Ný saga - 01.01.2001, Síða 35

Ný saga - 01.01.2001, Síða 35
Átakaárið 1968 að gekk mikið Á um allan heim árið 1968. Víetnamstríðið var í algleymingi og andstaða almennings við það óx dag frá degi jafnt innan Bandaríkjanna sem á alþjóðavettvangi. Hipparnir höfnuðu neyslu- hyggjunni og borgaralegu samfélagi og reyndu að þróa öðruvísi sambúðarform í kommúnum, með frjálsum ástum og hass- reykingum. Fjölmennir flokkar rauðra varð- liða fóru hamförum á götum í Kína og í maí- mánuði reistu stúdentar götuvirkin rétt eina ferðina á breiðgötum Parísarborgar. Áður en varði voru 10 milljónir Frakka í verkfalli og litlu munaði að ríkisstjórn gaullista félli. I Grikklandi ríkti illræmd herforingjastjórn sem naut víðtæks stuðnings meðal vestrænna ráðamanna en almennrar fyrirlitningar al- þýðu manna. I Tékkóslóvakíu gerði Komm- únistaflokkurinn tilraun til að koma á lýðræð- islegum sósíalisma sem gekk undir nafninu „Vorið í Prag“ en sú tilraun tók snöggan enda þann 26. ágúst þegar herir Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra réðust inn í landið, steyptu ríkisstjórninni og settu á fót leppstjórn sem var þeint þóknanleg. Árið var ekki síður sögulegt á íslandi en auk þeirra erlendu strauma sem hér hafa ver- ið nefndir og hefðu sjálfsagt nægt til að valda nokkrum óróa voru alvarlegar blikur á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar. Síldin brást alger- lega sumarið 1968 og verðfall varð erlendis á öðrum sjávarafurðum. Atvinnuleysisvofan var farin að láta á sér kræla veturinn 1967-68 en til allrar lukku höfðu Islendingar haft lítil kynni af henni síðan á kreppuárunum. Um sumarið bötnuðu atvinnuhorfur almennings en í staðinn gengu stórir hópar skólafólks at- vinnulausir. Um haustið og í byrjun vetrar brast hins vegar á fjöldaatvinnuleysi og um 5000 manns voru skráðir atvinnulausir. Marg- ir sáu ekki annað ráð en að flytja af landi brott. Flestir fóru lil Svíþjóðar og annarra Norðurlanda en nokkrir öxluðu sín skinn og héldu alla leið til Ástralíu í leit að betra lífi. Ymis þreytumerki voru líka farin að sjást á viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- Mynd 1. Mótmæli fyrir fram- an sovéska sendi- ráðið að morgni innrásardagsins 26. ágúst. Á myndinni má sjá Jóhann Þórhallsson með spjald sem á stend- ur Burt með innnrás- arherinn úr Tékkó. Fyrir aftan hann Þórarinn Benedikz verkfræðingur, þá Gísli Gunnarsson prófessor, Haraldur S. Blöndal prentari, Vernharður Linnet kennari með rauðan fána, Páli Halldórs- son eðlisfræðingur. Ftagnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur snýr baki í mynda- vélina. Magnea Matt- hiasdóttir rithöfund- ur er þriðja frá hægri. 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.