Ný saga - 01.01.2001, Síða 98

Ný saga - 01.01.2001, Síða 98
Hvenær hófst landnám á íslandi Þannig fæ ég ekki séð, hvernig sem þessu er velt við, að gróður- farsbreytingin eftir iandnám vitni um annað en stórfellda fjölgun búfjár í landinu byggðin hafi þá þegar verið farin að raska hlutföllum meginflokka í gróðurríki þar nær- lendis, hvað þá að slík röskun sé á fáum ára- tugum orðin víðtæk og útbreidd um landið. Eyðing skóga, annars vegar af búfjárbeit (ætli svín og geitur hafi ekki verið skæðust í því efni?), hins vegar af nýtingu manna (til eldiviðar, kolagerðar, smíða, áreftis o.s.frv.), hefur tekið langan tíma. Hin fyrsta og skyndi- lega gróðurfarsbreyting hlýtur að stafa af eyðingu skóganna með eldi. Menn hafa svið- ið skóg til að auka graslendi, að nokkru leyti til að stinga þar hnaus og skera torf til bygg- inga, en aðallega til heyskapar. Kannski hafa menn sviðið nýjar engjar á nokkurra ára fresti, en þörfin fyrir þær var samt takmörkuð þar til byggðin var farin að þéttast og búféð orðið margt. Jafnvel þótt hugsanlegt væri að frumbýlingar hafi sviðið stór landsvæði til þess að sauðfé týndi síður ullinni í kjarr- gróðri, þá hefði þurft talsvert beitarálag til þess að ekki yxi upp sams konar gróður á ný. Þannig fæ ég ekki séð, hvernig sem þessu er velt við, að gróðurfarsbreytingin eftir land- nám vitni um annað en stórfellda fjölgun bú- fjár í landinu. En slík fjölgun er, eftir því sem ég reyni að rökstyðja í fyrrnefndri grein, harla ólíkleg á allra fyrstu áratugum - hvað þá árum - landnámsins. Karl tekur grein mína til umræðu sem „dæmi um þá skoðun að Ara sé í engu treyst- andi“, og væri illt ef satt væri. En raunar er það svo um Ara fróða, rétt eins og okkur Karl sjálfa, að það eru ekki svo mjög fræði- mennirnir sem er í heilu lagi betur eða miður treystandi, heldur einstakar niðurstöður þeirra eða ályktanir. Það snertir ekki vit né vilja Ara fróða til að fara rétt með aðra hluti þó að ég telji (bls. 31) „torséð hvers konar heimildir Ari gat haft sem leyft hafi traustar niðurstöður um“ tímatal landnámsins. Þar er um að ræða þriggja alda munnlega geymd, í samfélagi sem lengst al' hefur hvorki notað ár- töl né neitt samsvarandi til að tímasetja at- burði. Sjálfsagt er það arfsögn að Ingólfur í Reykjavík hafi komið fyrstur landnáms- manna, en ekki vitum við hvenær sú sögn varð til eða hve auðvelt menn áttu með það þá að bera saman aldur landnáms í ólíkum héruðum. Ef Ari fylgir líka arfsögn þar sem hann miðar landnámsferð Ingólfs við stjórn- arár Haralds hárfagra, þá er ekki bara óvíst hvað hæft var í þeirri sögn, heldur er ámóta lítið hald í tímatali Haralds eins og öðrunt fróðleik um þann fræga mann.1 En hafi Ari, eða einhver heimildarmaður lians, rakið sig til baka til 870 með því að skeyta saman upplýsingar úr munnlegri geymd um aldur manna, hve lengi þeir bjuggu á tilteknum stöðum og annað slíkt, þá eru skekkjuhælt- urnar augljósar í þvílíkum heimildum - þegar aldir eru um liðnar, og það í samfélagi þar sem lítil ástæða var til að leggja nákvæmlega á minnið neins konar árafjölda. Það á m.a. við um aldur roskins fólks, sem manntalið 1703 ber t.d. með sér að ekki einu sinni þá var sjálf- sagt að vita neitt nákvæmlega. Nei, í þessu er engin festa sem jafnað verði til fornleifanna, og þá umfram allt land- námslagsins. í því er hin eina sanna naglfesta um tímasetningu landnámsins, ekki um hve nær það hófst, heldur hvaða stigi það hafði náð á því herrans ári 871. Tilvísanir 1 Sverrir Jakobsson, „Óþekkti konungurinn. Sagnir um Harald hárfagra", Ný saga 11 (1999) bls. 38-53. 96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.