Ný saga - 01.01.2001, Síða 48

Ný saga - 01.01.2001, Síða 48
Halldór Grönvold Mynd 4. Múkkinn lætur sig ekki vanta þegar aðgerð fer fram á dekki. Togarinn Rán frá Djúpuvík á veiðum. manna og útgerðarmanna um skipulag vinn- unnar að öðru leyti. Þessi hugsun kom einnig glögglega fram í 3. gr. frumvarpsins.25 Að síð- ustu skal bent á að Jörundur Brynjólfsson var með flutningi frumvarpsins að verða við til- mælum fundar í Hásetafélaginu og þingmála- fundar í Reykjavík skömmu áður.26 Sú afstaða Hásetafélagsins að beina hvíldar- tímakröfunni að löggjafanum í stað þess að taka hana upp í samningum var nokkuð á skjön við þau viðhorf sem ríktu almennt í verkalýðshreyfingunni á þessum tíma. Við stofnun Verkamannafélags Akureyrakaup- staðar og Verkmannafélags Seyðisfjarðar í lok 19. aldar var krafan um styttingu vinnu- tíma sett á oddinn ásamt kröfum um bætt launakjör. Sama var uppi á teningnum árið 1906 þegar stofnuð voru Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík og Verkamannafélag fyrir ísafjarðarkaupstað. Ekki er fyllilega Ijóst hvað réði sérstöðu Hásetafélagsins í þessum efnum. Áður hafa verið tilfærð þau rök að hér væri um almennl mannréttindamál að ræða sem ekki ætti að þurfa að semja um. Víða erlendis barðist verkalýðshreyfingin fyrir því að lágmarksrétt- indi launafólks yrðu lögbundin og þaðan kann afstaða hásetanna í hvíldartímamálinu að vera komin. Þá má benda á að krafa háset- anna varekki samkynja kröfu verkalýðsfélag- anna, þar sem þeir voru að krefjast réttar til lágmarkshvíldar, sem eftir sem áður heimilaði atvinnurekendum að láta þá vinna í allt að 16 klst. á sólarhring, á meðan verkalýðsfélöginn lögðu áherslu á að stytta vinnutímann í 10 klst. Að síðustu er rétt að tilfæra ástæðu sem fram kom í umræðu um hvíldartímafrum- varpið sem lagt var frant á þingi 1921. Þá sagði flutningsmaður þess m.a. að ef líka þyrfti að semja um vinnutíma þyrftu ntenn sennilega að slá af kaupkröfum og versla þan- nig með rétt sinn.27 Þrátt fyrir að krafan væri um að sett yrði í löggjöf ákvæði um 8 klst. lágmarkshvíld há- seta, gerði 2. gr. frumvarpsins ráð fyrir að samtök háseta og útgerðarmanna hefðu mik- ilvægu hlutverki að gegna við frekari útfærslu á vinnutíma og hvíldartíma háseta. Þannig átti frumvarpið að tryggja hásetum tiltekinn lögbundin lágmarksréttindi og jafnframt gefa samtökum sjómanna og útvegsmanna ákveð- ið lögmæti til að semja á þeim grunni. Slíkir samningar gætu þá kveðið á um tiltekið vaktafyrirkomulag um borð í botnvörpuskip- um og þá um leið hvernig lágmarkshvíldin væri framkvæmd. Þannig var til dæmis ekkert í frumvarpinu sem sagði að hvíldin skyldi vera samfelld eða henni skipt upp í skemmri tímabil. í 2. gr. frumvarpsins er þannig að finna hugsun sem um margt var nýstárleg og framsækin og síðar hefur komið fram í löggjöf hér á landi, meðal annars um réttindi launa- fólks til lágmarkshvíldar.28 Sameiginlegir hagsmunir háseta og útgerðarmanna? Skiptar skoðanir voru meðal alþingismanna um hvaða hagsmunir væru í húfi með sam- þykkt frumvarpsins. Sigurður Stefánsson hélt því fram að lögbinding hvíldartíma gæli „ver- ið óþægilegur þröskuldur í vegi fyrir atvinnu vorri.“ Hann sagði ennfrentur: „Það liggur því opið fyrir mönnum, að ekki má á nokkurn hátt Ieggja stein í götu þessara atvinnuvega [þ.e. sjávarútvegs og landbúnaðar], með lögskip- uðum og fastákveðnum vinnutíma, því af slík- um fyrirmælum getur leilt í mörgum tilfellum stórtjón fyrir vinnuveitendur og verkamenn."29 í málflutningi andstæðinga var mikil áhersla lögð á að bjargræðistíminn væri stuttur og veðurfar og aflabrögð hér á landi með þeint hætti að ekki mætti setja reglur sem hindruðu að hagstæðar aðstæður væru nýttar til hins 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.