Ný saga - 01.01.2001, Page 86

Ný saga - 01.01.2001, Page 86
Halldór Bjarnason AF BÓKUM VIT.JÖN SÍNA VAKTA BER Safn greina ef(ir Jón Olafsson úr Orunnavík CMvUJr (irunmvtkur-IÓM O* llí»kuJ*jl|tíf«n andi verksins hefur búið honum í hendurnar af skrám. Annar augljós kostur er sá að hægt er að laga og endurbæta rafrænar útgáfur fyr- irhafnarlítið og bæta smátt og smátt við þær, ekki síst ef um netútgáfu er að ræða. Rafræn útgáfa á gömlum textum á samt miklu oftar rétt á sér en í þessum tilvikum og virðist geisladiskaútgáfa vera kjörin fyrir út- gáfur á stökum ritsmíðum eða efnislega tengdum en þó afmörkuðum textum. Einkum og sér í lagi eru geisladiskar kjörnir fyrir allar stærri útgáfur og þær sem eiga fræðilegastar að vera. í þessu samhengi má nefna geisladisk þann er Mál og menning gaf út árið 1998, ís- lendingasögur: Orðstöðulykill og texti. Hann inniheldur allar íslendingasögurnar, eins og nafnið gefur til kynna, og ótal skrár. Dæmi um heimildaútgáfur, sem hér hafa verið ræddar og hefðu sómt sér vel á geisla- diski og gert kleift að nýta fjármagnið miklu betur en ella, eru þrjú viðamikil og vönduð rit frá hendi Stofnunar Arna Magnússonar á Is- landi. Fyrsta dæmið er Gyðinga saga sem er safn 13. aldar texta þar sem rakin er saga gyð- inga á síðustu öldunum fyrir Kristburð, og jafn- framt er birtur texti þeirra gömlu erlendu sagna sem hafðar voru til hliðsjónar við sam- ingu sögunnar á íslensku. Annað dæmið er doktorsrit Einars G. Péturssonar en það er um tvær ritsmíðar Jóns Guðmundssonar lærða, sem uppi var á 17. öld. Ritsmíðar Jóns fjalla um Snorra-Eddu og voru gefnar út með riti Einars. Þriðja dæmið er útgáfa Árna- stofnunar á bréfum Gunnars Pálssonar sem uppi var á 18. öld. Gyðinga saga er þykk bók, 399 bls., og uppfyllir allar fræðilegar kröfur í hvívetna eins og við er að búast af Árnastofnun. Sama má segja um rit Einars seni er í tveimur bind- um. Ritgerð Einars um Jón og textafræðileg greinargerð er í fyrra bindinu, sem er 512 bls., en ritsmíðar Jóns í stafréttri útgáfu eru í því seinna og er það 116 bls. Eins og vænta má af doktorsriti er umfjöllun Einars háfræðileg, textaútgáfan sömuleiðis, og ritið langt og ítar- legt að sama skapi. Bindið, sem varðar bréf Gunnars, inniheldur í raun aðeins fræðilegar athugasemdir og skýringar við bréfin, sem birt- ust í fyrra bindinu og var 512 bls., en seinna bindið er 450 bls. að stærð. Þegar um jafn fræðilegar heimildaútgáfur er að ræða er ekki við því að búast að sala sé mikil og hætt er við að seint eða ekki náist í útgáfukostnað einan. Hér hefði ég talið áleit- ið umhugsunarefni fyrir forráðamenn Árna- stofnunar að sýna þá djörfung og framsýni að gefa þessar bækur út á geisladiskum og geta um leið eflt útgáfustarfið. Þetta á við um fleiri bækur stofnunarinnar og reyndar sumar af heimildaútgáfum annarra útgefenda. Ósk- andi er að þeir sem standa að útgáfu gamalla texta á næstu árum vakni til betri vitundar um kosti rafrænnar útgáfu, því fátt mundi efla hana meira og ávinningur fræðasamfélags yrði ótvíræður, ekki síst ef vanræktum tíma- skeiðum Islandssögunnar og afskiptum heim- ildaflokkum væri meiri gaumur gefinn. Eftirfarandi listi um heimildaútgáfur á íslandi árin 1995-99 er byggður á íslenskri bókaskrá Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns en einnig var stuðst við Bókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda. Aftan við hverja bók er getið hvenær 1. útgáfa kom út eða frá hvaða ritunartíma textinn er, eftir því sem við á. Hver titill er eitt bindi, nema annað sé tekið fram. Endurútgáfur Biskupa sögur. 3. b. Árna saga biskups, Lár- entíus saga biskups, Söguþáttur Jóns Hall- dórssonar biskups, Biskupa œttir. Guðrún Ása Grímsdóttir gaf út. Islenzk fornrit, 17. Rv.: Hið íslenzka fornritafélag, 1998. (Frá 14. öld.) Guðmundur Andrésson. Lexicon Islandicum: Orðabók Guðmundar Andréssonar. [2. útg.] Gunnlaugur Ingólfsson og Jakob Benediktsson önnuðust útg. Orðfræðirit fyrri alda, 4. Rv.: Orðabók Háskólans, 1999. (1. útg. 1683.) Gyðinga saga. Ed. by Kirsten Wolf. Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Rit, 42. Rv.: Stofnun Árna Magnússonar á íslandi, 1995. (Frá 13. öld.) [Helgi Grímsson, Björn Stefánsson.] Þóris- dalur og ferð prestanna 1664. [Eysteinn 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.