Ný saga - 01.01.2001, Side 33

Ný saga - 01.01.2001, Side 33
Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins í sjálfu sér gæti þessi lýsing einnig verið al- menn lýsing á gæðakröfum sem gerðar eru til fræðibóka. Flest þeirra atriða sem talin voru upp hér á undan þykja sjálfsögð við útgáfu fræðibóka. Pegar háskólaforlag gefur út bók hefur hún verið grandskoðuð gagnrýnum augum ritstjórnar sem á að tryggja gæði henn- ar og áreiðanleika. Það er starf útgefenda og bókaforlaga. Á Netinu geta allir gefið út. Sagnfræðingar ganga út frá því að bækur ákveðinna útgefenda séu gæðavara. Fræði- menn treysta nefnilega mjög á störf þeirra og fæstir hafa tíma til að kanna gæði útgefinna bóka og tímarita. Á Netinu gilda aðrar reglur enda getur liver sem er birt þar hvað sem er. Sagnfræðingar þurfa því augljóslega að vera betur á varðbergi gagnvart heimildum sem þar er að finna en í hinum prenlaða heirni. Gæðavottun hinna prentuðu heimilda felst í útgáfu þeirra, forlagi og höfundinum. Og þótt lýsing Journal of the Association for History and Computing sé ágæt sem slík, þá er ljóst að traust til efnis á vefnum hlýtur að fara eftir því hver „gefur það út“, þ.e. hvaða stofnun, fyrirtæki eða einstaklingur á vefinn. Flestir eru líklega sammála um að gagnrýna þann sem hefur mikilvægar heimildir eftir nafn- lausri heimasíðu á internetveitu eins og GeoCities.com9. Öðru máli gegnir um vef Smithsonian Institute (www.si.edu). Stofnan- ir, höfundar og útgáfufélög skipta jafn miklu máli í netheimum og prentheimum. Ef netút- gáfur hvers konar eiga að blómstra er nauð- synlegt að helstu stofnanir íslenskrar sagn- fræði ryðji brautina. Kostir rafrænna útgáfna eru fjölmargir. Kostnaðurinn er minni vegna þess að prentunin sparast með því að gefa út með rafrænum hætti. Þá sómir ýmislegt efni sér betur stafrænt en á prenti. Þetta á sérstak- lega við um lista, töflur og uppflettigögn af ýmsu tagi. Með aukinni bandvídd notenda opnast einnig möguleikar á margmiðlun ým- iss konar. Það má hugsa sér að flétta saman ljós- og hreyfimyndir, texta og tónlist. Vefur- inn er tækifæri til að fara nýjar leiðir í rniðlun og útgál'u á sagnfræðilegu efni. Grundvallarforsenda þess að sagnfræðing- ar noti heimildir af vefnum hlýtur að vera sú að þeir geti treyst því að heimildirnar verði til staðar þegar lesendur leita þeirra. Hvort sent það er eftir mánuð eða áratug. Það er einnig alkunna að auðvelt er að færa til vefsíður og breyta veffangi þeirra. Þegar vitnað er til efn- is á vefnum ættu fræðimenn því ekki að treysta um of á vefföng og slóðir (URL). Það er nauð- synlegt að fram komi hver höfundurinn er og hvaða stofnun eða fyrirtæki hýsir viðkomandi vef. Þessar upplýsingar geta reynst ómetan- legar ef vefsíðan er færð, og þannig geta les- endur frekar fundið það sem vitnað er til. Umræðan um notkun heimilda af vefnurn hefur sýnt með áþreifanlegum hætti hve sagn- fræðingar eru háðir bókaútgefendum og stofnunum vísindasamfélagsins. Fræðimenn treysta efni sem kemur frá viðurkenndum stofnunum en þar með er ekki sagt að annað efni sé ekki jafn gott. Munurinn er sá að sagn- fræðingurinn þarf að ganga úr skugga um gæðin líkt og bókaútgefandinn áður en hann tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út. Það sem er verra er: enda þótt sagnfræðingar gangi úr skugga um ágæti efnisins er ákveðin hætta á að heimildarýni þeirra sé dregin í efa því lesendurnir þurfa líka að ganga úr skugga um gæðin, og fæstir þeirra hafa áhuga eða tíma. Það er því svo að í vísindalegri sagn- fræði styðjast rannsakendur við „viðurkennd- ar“ heimildir en hafa ríka tilhneigingu til að nota ekki annað efni. Að sjálfsögðu er hér fyrst og síðast átt við útgefið efni, og mat og rýni sagnfræðingsins skiptir höfuðmáli er hann velur sér óútgefnar heimildir, þar nýtist sérfræðiþekking hans og heimildarýni. Annað atriði sem skiptir máli við notkun vefsins við heimildaöflun er varðveislan. Það er algengt að veí'ir séu teknir niður, færðir á milli léna eða skipan þeirra breytt. Þá tapast tengingarnar við efnið sem rannsakandinn hefur fundið og erfitt getur reynst að finna það aftur, ef það er þá yfirleilt hægt. í hugum fólks eru bækur á hinn bóginn varanlegar. Það lítur svo á að þegar þær hafi verið gefnar út endist þær von úr viti. En er það endilega svo? Eru ekki bækur og skjöl fyrst og fremst varanleg vegna þess að það eru stofnanir sem hafa lögboðna skyldu til að safna þeim? Bæk- ur og skjöl geta horfið rétt eins og vefsíður. En bóka- og skjalasöfn tryggja endingu þeir- ra, ef svo má að orði komast. Án safnanna væru prentútgáfur ekki nærri eins varanlegar Flestir eru lík- lega sammála um að gagnrýna þann sem hefur mikilvægar heimildir eftir nafnlausri heimasíðu á internetveitu eins og GeoCities.com 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.