Ný saga - 01.01.2001, Page 35
Átakaárið 1968
að gekk mikið Á um allan heim árið
1968. Víetnamstríðið var í algleymingi
og andstaða almennings við það óx
dag frá degi jafnt innan Bandaríkjanna sem
á alþjóðavettvangi. Hipparnir höfnuðu neyslu-
hyggjunni og borgaralegu samfélagi og
reyndu að þróa öðruvísi sambúðarform í
kommúnum, með frjálsum ástum og hass-
reykingum. Fjölmennir flokkar rauðra varð-
liða fóru hamförum á götum í Kína og í maí-
mánuði reistu stúdentar götuvirkin rétt eina
ferðina á breiðgötum Parísarborgar. Áður en
varði voru 10 milljónir Frakka í verkfalli og
litlu munaði að ríkisstjórn gaullista félli. I
Grikklandi ríkti illræmd herforingjastjórn
sem naut víðtæks stuðnings meðal vestrænna
ráðamanna en almennrar fyrirlitningar al-
þýðu manna. I Tékkóslóvakíu gerði Komm-
únistaflokkurinn tilraun til að koma á lýðræð-
islegum sósíalisma sem gekk undir nafninu
„Vorið í Prag“ en sú tilraun tók snöggan enda
þann 26. ágúst þegar herir Sovétríkjanna og
fylgiríkja þeirra réðust inn í landið, steyptu
ríkisstjórninni og settu á fót leppstjórn sem
var þeint þóknanleg.
Árið var ekki síður sögulegt á íslandi en
auk þeirra erlendu strauma sem hér hafa ver-
ið nefndir og hefðu sjálfsagt nægt til að valda
nokkrum óróa voru alvarlegar blikur á lofti í
efnahagslífi þjóðarinnar. Síldin brást alger-
lega sumarið 1968 og verðfall varð erlendis á
öðrum sjávarafurðum. Atvinnuleysisvofan
var farin að láta á sér kræla veturinn 1967-68
en til allrar lukku höfðu Islendingar haft lítil
kynni af henni síðan á kreppuárunum. Um
sumarið bötnuðu atvinnuhorfur almennings
en í staðinn gengu stórir hópar skólafólks at-
vinnulausir. Um haustið og í byrjun vetrar
brast hins vegar á fjöldaatvinnuleysi og um
5000 manns voru skráðir atvinnulausir. Marg-
ir sáu ekki annað ráð en að flytja af landi
brott. Flestir fóru lil Svíþjóðar og annarra
Norðurlanda en nokkrir öxluðu sín skinn og
héldu alla leið til Ástralíu í leit að betra lífi.
Ymis þreytumerki voru líka farin að sjást á
viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
Mynd 1.
Mótmæli fyrir fram-
an sovéska sendi-
ráðið að morgni
innrásardagsins 26.
ágúst. Á myndinni
má sjá Jóhann
Þórhallsson með
spjald sem á stend-
ur Burt með innnrás-
arherinn úr Tékkó.
Fyrir aftan hann
Þórarinn Benedikz
verkfræðingur, þá
Gísli Gunnarsson
prófessor, Haraldur
S. Blöndal prentari,
Vernharður Linnet
kennari með rauðan
fána, Páli Halldórs-
son eðlisfræðingur.
Ftagnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur
snýr baki í mynda-
vélina. Magnea Matt-
hiasdóttir rithöfund-
ur er þriðja frá hægri.
33