Ný saga - 01.01.2001, Side 83

Ný saga - 01.01.2001, Side 83
tugum og má þar benda á útgáfustarf Orða- bókar Háskóla íslands. Og hvort sem það er tilviljun eða merki um breyttan áhuga, þá er allnokkuð nýnæmi að bókunum tveimur á sviði erlendrar sögu. Önnur þeirra tilheyrir að vísu fornritaarfinum, og má því að vissu marki skoðasl sem hluti af eldri útgáfuhefð. Útgáfa hinnar bókarinnar, Frakklandssögu Sölva Helgasonar, er hins vegar nýstárlegt framtak, en það má kannski tengja óbeint ákveðinni nýjung sem greina má með útgáfu sumra persónuheimildanna er komu út. Það nýstárlega í flokki persónuheimild- anna er annars tvennt. Fyrst er það að hvort heldur höfundarnir eru meira eða minna þjóðkunnir eða alls óþekkt almúgafólk, þá var helmingur bókanna gefinn út af því að út- gefendurnir litu á þær sem athyglisverða heimild um innra líf viðkomandi, fremur en ytra líf þess. Sálarlíf fólksins, upplifun eða skynjun þeirra á huglægu og hlutlægu unr- hverfi sínu og viðbrögð við því ásamt hug- renningum eru í aðalhlutverki, en ekki hinir ytri atburðir sem viðkomandi eru þátttakend- ur í eða gerendur að. Hinn helmingur bók- anna var aðallega gefinn út vegna hins ytri veruleika sem persónuheimildirnar vitna um.6 í þessari stefnubreytingu á sagnfræði- legri notkun persónuheimilda má sjá vaxandi vinsældir félagssögunnar á seinni árum og þeirra hugmyndastrauma senr hafa haft áhrif innan hennar. Hitt sem er nýstárlegt við persónuheimild- irnar er áherslan á líf alþýðufólks. Hún er í góðu samræmi við áhugann á viðhorfum og Gestir úr fortíðinni - á nýjum fötum Tafla 2. Flokkun heiinildaútgáfna 1995-99 eftir aldri textanna Endurútgáfur Frumútgáfur Alls fyrir 1550 3 3 1550-1700 2 1 3 1700-1850 3 7 10 1850-1914 1 6 7 Óflokkanleg 1 1 Titlar alls 9 15 24 siðferði sem áður var getið, því að þær bækur voru frá hendi yfirstéttarhöfunda og lær- dómsmanna en hér koma fram viðhorf al- þýðufólks. Þessi áhersla á alþýðu er frernur ný af nálinni því enda þótt persónulegar heimildir hafi verið gildur þáttur í íslenskri bókaútgáfu á 20. öld, þá fer vart á milli mála að tilgangur útgefenda áður fyrr var jafnan sá að gefa út persónuheimildir merkra manna eða persónuheimildir sem væru markverkar fyrir þjóðarsöguna. Því var ekki verið að gefa út persónuheimildir alþýðufólks, hvað þá ut- angarðsfólks í einhverjum skilningi, því þær þótlu ekki varpa neinu ljósi á þjóðarsöguna eins og menn litu á hana lengi vel. Að öllu samanlögðu má því segja að útgáfa að minnsta kosti tíu bókanna, jafnvel frekar tólf þeirra eða ívið fleiri, beri nýjum straum- urn vitni. Samkvæmt því er þá útgáfa um helmings bókanna framhald eldri útgáfu- hefða. Hér er að vísu erfitt að telja nákvæm- lega hvorum ntegin hryggjar einstakar bækur liggja í þessu tilliti, og auk þess skortir saman- burð við eldri tíma. Ályktunum í þessu efni verður því að taka með nokkrunr fyrirvara, en því verður vart í nróti mælt að nokkur endur- nýjun virðist í gangi. Þegar endurútgáfurnar og frumútgáfurnar eru flokkaðar eftir tímabilum kemur í ljós að þeim nrun meira er gefið út sem nær dregur í tíma. Er ekki gott að segja hvort það er breyt- ing frá því sem áður var því samanburð skort- ir. Frá liðlega sextíu ára tímabilinu 1850-1914 komu út sjö titlar samtals (tafla 2).7 Frá næstu 150 árum þar á undan (1700-1850), en þá bar 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.