Ný saga - 01.01.2001, Síða 84
Halldór Bjarnason
Tafla 3. Flokkun heimildaíítgáfna 1995-99 eftir útgáfumáta
Endurútgáfur Frumútgáfur Alls
Fræðilegar útgáfur Ólíkar nútímamáli 4 3 7
Líkar nútímamáli 5 5
Blandaðar útgáfur 1 5 6
Lesútgáfur 4 2 6
Titlar alls 9 15 24
hæst upplýsingarstefnuna sem setti mikið
mark á bókaútgáfu, komu út tíu titlar alls.8
Greinilegt er að mestur áhugi er á því skeiði
Islandssögunnar þegar þjóðlífsbreytingarnar
miklu byrjuðu og ísland fór inn á þær brautir
sem samfélagið einkennist núna af. í því sam-
bandi er athyglisvert að af ritunum sjö frá
1850-1914 voru fimm þeirra persónuheimild-
ir að formi til. Það bendir til að menn vilji
nota nýjar tegundir af heimildum til að skilja
betur hin víðtæku áhrif þjóðfélagsumbylt-
ingarinnar og þá um leið kanna ný svið sem
hafi verið vanrækt í rannsóknum á þessu
tímabili.
Annað sem er athyglisvert í sambandi við
tímabilaskiptinguna er hve miklu meiri áhugi
virðist vera á upplýsingarskeiðinu í víðum
skilningi (1700 til 1850) samanborið við næstu
150 ár þar á undan. Milli 1550 og 1700 urðu
þó miklir atburðir og afdrifaríkar breytingar
t.d. í menningarheimi Islendinga og jafnvel
meiri en milli 1700 og 1850. Upphaf nýaldar
virðist samt ekki jafn áhugavert í augum út-
gefenda og skeiðið á eftir, því aðeins þrjár
heimildaútgáfur tilheyra fyrra skeiðinu.9
Áhuginn á miðöldum virðist vera álíka lítill,
því einungis þrjár aðrar bækur innihalda texta
frá því fyrir 1550, en þetta eru Gyðinga saga,
Biskupa sögur og Maríukver. Hins vegar má
halda því fram að þessar þrjár bækur hafi
einkum verið gefnar út af því að þær séu hluti
af fornritaarfi okkar. Hvað sem því líður er
vandséð hvernig stendur á þessu tómlæti um
miðaldir, þegar fornbókmenntarfinum slepp-
ir, og um upphaf nýaldar.10
Býsna fjölmennur hópur útgefenda stend-
ur að heimildaútgáfum á Islandi eins og sést á
því að sextán útgefendur og meðútgefendur
stóðu að þessum 24 ritum frá 1995-99. Meiri-
hluti útgefendanna gaf út aðeins einn titil
hver en atkvæðamestir voru Háskólaútgáfan
með sex titla, Stofnun Árna Magnússonar á
Islandi með þrjá og Hið íslenzka bókmennta-
félag með þrjá. Ekki er þetta að undra því
stofnanir og útgáfur tengdar þeim hafa
kannski helst áhuga á og jafnl'ramt bolmagn
til að kosta siík rit, að minnsta kosti þau
fræðilegri. Háskóli íslands gegnir hér mikil-
vægu hlutverki því auk Háskólaútgáfunnar og
Árnastofnunar stóð Orðabókin að einu riti og
runnu því alls tíu af bókunum 24 að öllu eða
nokkru leyti undan rifjum Háskólans. Sýnir
þetta mikilvægi hans fyrir útgáfu heimildarita
á Islandi.
Þegar heimildaútgáfum er flett vaknar
óhjákvæmilega sú spurning hverjum séu slík
rit einkum ætluð. Til glöggvunar á þessu var
ritunum 24 skipt í þrjá flokka. Til fræðilegra
útgáfna töldust þeir textar sem voru gefnir út
stafrétt og undantekningarlaust fylgdu þeim
einhverjar skrár auk annars. Til lesútgáfna
töldust þeir textar sem birtust með nútíma-
stafsetningu og þar sem allar skrár skorti jafn-
framt, t.d. um nöfn, staði og annað sem hefði
getað fylgt með og komið lesendum að gagni.
Til blandaðs flokks töldust þeir textar sem
voru gefnir út með nútímastafsetningu en þar
sem með fylgdu einhverjar eða allar þær skrár
sem æskilegar mega teljast. Útkoman var sú
að tólf titlanna töldust til fræðilega flokksins,
og sex titlar alls til blandaða flokksins (tafla
3).11 Hreinar lesútgáfur voru því fremur fáar
eða sex, enda er meiri akkur í blönduðu út-
gáfunum, ef nútímastafsetning er á annað
borð notuð, því þá koma þær að betri not-
um.12
Þetta segir samt ekki alla söguna unr nota-
gildi bókanna fyrir afþreyingarlestur því
mörg 19. aldar rilanna, einkum þau frá seinni
helmingi aldarinnar og eftir 1900, eru svo
nauðalík nútímamáli að lítill vandi er að njóta
þeirra og lesa greiðlega þótt þau séu gefin út
stafrétt. Alhuga ber líka að þegar um latínu-
texta var að ræða var gefin þýðing á nútíma-
íslensku við hlið frumtextans. Því voru ein-
82