Ný saga - 01.01.2001, Page 56

Ný saga - 01.01.2001, Page 56
Halldór Grönvold um að taka málið upp í samningum við út- gerðarmenn og fylgja því eftir með þeim þunga sem raunin varð á verður að skoðast með þetta í huga. Hér varð grundvallarreglan um að tryggja ætti sjómönnum viðunandi starfsskilyrði með lögum að víkja fyrir þeirri brýnu þörf sem komin var upp. Jafnframt ber að hafa hugfast að þrátt fyrir samningana árið 1950 og síðan árið 1954 héldu sjómenn áfram að knýja á um að 12 stunda hvíldin yrði lög- fest. Ökumerm fólksflutningabíla og stjórnendur véla, sem mönn- um gæti stafað hætta af, skyldu ekki vinna lengur en tólf klukku- stundir á sólar- hring Hvíldartími landverkaíolks Stytting vinnutíma var eitt helsta baráttumál verkalýðsfélaganna allt frá upphafi. Á fyrstu áralugum 20. aldar náðist almenn viðurkenn- ing í kjarasamningum á 10 stunda vinnudegi og um miðja öldina var 8 stunda dagvinna al- mennt viðurkennd með kjarasamningum. Áður hafði 6 daga vinnuvika verið viður- kennd og með lögum frá 1971 um 40 slunda vinnuviku var meginreglan um 8 stunda vinnudag 5 daga vikunnar lögleidd. í kjara- samningum var áherslan lögð á styttingu dag- vinnutímabilsins en ekki var samið um hvíld- artíma. Árið 1948 var lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um öryggisráðstafanir á vinnustöð- um. Frumvarpið var samið af stjórnskipaðri nefnd sem í sátu fulltrúar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, en flutningsmaður þess var Emil Jónsson, samgönguráðherra og einn af foringjum Alþýðuflokksins. Frumvarpið var mikið að vöxtum og víða komið við varð- andi öryggi og aðbúnað verkafólks. Kveðið var á um 8 klukkustunda samfellda lágmarks- hvíld á sólarhring frá vinnu. Ökumenn fólks- flutningabíla og stjórnendur véla, sem mönn- um gæti stafað hætta af, skyldu ekki vinna lengur en 12 klst. á sólarhring. Þá var ákvæði um að verkamenn skyldu fá hæfilega langan hvíldartíma með hæfilegu millibili.65 I greinargerð með frumvarpinu var bent á að engin samsvarandi almenn ákvæði væru í gildandi lögum sem tryggðu verkafólki lág- markshvíld. Hins vegar væru í gildi lög um hvíldartíma háseta á botnvörpuskipum. Vitn- að var til þess að í sambærilegri löggjöf er- lendri væri víða að finna ákvæði um lág- markshvíld og hámarksvinnutíma. Síðan sagði: I frumvarpi þessu er gert ráð fyrir, að verkamenn fái góðan aðbúnað við vinnu sína, næga birtu, nóg loftrými, næga endur- nýjun andrúmsloftsins, hæfilegan hita og annað eftir því, allt í því skyni, að verka- menn bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þetta eru kröfur þær, sem m.a. eru gerðar til vinnu- veitenda. Er þá til of mikils ætlazt af hvor- um tveggja, vinnuveitanda og verkamanni, að heilsunni sé ekki spillt að nauðsynja- lausu með of stuttum hvíldum?66 Frumvarpinu var vísað til iðnaðarnefndar sem klofnaði í málinu og var það ekki frekar á dagskrá að sinni.67 Frumvarpið var flutt aftur árin 1949 og 1950 af Emil Jónssyni, en nú sem þingmanna- frumvarp. Á þinginu 1950 fékksl nokkur um- ræða um málið áður en því var vísað frá með rökstuddri dagskrá. Þar kom m.a. fram að samkomulag hefði náðst í iðnaðarnefnd um nokkrar breytingar á frumvarpinu sem mið- uðu að því „að draga nokkuð úr þeim kröfum sem gerðar eru í frv..“68 Ekkert var þó hrófl- að við hvíldartímaákvæðunum. Hins vegar lagði Skúli Guðmundsson, framsóknarmaður og þingmaður Vestur-Húnvetninga, fram sér- stakt álit, sem m.a. gekk úl á að fella út úr frumvarpinu öll ákvæði um hvíldartíma og vinnutíma. Rök Skúla voru þau að hér væri um samningsatriði að ræða milli samtaka launafólks og atvinnurekenda. Hann sagði einnig að ef til vill mætti hugsa sé að setja ákvæði um lágmarkshvíld í lög, en þá ætti að það vera í sérstakri löggjöf og að betur alhug- uðu máli. Við annað tækifæri sagði Skúli hins vegar: „Eg held ekki að dæmi séu til þess nú, að verkamönnum sé skylt að vinna meira en 16 tíma. En ef verkamaður vill hins vegar vinna 17 tíma eða lengur, er það hans einka- mál.“69 Árið eftir voru loks samþykkt lög nr. 22/1951 um öryggisráðstafanir á vinnustöð- um. Með lögunum var lögbundin 8 klst. lág- markshvíld á sólarhring. I meðförum þingsins var gerð tilraun til að fella burt V. kafla frum- varpsins sem fjallaði um lágmarkshvíldina og hámarksvinnutíma ökumanna o.fl. en án ár- angurs. Hins vegar höfðu verið gerðar nokkr- 54
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.