Ný saga - 01.01.2001, Side 31

Ný saga - 01.01.2001, Side 31
Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins rita sem þetta hafa gert eru t.d. History and Theory en á vef þess er birt efnisyfirlit og áskrif- endur geta fengið einstakar greinar á rafrænu formi í gegnum nokkra upplýsingamiðlara. Undir forystu menntamálaráðuneytisins og Landsbókasafns - Háskólabókasafns hafa íslendingar fengið svokallaðan landsaðgang að stórum gagnasöfnum. Hægt er að fletta upp heitum og upplýsingum um greinar úr fjölmörg- um tímaritum, þar á meðal um sagnfræði. Má t.d. nefna The Journal of American History, American Historical Review og Past & Present. Tímaritið History Today heldur úti mynd- arlegum vef sem ætlað er að styðja við tíma- ritið og markaðssetja það. Vefurinn er hugs- aður fyrir sama markhóp og tímaritið, þ.e. hinn óskilgreinda almenning og áhugamenn. Vefnum er að sjálfsögðu ætlað að draga at- hygli og kaupendur að tímaritinu en vefurinn er áhugaverður fyrir flesta. Fæst sagnfræðitímarita hafa gengið svo langt að birta greinar og annað efni á vefjum sínum enn sem komið er en mörg hafa komið sér upp heimasíðum þar sem birt er efnisyfir- lit, útdrættir, ritdómar og jafnvel umræða um sagnfræðileg álitamál sem eru ofarlega á baugi. Af íslenskum tímaritum má nefna að á heimasíðu Hins íslenska bókmenntafélags er að finna efnisyfirlit Skírnis 1967-1997. Þjón- usta af þessu tagi er líkleg til að hjálpa fræði- mönnum við heimildaöflun sína og vonandi verða þessar vefsíður einnig til að selja fleiri eintök af tímaritunum. Það er mikilvægt að spyrja hver sé munur- inn á raf- og prentútgáfum. Rafræn tímarit hafa marga kosti, sérstaklega fyrir lítið sam- félag eins og ísland. Fyrir utan fjárhagslega þætti má nefna að rafræn tímarit eru alls ekki bundin við að gefa út tölublöð á tilteknum tíma. Hægt er að bæta við efni þegar það er tilbúið og möguleikar á skoðanaskiptum eru allt aðrir. Einfalt er að setja ritdeilur og skoð- anaskipti í samfellu ásamt því sem skoðana- skiptin. ganga ólíkt greiðar fyrir sig en nú er þegar bíða þarf í heilt ár eftir að næsta tölu- blað komi út. Rafræn útgáfa gefur einnig möguleika á ýmiss konar margmiðlun í efn- isvali og framsetningu. „Tengd skjöl, gagn- virkni og fjölvíddarkynningar veita mögu- leika á nýjum líkönum við kennslu og rann- sóknir. ... Hvernig væri háskólakennsla ef við værum ekki rígbundin af pappírnum sem við þekkjum og dáum?“, spyr Edward Ayers prófessor við Virginiaháskóla.8 Ókostir rafrænna tímarita liggja aftur á móti í eðli Netsins og vefsíðnanna. Nauðsyn- legt er að uppfæra vefi reglulega en það kost- ar vinnu og tíma. Tekjumöguleikar eru tak- markaðir en á móti kemur að kostnaður þarf ekki að vera mikill. Það kann að hljóma mót- sagnakennt en nettímarit henta líklega best fyrir stóra miðla sem hafa fjárhagslegt bol- magn til að halda úti öflugum vefjum sem eru uppfærðir reglulega og svo fyrir lítil félög og hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að gefa út á prenti. Slík félög geta auðveld- lega sett upp heimasíður með greinum og öðru efni. Dæmi um slíkan vef er t.d. Vefnir, tímarit Félags um átjándu aldar fræði. I byrjun tíunda áratugarins höfðu margir netverjar rómantískar hugmyndir um stjórn- leysið á Netinu. Þeir sáu fyrir sér frjáls skoð- anaskipti og óhefta útbreiðslu hvers kyns upplýsinga. Vissulega er það rétt að Netið gerir öllum kleift að viðra skoðanir sínar og stefnumið. í raun er það svo að sagnfræðing- ar og aðrir fræðimenn hljóta að beita sömu viðmiðunum við meðferð rafræns efnis og þess prentaða. Það er því ekki líklegt að raf- rænar útgáfur og Netið muni breyta grund- vallarvinnulagi fræðimanna. Mynd 4. Sagnanet.is er vefur sem unninn er í samvinnu Árnastofnunar, Landsbókasafns Íslands-Háskóla- bókasafns og Cornell-háskóla í Bandarikjunum. Þar er að finna mikið safn úr íslenskum forn- ritum, bæði hand- ritum og prentuð- um bókum. Þeir sáu fyrir sér frjáls skoðana- skipti og óhefta útbreiðslu hvers kyns upplýsinga 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.