Ný saga - 01.01.2001, Page 31
Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins
rita sem þetta hafa gert eru t.d. History and
Theory en á vef þess er birt efnisyfirlit og áskrif-
endur geta fengið einstakar greinar á rafrænu
formi í gegnum nokkra upplýsingamiðlara.
Undir forystu menntamálaráðuneytisins
og Landsbókasafns - Háskólabókasafns hafa
íslendingar fengið svokallaðan landsaðgang
að stórum gagnasöfnum. Hægt er að fletta upp
heitum og upplýsingum um greinar úr fjölmörg-
um tímaritum, þar á meðal um sagnfræði. Má
t.d. nefna The Journal of American History,
American Historical Review og Past & Present.
Tímaritið History Today heldur úti mynd-
arlegum vef sem ætlað er að styðja við tíma-
ritið og markaðssetja það. Vefurinn er hugs-
aður fyrir sama markhóp og tímaritið, þ.e.
hinn óskilgreinda almenning og áhugamenn.
Vefnum er að sjálfsögðu ætlað að draga at-
hygli og kaupendur að tímaritinu en vefurinn
er áhugaverður fyrir flesta.
Fæst sagnfræðitímarita hafa gengið svo
langt að birta greinar og annað efni á vefjum
sínum enn sem komið er en mörg hafa komið
sér upp heimasíðum þar sem birt er efnisyfir-
lit, útdrættir, ritdómar og jafnvel umræða um
sagnfræðileg álitamál sem eru ofarlega á
baugi. Af íslenskum tímaritum má nefna að á
heimasíðu Hins íslenska bókmenntafélags er
að finna efnisyfirlit Skírnis 1967-1997. Þjón-
usta af þessu tagi er líkleg til að hjálpa fræði-
mönnum við heimildaöflun sína og vonandi
verða þessar vefsíður einnig til að selja fleiri
eintök af tímaritunum.
Það er mikilvægt að spyrja hver sé munur-
inn á raf- og prentútgáfum. Rafræn tímarit
hafa marga kosti, sérstaklega fyrir lítið sam-
félag eins og ísland. Fyrir utan fjárhagslega
þætti má nefna að rafræn tímarit eru alls ekki
bundin við að gefa út tölublöð á tilteknum
tíma. Hægt er að bæta við efni þegar það er
tilbúið og möguleikar á skoðanaskiptum eru
allt aðrir. Einfalt er að setja ritdeilur og skoð-
anaskipti í samfellu ásamt því sem skoðana-
skiptin. ganga ólíkt greiðar fyrir sig en nú er
þegar bíða þarf í heilt ár eftir að næsta tölu-
blað komi út. Rafræn útgáfa gefur einnig
möguleika á ýmiss konar margmiðlun í efn-
isvali og framsetningu. „Tengd skjöl, gagn-
virkni og fjölvíddarkynningar veita mögu-
leika á nýjum líkönum við kennslu og rann-
sóknir. ... Hvernig væri háskólakennsla ef við
værum ekki rígbundin af pappírnum sem við
þekkjum og dáum?“, spyr Edward Ayers
prófessor við Virginiaháskóla.8
Ókostir rafrænna tímarita liggja aftur á
móti í eðli Netsins og vefsíðnanna. Nauðsyn-
legt er að uppfæra vefi reglulega en það kost-
ar vinnu og tíma. Tekjumöguleikar eru tak-
markaðir en á móti kemur að kostnaður þarf
ekki að vera mikill. Það kann að hljóma mót-
sagnakennt en nettímarit henta líklega best
fyrir stóra miðla sem hafa fjárhagslegt bol-
magn til að halda úti öflugum vefjum sem eru
uppfærðir reglulega og svo fyrir lítil félög og
hópa sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til
að gefa út á prenti. Slík félög geta auðveld-
lega sett upp heimasíður með greinum og
öðru efni. Dæmi um slíkan vef er t.d. Vefnir,
tímarit Félags um átjándu aldar fræði.
I byrjun tíunda áratugarins höfðu margir
netverjar rómantískar hugmyndir um stjórn-
leysið á Netinu. Þeir sáu fyrir sér frjáls skoð-
anaskipti og óhefta útbreiðslu hvers kyns
upplýsinga. Vissulega er það rétt að Netið
gerir öllum kleift að viðra skoðanir sínar og
stefnumið. í raun er það svo að sagnfræðing-
ar og aðrir fræðimenn hljóta að beita sömu
viðmiðunum við meðferð rafræns efnis og
þess prentaða. Það er því ekki líklegt að raf-
rænar útgáfur og Netið muni breyta grund-
vallarvinnulagi fræðimanna.
Mynd 4.
Sagnanet.is er
vefur sem unninn
er í samvinnu
Árnastofnunar,
Landsbókasafns
Íslands-Háskóla-
bókasafns og
Cornell-háskóla í
Bandarikjunum.
Þar er að finna
mikið safn úr
íslenskum forn-
ritum, bæði hand-
ritum og prentuð-
um bókum.
Þeir sáu fyrir sér
frjáls skoðana-
skipti og óhefta
útbreiðslu hvers
kyns upplýsinga
29