Ný saga - 01.01.2001, Page 73

Ný saga - 01.01.2001, Page 73
Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós herlögum í héraðinu og helltu þannig olíu á eldinn.11 Þessir atburðir áttu eftir að draga dilk á eftir sér og má segja að þeir hafi verið fyrsta vísbendingin um að ekki væri allt í sóm- anum í sæluríki Títós. í augum Albana voru harkaleg viðbrögð stjórnarinnar í Belgrad eindregin vísbending um að þeir yrðu alltaf beittir misrétti í Júgóslavíu hvað sem liði fögrum fyrirheitum.12 Serbum í Kosovo þótti á hinn bóginn einnig að sér þrengt. Mjög hafði dregið úr pólitísk- um forréttindum þeirra eftir umbætur Títós 1974 og á sama tíma hafði Albönum fjölgað ört. Árið 1981 var svo komið að Serbar töldu ekki nema 14,9% íbúa Kosovo en höfðu ver- ið 27,5% árið 1948. Þetta hlutfall var komið niður í 10,9% árið 1991. Þeir sem kusu að fara hvergi - átlu kannski ekki að neinu að hverfa - báru kvíðboga í brjósti sér fyrir framtíðinni. Tröllasögur um grimmd albanska meirihlut- ans flugu fjöllunum hærra en við slíkar að- stæður var serbnesk þjóðerniskennd líkleg til að vaxa og dafna.13 Það var við þessar aðstæður sem Slobodan Milosevic, sem fram að því hafði þótt ólíkleg- ur til pólitískra stórræða, skaust upp á stjörnuhimininn í stjórnmálum Júgóslavíu. Hann gerði málstað Kosovo-Serba að sínum, færði þeim þau skilaboð í stuttri ræðu sem hann hélt 24. apríl 1987 í Kosovo Polje að framvegis ætti engunr að líðast að beita þá misrétti. Án Kosovo væri engin Serbía, engin Júgóslavía, og Serbar hvarvetna ættu að sam- einast og snúast til varnar gegn andstæðingn- um, hvar svo sem hann væri að finna.14 Ræða sem Milosevic l'lutti í Kosovo Polje tveimur árum síðar þegar þess var minnst að sex hundruð ár voru liðin frá orrustunni við Tyrki markaði ekki síður þáttaskil í sögu gömlu Júgóslavíu. Hlýddu enda fleiri en Serbar á orð Milosevics. Hvirfilvindar þjóð- ernishyggjunnar blésu nú um alla Júgóslavíu og æ algengara varð að meðlimir forsætis- nefndar Júgóslavíu færu í hár sanran á fund- um hennar. Blöskraði rnönnum einkunr það sem þeir töldu vera pólitískan yfirgang Serba. Leið ekki á löngu uns Slóvenar og Króatar fóru að hugsa sér til hreyfings.15 Milosevic hafði afnumið sjálfsljórnarrétt- indi Kosovo eftir að hann varð forseti Serbíu 1989. í kjölfarið fylgdu pólitískar hreinsanir í valdakerfi héraðsins, fjölmiðlum, mennta- stofnunum og lögreglunni. Bækur og tímarit á albönsku voru fjarlægð úr ríkisreknum bóka- söfnum, ný námsskrá tekin í gagnið sem heimilaði aðeins kennslu á serbnesku. Komið var fyrir vopnuðum hermönnum í anddyri skólanna til að varna þeim inngöngu sem mótfallnir voru þessari nýju námsskrá. Engan þarf að undra að þessar breytingar gerðu út um veikar vonir um friðsamlega sambúð Al- bana og Serba.16 Kosovo-Albanar áttu hins vegar ekki þann valkost að hefja vopnaða þjóðfrelsisbar- áttu líkt og nágrannaþjóðirnar. Það var að minnsta kosti mat leiðtoga þeirra, Ibrahims Rugova, senr taldi ljóst að Albanir hefðu ekki burði til að standa upp í hárinu á Serbum. Mat hann stöðuna þannig að Serbar væru lík- legir til að beita sérstaklega grimmdarlegum aðferðum til að berja niður uppreisn í Kosovo. Ekkert vit væri í því að gefa þeim til- efni til þess. „Við erum á þeirri skoðun að það sé betra að hafast ekkert að og halda þannig lífi l'rern- ur en láta brytja okkur í spað,“ ritaði Rugova um það leyti sem stríð var að skella á í Bosn- íu 1992.17 Réttara væri aö bíða átekta og treysta á að málefni Kosovo yrðu tekin á dagskrá þegar sest yrði við samningaborð- ið. Taldi Rugova sig hafa ástæðu til að ætla Mynd 6. Þegar keyrt er um þjóðveginn sem liggur frá Pristina að landamærum Makedóníu er enn hægt að sjá minjar um eyðilegginguna frá stríðinu 1999. Albanir hafa verið duglegir við að hefna sin á Serbum eftir að þeir sneru til baka. I sumum tiifellum hafa öll hús í þorpum þar sem Serbar bjuggu verið eyðilögð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.