Ný saga - 01.01.2001, Síða 75

Ný saga - 01.01.2001, Síða 75
Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós borgurum og skæruliðum. Þannig felldu ör- yggissveitir Serba á þriðja lug borgara í Dren- ica í lok febrúar 1998 og 58 féllu skömmu síð- ar í Prekaz. Er óhætt að fullyrða að serbnesk stjórnvöld hafi sjálf borið höfuðábyrgð á því að UCK „komst á kortið" sem „frelsisher“, í augum Albana sjálfra, svo og umheimsins sem nú var tekinn að fylgjast grannt með gangi mála.25 Sáttasemjarinn Holbrooke var sendur út af örkinni á nýjan leik og í október 1998 lét Milosevic undan þrýstingi þegar hann sam- þykkti að kalla herlið sitt frá Kosovo og hleypa eftirlitsfólki á vegum ÖSE inn. Allt fór hins vegar í sama farið enda ljóst að hvorki skæruliðarnir né serbnesk yfirvöld ætluðu í raun að virða það samkomulag sem gert hafði verið. Miðuðust allar aðgerðir UCK að því að storka Serbum til að beita ofurefli. Þessi að- ferð gekk mætavel upp því eftir að skærulið- arnir höfðu myrt fjóra serbneska lögreglu- menn í janúar 1999 nærri þorpinu Racak suð- vestur af Pristina létu Serbar til skarar skríða af fullum krafti. Lágu 45 Albanar í valnum að morgni 16. janúar. Ljósmyndir af hinum látnu birtust í öllum helstu ljölmiðlum á Vestur- löndunum og vöktu sterk viðbrögö. Er óhætt að segja að enginn einn atburður hafi ráðið jafn miklu um að NATO-ríkin ákváðu í mars það ár að efna til hernaðaraðgerða gegn Júgóslavíu, skömmu eftir að friðarviðræður í Rambouillet í Frakklandi höfðu farið út um þúfur.26 Serbum launað lambið gráa Talið er að meira en líu þúsund Albanar hafi verið myrtir í aðgerðum serbneskra öryggis- sveita á meðan á 78 daga löngum hernaðarað- gerðum NATO stóð í Júgóslavíu. Yfir átta hundruð þúsund manns voru hrakin frá heim- ilurn sínum og flúðu flestir til nágrannaríkj- anna Makedóníu og Albaníu. Kosovo-Albanar snéru aftur til síns heima í hefndarhug í júní 1999. Leiðtogar UCK nýttu sér pólitískt tómarúm til liins ítrasta fyrstu vikurnar eftir að hernaðaraðgerðunum lauk, hrifsuðu til sín öll völd og hófu ofsóknir gegn Serbum búsettum í Kosovo. Þeim hefur ekki linnt þó að Sameinuðu þjóðirnar hafi um síðir náð að koma skikkan á skipan mála. Ekki er vitað um afdril' meira en eitt þúsund Kosovo-Serba á þessari stundu. Serbar sem ekki hafa tekið þann kostinn að flýja Kosovo hafa þurft að koma sér fyrir í afdrepum eins og bænum Brezovica, þar sem við hittum Plaka í upphafi þessa erindis. Næstum engir Serbar eru eftir í Pristina. I Pasjane, stærsta Serbaþorpinu í nágrenni borgarinnar Gnjilane (Gjilan á albönsku) í suðausturhluta Kosovo, er 80% atvinnuleysi um þessar mundir. Ástandið er svipað í Brezovica. Tvisvar í viku býðst Serbunum þar að halda í fylgd herbíla KFOR áleiðis að Serbíu. Þeir voga sér sjaldnast að yfirgefa þorpið án fylgdar en reynslan sýnir þó að aldrei er fullkontlega hægt að tryggja öryggi þeirra. Þannig féllu 11 Serbar þegar öfga- menn sprengdu í loft upp langferðabíl nálægt Podujevo í norðausturhluta Kosovo í febrúar 2001. Breytti engu að rútan naut verndar KFOR. Sveitir Serba reyndu að hreinsa Kosovo af Albönum eftir að hernaðaraðgerðir NATO Mynd 8. Albanskir íbúar i þorpinu Ftacak virða fyrir sér lik þorpsbúa sem öryggissveitir Serba tóku af lifi 15. janúar 1999. Þá urðu kaflaskil í stríðinu i Júgóslaviu. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.