Ný saga - 01.01.2001, Síða 79

Ný saga - 01.01.2001, Síða 79
Halldór Bjarnason Gestir úr fortíðinni - á nýjum fötum Straumar og stefnur í íslenskri heimildaútgáfu 1995-99 Bortíðin er annað land, hefur stund- um verið sagt. Þetta sést best á því þeg- ar við rekumst á heimildaútgáfur, sem eru gamlir og stundum framandi textar, ann- að hvort endurútgáfur prentaðra rita eða skrif sem aldrei hafa birst á prenti. Flestir eru vanastir því að fortíðin komi til þeirra í bún- ingi sagnfræðirita og -greina, ritsmíða sem innihalda sögulegar staðreyndir og túlkun þeirra fyrir samtíðarmenn. Hví skyldu þá ganrlir textar eiga erindi við samtímann? Er það ekki hlutverk sagnfræðinga og annarra fræðinga að lesa þessa texta, tengja saman vitnisburði þeirra, velja úr þeim staðreyndir til að segja frá og vefa saman við þær sinn skilning á söguþróuninni? En málið er ekki svo einfalt því tengslin milli fortíðarinnar (þess sem gerðist) og sagn- fræðiritsmíða (túlkunar sagnfræðinga á for- tíðinni) eru ekki sjálfgefin. Þeir málvísinda- menn og heimspekingar á fyrri hluta 20. aldar sem kenndir hafa verið við formgerðarstefnu (strúktúralisma) benlu meðal annars á að merking orða markaðist af táknkerfinu í heild og orðunum og merkingarvenslum þeirra en ekki einhverju einföldu santbandi orðanna og fyrirbæranna. Því lægi merkingin ekki í orð- unurn heldur væru hún lögð í orðin (textann) og alkunna er að merking orða breytist í tím- ans rás og er jafnvel eilítið mismunandi frá einum manni til annars. Vegna málbreytinga er þessi merkingarlegi vandi langtum nteiri þegar um gamla texta er að ræða heldur en yngri texta. Síðan liafa ýrnsir fræðimenn fyrir áhrif póststrúktúralisma bent á hvernig orð- ræðuhefðir, félagslegar eða menningarbundn- ar stofnanir, og samfélagsgerðir móta það um hvaða efni textar eru skapaðir, fyrir hverja, af hverjum, og hvernig þeir eru samdir.1 Vegna samfélagsbreytinga er þessi aðferðafræðilegi vandi mjög áþreifanlegur þegar gamlir textar eiga í hlut. Af þessu má ljóst vera að garnlir textar eiga ekki síður erindi til okkar en sagnfræðirit- smíðar, meðal annars vegna þess að þeir gefa beinna samband við fortíðina að því leyti sem hún birtist í textunum. Lesandinn er eins og maður sem hittir höfund textans í eigin per- sónu í stað þess að kynnast honum með sagn- fræðinginn sem millilið. Hann sér og les með eigin augum um hvers konar viðfangsefni höfundurinn tjáir sig, skemmtir sér yfir frarn- andlegu málfari, óvenjulegum merkingum orða, og dáist eða hneykslast kannski á við- horfum hans. Lesanda sem les garnlan texta í heimildaútgáfu mætti líkja við mann sem hitt- ir fyrir framandi fólk í öðru samfélagi - en er samt í samtímanum. Garnlir textar veita líka oft nteiri vitneskju um sumt en sagnfræðirit- smíðar, því alltaf verður að velja og hafna við úrvinnslu heimildaforðans, og svo eru ekki til sagnfræðilegar ritsmíðar unt allt mögulegt. Eftir sem áður er jafn rnikil þörf fyrir sagn- fræðiritsmíðarnar, bæði háfræðilegar og al- þýðlegar, því þær og gamlir textar kallast óhjákvæmilega á og eru tæki okkar til að skýra fyrir okkur fortíðina og skilja hana. Ekki er sjálfgefið hvernig ganga skuli frá gömlunr textum lil útgáfu og ræðst það að sjálfsögðu af því hverjir vinna verkið og hver tilgangurinn með útgáfunni er. Heimildaút- gáfum má raunar raða upp á ás nreð tveimur gagnstæðuni pólunt el'tir því hvernig að þeirn er staðið. Á öðrurn enda ássins eru fræðilegar heimildaútgáfur eða textaútgáfur. Þar eru á ferðinni stafréttar og bandréttar útgáfur text- anna, yfirleitt alltaf með fræðilegunt inngangi og fleiri eða færri skrám lil að auka notagildi bókanna, og stundum fylgja orðskýringar, orðaþýðingar, viðaukar, og fleira. Slíkum Lesandinn er eins og maður sem hittir höfund textans í eigin persónu í stað þess að kynnast honum með sagnfræð- inginn sem millilið AF BÓKUM 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.