Ný saga - 01.01.2001, Síða 50

Ný saga - 01.01.2001, Síða 50
Halldór Grönvold Mynd 6. Jón Baldvinsson forseti ASÍ og þingmaður Alþýðuflokksins bar frumvarpið um hvíldartíma háseta fram til sigurs á þingi árið 1921. Leiðtogar verka- lýðshreyfingar- innar voru að áliti Sigurðar Stefánssonar „alþýðuskrum- arar og skrækj- arar... sem aldrei hafa nent að taka ærlegt handtak" lágmarkshvíldar endurspeglaði raunveruleg- an vilja hásetanna sjálfra. Sumir þingmann- anna gengu lengra og véfengdu stuðning há- seta við frumvarpið. Þeir gáfu lítið fyrir sam- þykktir hásetafélagsins um málið og töldu samþykkt þingmálafundar í Reykjavík sama efnis skömmu áður markleysu. Gísli Sveins- son sagði: Nei, það, sem vantar upplýsingar um, er, að þetta komi frá meirihluta háseta ... Ákjós- anlegast hefði verið, að til leiðbeiningar okkur hjer hefði legið frammi á lessal skýrsla um, hversu margir hásetar óskuðu þess, því annars gætu menn hugsað, að þessi ósk, eins og oft vill við brenna, væri ekki borin fram að sjómönnum, heldur af þeim flokki manna, sem þeir nefna „land- krabba“, er oft hafa viljandi spilað foringja fyrir þeim og nefna sig forvígismenn sjó- manna, þó þeir hafi aldrei á sjó komið og verði sjóveikir við að horfa út á sjóinn.33 Það mátti sem sagt leiða að því líkur að kraf- an um lögbundna lágmarkshvíld væri ekki runnin undan rifjum háseta sjálfra heldur leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar sem voru að áliti Sigurðar Stefánssonar „alþýðuskrum- arar og skrækjarar ... sem aldrei hafa nent að taka ærlegt handtak"34 og sem „eitra og spilla á allan hátt þjóðfjelaginu með því að ala á ófriði, öfund og rógi milli vinnuveitenda og verkamanna".35 Á þingi og í Morgunblctðinu, sem barðist hart gegn frumvarpinu, var einnig gripið til þess ráðs að ásaka Jörund Brynjólfs- son um að „gerast talsmaður Bolzhewismans á þinginu“36 Afstaða frjálslyndra afla á þinginu 1919 var í grundvallaratriðum ólík íhaldssömum við- horfum andstæðinga frumvarpsins sem hér hefur verið vitnað til, sem álitu frumvarpið ógna samfélagsskipaninni og þeim friði sem almennt hafði ríkt á milli vinnuveitenda og verkamanna hér á landi. Jón Magnússon, for- sætisráðherra, undraðist að jafn hófleg til- mæli og væri að finna í frumvarpinu mættu andstöðu, sérstaklega þegar höfð væru í huga ástandið í heiminum og sú heppni íslendinga að vera laus við alla baráttu um verkamanna- málin. Forsætisráðherra benti þeim sem teldu hættulegt að takmarka vinnutíma með lögum á að þeir væru haldnir miklum misskilningi. í stað þess að standa gegn þeim ætti þvert á móti að mæta hófsömum kröfum sjómanna og stuðla þannig að áframhaldandi friði milli stétta, fremur en sýna ósveigjanleika og hætta á frekari stéttaátök og sundrungu. „Konti þetta ekki í ár, þá kemur það að ári, og þá má vera, að kröfurnar verði hærri l'yrir það, að nú er ekki vel tekið svo sanngjörnu máli, sem þetta er.“37 Jörundur Brynjólfsson, flutnings- maður frumvarpsins lagði einnig áherslu á að með því að hásetar sneru sér til þingsins með málið vildu þeir komast hjá erjum og halda friðinn við útgerðarmenn í lengstu lög.38 Ólíkt andstæðingum frumvarpsins voru rök stuðningsmannanna þau að samþykkt þess væri líkleg til að efla þjóðfélagslega sam- stöðu hér á landi og draga úr átökum stétt- anna. Til varnar eldri samfélagsháttum Andstæðingar frumvarpsins óttuðust afleið- ingarnar af samþykkt frumvarpsins fyrir þró- un samfélagsins og samskipti stéttanna. En þeir höfðu líka aðrar og nærtækari áhyggjur. Væri lágmarkshvíld háseta á botnvörpuskip- um lögfest yrði þá ekki gerð krafa um að aðr- ir hópar fengju hliðstæðan rétt? Af umræðun- um má sjá að mörgum þingmönnum úr dreif- býliskjördæmum var landbúnaðurinn og hagsmunir bænda ofarlega í huga. Sigurður Stefánsson kom aftur og aftur að þessu áhyggjuefni í sínum ræðum. Hann fullyrti að yrði frumvarpið að lögum gæti það orðið byrjunin á því að sett yrðu lög um hvíldartíma í öðrum atvinnugreinum, t.d. landbúnaði. Hann sagði alla geta séð hvílíkur voði það gæti orðið fyrir landbúnaðinn ef verkamenn ættu lagakröfu á 8 stunda svefni hvernig sem á stæði um bjargræðistímann.39 Matthías Ólafsson lét í ljós svipuð viðhorf og spurði hvernig færi um búskap til sveita ef kaupafólk heimtaði lögboðinn, ákveðinn hvíldartíma, frá heyvinnu. Hann treysti því ekki að látið yrði staðar numið við hásetana og botnvörpu- skipaútgerðina.46 Jörundur Brynjólfsson lagði í umræðunum áherslu á sérstakar aðstæður háseta á botn- vörpungum sem sköpuðu aðra og meiri þörf 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.