Ný saga - 01.01.2001, Síða 62

Ný saga - 01.01.2001, Síða 62
Ragna Garðarsdóttir Mynd 1. Wolfgang Thierse í ræðustól þann 27. janúar árið 2000. Þar gerði hann grein fyrir skoðun- um sínum á því af hverju brýnt sé að reisa minnismerki < hjarta Berlínar um útrýmingarherferð- ina gegn gyðingum. mal). Eins og gefur að skilja á minnismerkið um útrýmingu gyðinga að gegna áminnandi hlutverki og varðveita minningu um forkast- anlegan verknað sem fyrir enga muni má end- urtaka sig.2 Margir sáu snemma mikla van- kanta á þessu máli öllu, þó af mismunandi ástæðum væri. Nokkuð bar á gremju hjá þýsk- um almenningi yfir því að þurfa nú enn og aft- ur að minnast þessarar óbætanlegu sektar og smánar, og í þetta sinn af völdum heljarmikils minnismerkis sem standa átti í hjarta spánýrr- ar höfuðborgar Þýskalands. Þeir sem báru þessar kenndir í brjósti sér töldu ekkert endi- lega að atburður þessi ætti að vera gleymdur og grafinn, heldur þótti þeim öllu heldur sem spáný höfuðborgin ætti fremur að vera tákn um betri framtíð en slæma fortíð. Þeir sem aftur á móti töldu að reisa ætti minnismerki um útrýmingu gyðinga virtust ekki hafa persónuárásir eða langsóttar ásak- anir á hendur Þýskalandi nútímans í huga. Þeir töldu minnismerkið annars vegar hafa al- mennt gildi sem víti til varnaðar og hins veg- ar álitu þeir það tjá virðingu við milljónir fórnarlamba og afkomendur þeirra.3 Það ligg- ur þó í augum uppi að slíkur virðingarvottur myndi aldrei rísa undir svo hlutleysislegum formerkjum. Akvörðunin um að reisa minnis- merkið felur í sér áminningu um að ekki megi gleyma því sem átti sér stað á nasistatímabil- inu, og að Þjóðverjar muni þurfa að lifa við þá skömm hvort sem þeim líkar betur eða verr. Síðast en ekki síst var frá upphafi ljóst að út- lit sjálfs minnismerkisins myndi koma til með að ráða úrslitum um hvernig minningunni yrði háttað og á hvaða forsendum hún ætti að höfða til fólks. Það fór reyndar svo að átökin um útlit minnismerkisins afhjúpuðu fyllilega þetta fyrirsjáanlega áhrifavald þess. Þeir sem valdið höfðu í þýsku samfélagi á meðan á átökunum stóð beittu því óspart til að móta útlit minnismerkisins í það form sem þeim þótti tilhlýðilegt. Sagnfræðingurinn Jeffrey Herf hefur gert þessari deilu um minnismerkið skil og telur í máli sínu upp talsvert af þeim rökum sem stuðningsmenn þess hafa sett fram. Hann telur þau einföldu rök bera af sem forseti þýska sambandsþingsins, Wolfgang Thierse, setti fram þegar ganga átti til kosninga um hvort ætti að reisa minnismerkið. Thierse taldi það vera til marks um mannlega reisn að taka á sig þá skömm sem fylgir því að lýsa yfir samfélgslegri ábyrgð á útrýmingu gyðinga á svo merkingar- bæran hátt.4 Með því að reisa minnismerkið í hjarta borgarinnar, sem var vel að merkja miðstöð gyðingaofsóknanna á sínum tíma, væri hugsanlega hægt að leggja drög að því að gangast við sektinni af þeirri einurð sem til þyrfti svo að allir aðilar gætu orðið sáttir. Mér þykir hins vegar stafa hættu af því að minnis- merkið verði reist á þessum forsendum, að með nýju árþúsundi aukist þörfin á að muna atburðina „rétt“, líkt og ekki sé gert ráð fyrir muninum á milli þess sem raunverulega gerð- ist og þeim heimildum, munnlegum eða skrif- legum, sem við höfum undir höndum. Mér þykja ennfremur staðhæfingar sunira sagn- fræðinga vera skringilegar um að nú sé runn- inn upp sá stórhættulegi tími þegar við höfum verri aðgang að atburðunum en áður.5 Ég held þvert á móti að atburðirnir séu það þrungnir sárindum og sektartilfinningu að fyrst nú sé von til að hægt verði að greiða úr verstu flækjunum án þess að snúist verði í ákafa vörn eða sókn sökum nálægðar við kyn- slóðir afbrotamanna og fórnarlamba.6 Form og útlit minnismerkisins sem bar sig- ur úr býtum í samkeppninni um álitlegasta minnismerkið vakti vonir mínar um að loks yrði valdinu dreift og grafið undan gildum og reglum um hvernig beri að minnast útrýming- anna. Form og útlit minnismerkisins tók þó snarlega stakkaskiptum eftir að stjórnmála- menn ásamt þeim sem höfðu umsjón með val- inu, hröklu annan listamanninn, Richard Serra, frá sköpunarverkinu og einskorðuðu sam- starfið við hinn sem eftir varð, arkitektinn 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.