Ný saga - 01.01.2001, Síða 38

Ný saga - 01.01.2001, Síða 38
Átakaárið 1968 Birna Þórðardóttir Þeir eru líka hrœddir Sagnfræðin er sérkennileg, einkum fyrir þau sem upplifa söguna. Sagnfræðin er það sem skrifað er eftirá um atburði sem gerðust þeg- ar þeir gerðust. Þannig er með Þorláks- messuslaginn. I mínum huga var Þorláks- messuslagurinn ekki á Þorláksmessu, heldur tveimur dögum fyrr, samt var hann á Þorláks- messu! En svona er sagan, segir sig eftirá af þeim sem samþykkt er að segi hvað, hvenær, hversvegna, hvernig. Hver samþykkir er mál- ið, en aldrei opinberlega. Þar með kemur hið yfirlýsta hlutleysi: sem ekki er til. Ekkert hlutleysi er til. Allt er af- staða. Afstöðuleysið er afstaða þeirra sem standa með meirihlutanum; valdinu; ætíð. Prologus Hvenær markast braut einstaklingsins þannig að ekki verði aftur snúið? Veldur hver á held- ur. Sextíu og átta var árið sem markaði mína braut; árið sem ég kynntist lífinu sem átti eft- ir að verða lífið mitt - ævinlega - lífið. Ein- kennilegt að sumu leyti en öðru ekki; að velja meðbyr eða streitast í straumnum - þar liggur valið. Að ganga - út... Ég gekk útúr Sigtúni með sjálfsöryggið í hálf- gerðum tætlum þótt ég reyndi að bera mig vel. Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur sagði á fundinum að við hefðum allan rétt til þess að ganga um götur Reykjavíkur og að bera fram skoðanir okkar. Ganga, mótmæla, meðmæla, vera með eða á móti. Nýta alþingi götunnar! Alþingi götunnar, einmitt! Það var svo sjálfsagt að það var næstum sætt að segja það. Lögmaðurinn hlaut að vita það; Hvað mátti, mátti ekki samkvæmt lögreglusam- þykkt Reykjavíkur. Ég vissi ekki núna, þá, að seinna vissi ég hvað lögreglusamþykktin var fyndin: „Gangir þú með naut um götur Reykjavíkur skal gengið útá götu en ekki á gangstétt.“ Það var líka sætt. Fundurinn var fínn, fullt hús, mun fleiri en í fyrradag. Enda snerist málið núna einnig um réttinn til að koma skoðunum á framfæri. Skoðunum okkar á Víetnamstríðinu, á hern- um & Nató, á aftaníossahætti viðreisnar- stjórnarinnar gagnvart Kananum, á stefnu viðreisnar yfirleitl - á atvinnuleysinu & hús- næðisleysinu & aflurhaldsmennskunni. Undir niðri var ég óörugg. Skyldi löggan vera fyrir utan? Yrði ég lamin aftur? Tveimur kvöldum áður, 21. desember, var ég lamin af löggunni á Austurvelli, síðan dregin áfram framfyrir myndavélar; það var áður en gefin var út fyrirskipun innan Nató að segja ekki frá andófi: Það sem ekki er sagt frá hefur aldrei gerst - einfalt - öruggt - áhrifamikið. Ég sé fyrir mér andlitin; einhver bakvið 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.