Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 4

Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 4
VIÐTAL VIÐTAL VIÐ ÞORUNNIVALDIMARSDOTTUR SAGNFRÆÐING Maður gengur um með léttan auka- lager af ofsóknarhugmyndum vegna þess að maður er kvenmaður: Þetta viðtal er tekið við mig af því ég er kvenmaður. Mér finnast kvennamál „embarassing“, þau vekja upp svo margt óþægilegt og rekast á kynlausa tilfinningu fyrir því hvernig hlutirnir eru og ættu að vera. Mér varð það á um daginn að pota í þig Sigfús með að því er ég hélt notalegum fíling og segja það væri karlafýla af Teningi: Öll ritstjórnin er af æðra kyninu og stundum er efnið næstum allt skrifað af karlhormónum. Ég fattaði ekki að með því að segja þetta kom ég við kaun og vakti viðbragð. Ritstjórnin sá að best væri að taka þetta sárkvart- andi kvenhormón og kreista úr því viðtal. Þetta viðtal er þess vegna tekið við mig af því ég er kvenmaður. Kvennaútilokun bókmenntatíma- rita varð úrelt fyrir hundrað árum og er auk þess ekki til. Þetta er einhver misskilningur. Það er af þessu vont bragð. Hvað er ég að tala um þetta? Ég hef kyngreint bókmenntatímarit. Jesus. Ég er svekktur kvenmaður. Hjálp það er svo hallærislegt. Ég er búin að koma mér í klípu. Ég sagði „nei, nú er friður og ró, ég hef enga bók að auglýsa sem neyðir mig í viðtöl"; þá skall klisjan eins og gormur uppi í höfuðkúpunni: Konur segja alltaf nei, þess vegna eru karl- aparnir meira á vappi, og þess vegna er blaðið Teningur ferkantað. Ég kvartaði eða þannig og var komin í hring og búin að stinga sjálfa mig í bakið. Ég kom mér í þessa klemmu og verð að keyra í gegn. Það var ósmekklegt að biðja mig um viðtal. Þið hefðuð átt að biðja einhverja aðra sem hefði haldið að það væri af því hún væri maður, ha, ha, ha! Kynjakvótajöfnun hefur blessunar- lega gleymst í Tcningi. Kynjakvóta- jöfnun er ömurleg þcgar hún er með- vituð: Æskilegt þykir opinberlega að ein kona sitji í stjórnum og tali á fundum og þingum. Fáar konur sem segja ekki nci (af því að þcim er sagt að hcimurinn sé skakkur því að konur segi alltaf nei) eru ofnotaðar og verða fyrir þeirri skömm að gera hiutina af því það „vantar konu“. Þessu hefur maður lent í og því fylgir niðurlæging og vanmáttarkennd. Hcið- arleg hópun jakkafata með bindi er betri. Svoleiðis hefur það alltaf verið hjá öpum. Ævintýrabækurnar (Anna, Jonni, Finnur og Dísa) er ekki íslensk bók, hún var skrifuð í öðru landi, landi Margrétar Thatchers og Elísa- betar fyrstu. Eðli íslenska bændasam- félagsins samkvæmt verður kona aldrei forsætisráðherra hér á landi. Mér er alveg sama. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.