómt sér vel í rafbókarformi.
Nú þegar hafa nokkrir rithöfundar gerl til-
raunir með rafbækur. Frægastur þeirra er lík-
lega Stephen King sem gaf út eins konar
framhaldssögu á netinu. Allir gátu sótt sér
bókina en lesendur voru beðnir að greiða
u.þ.b. 1 bandaríkjadal fyrir. Auður Haralds
gaf út fyrstu íslensku netbókina á strik.is þann
27. október 2000.7 Þá hafa ýmsar stofnanir
gefið út efni sitt á rafrænu formi samhliða
bókaútgáfu. Sem dæmi gefur Hagstofa ís-
lands út geisladisk með öllum sínum bókum.
Á þessu ári hefur verið lífleg umræða með-
al íslenskra sagnfræðinga urn framtíð tíma-
ritaútgáfu unt íslenska sagnfræði. Fjölniörg er-
lend tímarit eru komin á Netið og hægt að
kaupa greinar sem þar hafa birst. Meðal tíma-
28