Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 71

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 71
Tító virðist ekki hafa gert ráð fyrir að neinn færi í fötin hans að honum gengnum. Þvert á móti skildi hann eftir sig flókna stjórnskipan sem fól í sér að forsæti í átta manna forsætisnefndinni (einn fulltrúi frá hverju lýðveldi og sjálfsstjórnarhéruðunum Kosovo og Vojvodina) gengi regulega milli manna. Leiðtogar lýðveldanna voru hins veg- ar fljótlega komnir í hár saman og spenna í samskiptum þjóðabrotanna í Júgóslavíu gaus upp á yfirborðið - en henni hafði Tító haldið niðri með ýmsum ráðum. Þjóðernissinnar með stórum staf komust til valda; Slobodan Milosevic í Serbíu og Franjo Tudjman í Króa- tíu þeirra sýnu verstir. Plaka, sem er á fimmtugsaldri, starfar fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Kosovo og samtal okkar um örlög gömlu Júgóslavíu fer frarn í bænum Brezovica, fallegu fjallaafdrepi í suðurhluta héraðsins. Einungis Serbar búa þar nú, verndaðir af úkraínskum liðsmönnum KFOR-fjölþjóða- hersins, sem lýtur yfirstjórn Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Kosovo og nú einnig Makedónía eru vettvangur þessa nýjasta kafla í harmsögu gömlu Júgóslavíu. Það er albönsk þjóðernishyggja sem nú stýrir atburða- rásinni. Auk Serba og Albana - en þeir síðar- nefndu telja unr 90% íbúanna - er einnig að finna talsverðan fjölda sígauna í Kosovo.4 Mynd 3. Josef Bros Titó (1892-1980) varð þjóðhetja þegar hann leiddi andspyrnu- hreyfingu Júgóslava gegn nasistum. Að styrjöldinni lokinni stjórnaði hann landinu með harðri hendi til dauðadags. Sjálfur er Plaka það sem kallað er „bosníak", sem merkir að hann er af slavnesku bergi brotinn en islamstrúar. Hann kveðst hins veg- ar alltaf hafa litið á sig sem Júgóslava. „Þeir bjuggu til öll þessi nýju heiti yfir þjóðabrot- in,“ segir hann, „en ég er og verð Júgóslavi. Tilheyri Júgóslavíu eins og hún var og hét á dögum Títós.“5 Plaka á sér ekki marga skoðanabræður í Kosovo í dag, þó að hér hafi verið lagt út frá eftirsjá hans eftir Títótímanum. Hashim Thaci, sem gegndi forystuhlutverki í Frelsis- her Kosovo (UCK) á meðan héraðið var hvað mest í heimsfréttunum 1998-99, hefur jafnvel ýjað að því að í raun hafi upplausn Júgóslavíu hugnast Kosovo-Albönum býsna vel; þeir hafi aldrei talið sig eiga heirna í því húsi.6 Jafnframt telja margir að kenna verði MONTENEGRO Pristina, Prisrén Kumanovo □OArakinovo Skopjc .Tirana ALBANIA Albanskir ibúar í meirihluta Mynd 4. Kort sem sýnir þau svæði i Serbíu, Svartfjaita- landi og Makedóniu auk Albaniu sjálfrar þar sem íbúarnir eru að mest- um hluta albanskir. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.