Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 92
Aðalgeir Kristjánsson
Mynd 4.
Upphaf bréfs Finns
Magnússonar til
Kristjáns konungs VIII
og niðurlag bréfsins
með undirskrift Finns.
jafnframt yfir vilja sínum til að vinna því það
gagn sem hann gæti.
Hins vegar átti hann hér orðastað við ís-
lenskan embættismann sem taldi innlent þing
„miður áreiðandi“, og var í miklum metum
hjá danska einveldinu. E.t.v. hafa undirtektir
Bjarna verið á þann veg að konungsefni hafi
álitið ráðlegast að ráðfæra sig ekki frekar við
hann ef gera ætti ráðgjafarþing á íslandi að
veruleika.
Finnur Magnússon var í forsvari þegar far-
ið var með ávarpið til konungs 11. desember
1839. Hann skrifaði fyrstur undir það og fór
fyrir sendinefndinni sem gekk fyrir konung
með það. „eg varð, - nolens volens - að verða
þeirra forsprakki, svo taliter qvaliter“ þar
sem íslendingar hafi ekki viljað vera eftirbát-
ar annarra, skrifaði hann Bjarna Þorsteins-
syni 28. apríl 1840. Þessi orð staðfesta að
hann hafi ekki átt kveikjuna að samningu
þess, heldur hafi hann verið fenginn til að
vera fánaberinn vegna þess frægðarljóma sem
um hann lék og kynna hans af hinum nýja
konungi.5
Á Þorláksmessu 1839 birtist fyrri hluti
greinar í Kjpbenlmvnsposten eftir Þorleif
Guðmundsson Repp. Hún hét Et Brev til
mine Landsmœnd paa Island og var tilefnið
valdataka Kristjáns VIII. Repp var einn þeir-
ra sem gekk fyrir konung þegar Hafnar-ís-
lendingar færðu honum ávarpið. í greininni
lagði hann til að boðað yrði til fundar, þar
sem samið yrði ávarp og sent konungi eftir að
það hefði verið Iesið upp og samþykkt á fundi
í Almannagjá á fjölmennri samkomu. Hann
taldi ávarp Islendinga í Höfn ekki fullnægj-
andi og lét fylgja uppkast að nýju ávarpi til
konungs sem átti að berast honum frá Islandi
á komandi sumri. Repp vék að málfrelsi og
jákvæðri afstöðu konungs til þess í greininni.
Ekki verður séð að þessi grein hafi skipt
sköpum fyrir það sem gerðist á þessum vett-
vangi árið 1840.
í upphafi bréfs Finns til konungs 17. febrú-
ar, sem prenlað er hér á eftir, segist hann vera
„utilböjeligere" en flestir aðrir til að blanda
sér í óviðkomandi mál, og úlskýrir hvers-
vegna hann geri undantekningu í þetta skipti.
Hins vegar höfðaði „Liberalismus og Rad-
icalismus" lítið til hans eins og sjá má af öðru
bréfi til Bjarna Þorsteinssonar 27. mars 1841.
Finnur átti því tæpast samleið með hinum
ungu og frjálslyndu stjórnmálamönnum í
Danmörku eins og Orla Lehmann, en Leh-
mann hafði tekið undir orð Baldvins Einars-
sonar um að stofnað yrði sérstakt þing á ís-
landi.
Svipað viðhorf kom fram hjá Pétri Péturs-
syni, síðar biskupi. Nafn hans kom næst fyrir
neðan nafn Finns undir ávarpinu til konungs.
I bréfi sem hann skrifaði Bjarna Þorsteinssyni
26. mars 1840 sagði liann frá árnaðaróskum
Islendinga konungi til handa með þessum
orðum: „sendu hérverandi íslendingar 6
þessa erindis upp til konungs og hlotnaðist
90