Ný saga - 01.01.2001, Síða 81

Ný saga - 01.01.2001, Síða 81
efnisflokkun þessara lieimildaútgáfna, því hún gat verið margvísleg, en niðurstaðan varð sú að styðjast við einfalda og sumpart heima- tilbúna flokkun, sem eflaust má deila um. Bókunum var skipt í eftirfarandi flokka: al- menna íslenska og erlenda sögu, þjóðfélags- málefni samtímans, hlutlægar lýsingar, og persónuheimildir (tal'la 1). Á sviði almennrar íslandssögu höfðu þrír titlar að geyma meira eða minna almenn söguyfirlit eða voru hluti slíkra útgáfna. Hér voru á ferðinni útgáfa á biskupasögum frá 14. öld, héraðssaga í 19. aldar stíl (Húnvetninga saga eftir Gísla Konráðsson og Jón Espólín), og lykilbók tilheyrandi annálaútgáfu (Annála 1400-1800). Fjöldi titlanna segir þó ekki alla söguna því í tilfelli Húnvetninga sögtt var um þriggja binda verk að ræða. Einnig komu út tvær bækur um erlenda sögu, nánar tiltekið um svo ólík efni sem Frakkland á seinni öld- um (Frakklandssaga eftir Sölva Helgason) og Gyðinga fram að Kristburði (Gyðinga saga). Alls voru því fimm heimildaútgáfur um ís- Ienska og erlenda sögu. Tvær aðrar bækur fjölluðu reyndar um fortíðina en um sérhæfð efni og flokkast því annars staðar.4 Tíu bækur fjölluðu um þjóðfélagsmálefni eða samfélagsgerðina, ýmist í samtíð höfund- anna eða fortíðinni. Gerð var tilraun til að flokka þær nánar eflir því hvort þær fjölluðu um veraldleg málefni, menningu, eða trúar- málefni. Nauðsynlegt er samt að taka fram að bækurnar falla ekki allar auðveldlega í þessa undirflokka því sumir höfundar koma víða við. Um veraldleg málefni eða þjóðfélags- Gestir úr fortíðinni - á nýjum fötum Tafla 1. Flokkun hcimildaútgáfna 1995-99 eftir efni tcxtanna Endurútgáfur Frumútgáfur Alls Sögurit (almenns efnis) íslensk 1 2 3 erlend 1 1 2 Þjóðfélagsmálefni Veraldleg mál 1 2 3 Menning 2 3 5 Trúarmálefni 2 2 Hlutlægar lýsingar Almenn náttúrufræði 1 1 Lýsingar á landi og þjóð 1 1 2 Persónuheimildir Almenn efni (innra líf) 3 3 Afmörkuð efni (ylra líf) 3 3 Titlar alls 9 15 24 skipan og valdsljórn ber einkum að nefna þrjár bækur en það eru Rœður Hjálmars á Bjargi eftir Magnús Stephensen, Hagþenkir eftir Jón Olafsson úr Grunnavík, og ýmislegt í greinasafni þess síðarnefnda, Vitjun sína vakta ber, er af sama toga þótt sú bók fjalli um bæði veraldleg mál og menningarmál. Á sviði menningarmála má telja fimm útgáfur. Ein fjallaði um tilhlýðilega brúðkaupssiði að mati höfundarins, en það er Uppkast til for- sagna um brúðkatipssiðit hér á landi eftir Eggert Olafsson. Önnur gaf góð ráð uin fram- andi mataruppskriftir en það var Einfalt mat- reiðsluvasakver fyrir heldri ntanna húsfreyjur, sem Magnús Stephensen samdi en gaf út und- ir nafni Mörtu Maríu Stephensens. Tvær bæk- ur voru svo um íslenskt mál. Önnur var orða- bók, Lexicon Islandicum eftir Guðmund Andrésson, en hin mállýsing, Grammatica Is- landica. íslensk málfrœði eftir Jón Magnús- son. Að lokum var svo ein heimildaútgáfan um bókmenntir og innihélt ritsmíðar Jóns Guðmundssonar lærða um efni Snorra-Eddu. Að síðustu voru um trúarmálefni tvær bækur, Vídalínspostilla Jóns Vídalíns og Maríukver: Sögur og kvœði afheilagri guðsmóður en efni beggja bókanna var að sjálfsögðu ætlað að efla guðrækni og kristnilega breytni meðal ís- lendinga. AF BÓKUM 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.