Ný saga - 01.01.2001, Page 70
Myndir 1 og 2.
T.v. Slobodan
Milosevic forseti
Júgóslavíu ávarpar
Serba við Kosovo
Polje 28. júní 1989.
Þá voru liðin 600 ár
frá orrustunni við
Tyrki á þeim stað.
T.h. greiðir Ibrahim
fíugova leiðtogi
Kosovo-Albana
atkvæði íkosningum
sem Albanar skipu-
lögðu 1992 og komu
á fót eins konar
„skuggaráðuneyti".
Davíð Logi Sigurðsson
Fjötrar þjóðemishyggjunnar og
draumurinn um upprisu Títós
Kosovo, gamla Júgóslavía og átökin á Balkanskaga
________________________________________*
Tító var alltof ungur þegar hann dó, ekki nema
87 ára gamall. Hann hefði vel átt að geta
stjórnað í tuttugu ár í viðbót. Þá hefði gamla
Júgóslavía aldrei liðast í sundur, aldrei breysl í
blóðugan vígvöll.
Nehat Pljakic ísamtali við höfund, 17. mai 2001.
TÍTÓ HAFÐi EKKI legið nema rétt rúm-
lega áratug í gröf sinni þegar sósíalíska
sambandslýðveldið Júgóslavía tók að
liðast í sundur og stríð braust út á Balkan-
skaga.
Enn sér ekki fyrir endann á þeim liildar-
leik. Staða Bosníu-Herzegóvínu sem sambands-
ríkis tveggja lýðvelda, annars vegar serbnesks
lýðveldis og hins vegar ríkis múslima og
Króata, er í raun í óvissu. Svartfellingar hafa
sýnt lilburði í þá átt að slíta sambandinu við
Serbíu (saman skipa Svartfjallaland og Serbía
það sem eftir er af Júgóslavíu), og svo gæti
farið að Makedónía liðaðist í sundur í kjölfar
átaka sem orðið hafa milli slavneska meiri-
hlutans og Albana á þessu ári. Svo má ekki
gleyma Kosovo og Vojvodina, héruðum í
Serbíu sem að miklum hluta til eru byggð Al-
bönum annars vegar og Ungverjum hins veg-
ar.1
Nehat Pljakic, sem í daglegu tali er kallað-
ur Plaka, man þá tíð þegar íbúar Júgóslavíu
lifðu í sátt og samlyndi, áttu vingjarnleg sam-
skipti við Vesturveldin og Tító storkaði
Moskvustjórn eins og honum einum var lagið.
„Það fór allt í hundana eftir að Tító dó,“ seg-
ir Plaka.2 Málflutningur hans er til marks unt
að Tító var flestum harmdauði jafnvel þótt
stjórnarhættir hans hafi á stundum verið
harðneskjulegir.3
68