Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 81
efnisflokkun þessara lieimildaútgáfna, því
hún gat verið margvísleg, en niðurstaðan varð
sú að styðjast við einfalda og sumpart heima-
tilbúna flokkun, sem eflaust má deila um.
Bókunum var skipt í eftirfarandi flokka: al-
menna íslenska og erlenda sögu, þjóðfélags-
málefni samtímans, hlutlægar lýsingar, og
persónuheimildir (tal'la 1).
Á sviði almennrar íslandssögu höfðu þrír
titlar að geyma meira eða minna almenn
söguyfirlit eða voru hluti slíkra útgáfna. Hér
voru á ferðinni útgáfa á biskupasögum frá 14.
öld, héraðssaga í 19. aldar stíl (Húnvetninga
saga eftir Gísla Konráðsson og Jón Espólín),
og lykilbók tilheyrandi annálaútgáfu (Annála
1400-1800). Fjöldi titlanna segir þó ekki alla
söguna því í tilfelli Húnvetninga sögtt var um
þriggja binda verk að ræða. Einnig komu út
tvær bækur um erlenda sögu, nánar tiltekið
um svo ólík efni sem Frakkland á seinni öld-
um (Frakklandssaga eftir Sölva Helgason) og
Gyðinga fram að Kristburði (Gyðinga saga).
Alls voru því fimm heimildaútgáfur um ís-
Ienska og erlenda sögu. Tvær aðrar bækur
fjölluðu reyndar um fortíðina en um sérhæfð
efni og flokkast því annars staðar.4
Tíu bækur fjölluðu um þjóðfélagsmálefni
eða samfélagsgerðina, ýmist í samtíð höfund-
anna eða fortíðinni. Gerð var tilraun til að
flokka þær nánar eflir því hvort þær fjölluðu
um veraldleg málefni, menningu, eða trúar-
málefni. Nauðsynlegt er samt að taka fram að
bækurnar falla ekki allar auðveldlega í þessa
undirflokka því sumir höfundar koma víða
við. Um veraldleg málefni eða þjóðfélags-
Gestir úr fortíðinni - á nýjum fötum
Tafla 1. Flokkun hcimildaútgáfna 1995-99 eftir efni tcxtanna
Endurútgáfur Frumútgáfur Alls
Sögurit (almenns efnis)
íslensk 1 2 3
erlend 1 1 2
Þjóðfélagsmálefni
Veraldleg mál 1 2 3
Menning 2 3 5
Trúarmálefni 2 2
Hlutlægar lýsingar
Almenn náttúrufræði 1 1
Lýsingar á landi og þjóð 1 1 2
Persónuheimildir
Almenn efni (innra líf) 3 3
Afmörkuð efni (ylra líf) 3 3
Titlar alls 9 15 24
skipan og valdsljórn ber einkum að nefna
þrjár bækur en það eru Rœður Hjálmars á
Bjargi eftir Magnús Stephensen, Hagþenkir
eftir Jón Olafsson úr Grunnavík, og ýmislegt
í greinasafni þess síðarnefnda, Vitjun sína
vakta ber, er af sama toga þótt sú bók fjalli
um bæði veraldleg mál og menningarmál. Á
sviði menningarmála má telja fimm útgáfur.
Ein fjallaði um tilhlýðilega brúðkaupssiði að
mati höfundarins, en það er Uppkast til for-
sagna um brúðkatipssiðit hér á landi eftir
Eggert Olafsson. Önnur gaf góð ráð uin fram-
andi mataruppskriftir en það var Einfalt mat-
reiðsluvasakver fyrir heldri ntanna húsfreyjur,
sem Magnús Stephensen samdi en gaf út und-
ir nafni Mörtu Maríu Stephensens. Tvær bæk-
ur voru svo um íslenskt mál. Önnur var orða-
bók, Lexicon Islandicum eftir Guðmund
Andrésson, en hin mállýsing, Grammatica Is-
landica. íslensk málfrœði eftir Jón Magnús-
son. Að lokum var svo ein heimildaútgáfan
um bókmenntir og innihélt ritsmíðar Jóns
Guðmundssonar lærða um efni Snorra-Eddu.
Að síðustu voru um trúarmálefni tvær bækur,
Vídalínspostilla Jóns Vídalíns og Maríukver:
Sögur og kvœði afheilagri guðsmóður en efni
beggja bókanna var að sjálfsögðu ætlað að
efla guðrækni og kristnilega breytni meðal ís-
lendinga.
AF
BÓKUM
79