Ný saga - 01.01.2001, Side 74

Ný saga - 01.01.2001, Side 74
Davíð Logi Sigurðsson að Vesturveldin myndu skakka leikinn ef Milosevic gengi of langt í Kosovo.18 Rugova boðaði í staðinn eins konar „borg- aralega óhlýðni“ (civil disobedience). Komið var á fót stofnunum og skólum sem störfuðu samhliða en utan við hið formlega stjórnvald Serba. Lýst var yfir stofnun lýðveldis í Kosovo og Rugova var dubbaður upp í emb- ætti forseta. Kosovo-Albanar fylktu sér á bak við þessa stefnu á meðan barist var til síðasta blóðdropa í Bosníu.19 Mynd 7. í Pristina er enn margt sem minnir á loftárásir NATO. Á myndinni má sjá það sem eftir er af höfuðstöðv- um serbneskra yfirvalda í miðbæ borgarinnar en byggingin varð fyrir flugskeyta- árás 1999. Lærðu sína lexíu Kosovo „gleymdist" hins vegar þegar sarnið var um frið í Bosníu haustið 1995 með Dayton-samningunum svokölluðu. Richard Holbrooke, sem stýrði friðarvið- ræðunum sem fóru fram í Ohio í Bandaríkj- unum, hefur lýst aðdraganda samninganna í bókinni To End ci War. Þar segir hann frá því hvar þeir Milosevic fengu sér göngu um her- flugvöllinn, þar sem samningaviðræðurnar fóru fram. Um eitt hundrað Bandaríkjamenn af albönskum uppruna voru mættir með kröfuspjöld til að minna á málstað Kosovo og segist Holbrooke hafa stungið upp á því við Milosevic að þeir ættu spjall við hópinn. Þessu hafnaði Milosevic og sagði byrstur að þetta fólk væri augljóslega á mála hjá fjand- mönnum Serba. Að málefni Kosovo væru innanríkismál Serba og að þeir myndu taka á því einir og óstuddir. Holbrooke lætur þau ummæli falla að hann hafi átt erfitl með að fallast á þessi orð.20 Nú er það svo að samningamenn í Dayton áttu sannarlega fullt í fangi með það eitt að stöðva blóðbaðið í Bosníu. Engu að síður vekur nokkra athygli að svo er ekki að sjá al' bók Holbrookes að Kosovo hafi komið aftur til tals við samningaborðið í Dayton. Vissu menn þó vel að Kosovo var pólitísk púður- tunna auk þess sem upphaf átakanna í Júgóslavíu mátti jú rekja til atburða sem áttu sér þar stað á níunda áratugnum, eins og hér hefur verið rakið að framan.21 Samningarnir voru Kosovo-Albönum enda mikið áfall. Stoðunum var kippt undan stefnu Rugovas og sú trú hans að Vesturveldin myndu á endanum „verðlauna“ Kosovo-Al- bana fyrir „góða hegðun“ var afhjúpuð sem helber misskilningur. Þvert á móti sátu þeir eftir í rústum Júgóslavíu og máttu fylgjast með því hvar Milosevic tók við þökkum leið- toga Vesturveldanna fyrir þátt sinn í því að binda endi á Bosníustríðið.22 Yngri menn sem höfðu fallist á að bíða átekta töldu það nú hafa sannast að einungis með vopnaskaki tækist Albönum í Kosovo að ná fram sjálfstæði, rödd friðarsinna væri hjáróma og veik á taflborði stórveldanna. Þessum öflum varð ekki lengur haldið í skefj- um og áform um vopnaða sjálfstæðisbaráttu voru nú rædd fyrir opnum tjöldum meðal út- lægra Albana í Sviss, Þýskalandi, Albaníu og víðar.23 Þess þurfti heldur ekki lengi að bíða að látið væri til skarar skríða - aðeins fimm mánuðum eftir undirskrift Dayton-samning- anna lágu fimm Serbar í valnum, fyrstu fórn- arlömb UCK.24 Skæruhernaður UCK gegn serbneskum ör- yggissveitum í Kosovo fór stigvaxandi á árun- um 1996-98. Fjármálahrunið í Albaníu 1997 skipti sköpum en því fylgdi almennt stjórn- leysi í landinu sem þýddi að auðvelt var að nálgast vopn er áður tilheyrðu albanska stjórnarhernuni. Frá Albaníu báru liðsmenn UCK þau yfir fjöllin blá til Kosovo. Serbnesk yfirvöld fyrirskipuðu fyrir sitt leyti sífellt harkalegri aðgerðir til að stemma stigu við mótspyrnunni í Kosovo. Virtist þar enginn greinarmunur gerður á óbreyttum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.