Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 7

Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 7
ingu sem við skynjuðum sem okkar endurreisn í sjálfstæðinu. Byltingin 1968 fól líka í sér kröfu um frelsi og rcttindi en hún var fyrir sumum einungis vitundarleg og boð- aði hugmyndafræðilega endurreisn. Minn vina- og kunningjahópur hafði cngan áhuga á pólitík, heldur á menningu, á því að breyta kcrfinu innvortis, „change the systcm from within“. Tilvistarstefnan var tóm og köld eins og altarisgangan, ntaður varð að lcita í trúarbrögð annarra heimshluta og hugmyndasögu, dul- speki, myndlist og bókmenntir, og reyna að smíða sér eigin heim sem héldi haus og hjarta sem hótaði að bresta. Maður reyndi að trúa því að með því að þreifa á nafla sínum gæti maður á endanum verið fæddur á rétt- um tíma. Maður horfði á stjörnukort- ið sitt þangað til maður sá þar á sér andlitið og reikistjörnurnar urðu áþreifanleg sálræn líffæri bak viö eyr- un. Menn sýndu Zen í verki og l'engu óræð svör við öllu í I Ching. Háskóla- námið var stundað í hjáverkum og farið út í þriðja heiminn til að sjá betur þúfuna sína og klisjurnar þar. Ég var í Mexíkó í eitt ár í listaskóla, Indjánar voru ekki síður heillandi en gotneskir kastalar, heimspcki Gyð- inga, trúarbrögð Indverja og list og hugmyndasaga Kínverja. Maður grautaði í þessu öllu. Okkur fannst að þcgar frelsið yrði tekið af manni og maður hætti að vera ungur væri lífið búið, maður lifði á hengiflugi með þeim fiöringi sem því fylgdi. Maður prófaði skynjunarörvandi lyf cins og fulltrúi í sjálfsmorðssveit Saddams, núið var svo sterkt og allt gert fyrir hina innri dýrð. Sárt að lifa og ckkert mál að vcra dauður því þar var nota- legt tilvistarleysi og tóm. Svo kom diskótímabilið með sínum herpingi og rikkjum. Allur draumur, dýpt og annarlegur sans var skorinn burt með skærum. Maður settist í sagnfræðinám. En kannski hafði sumum tekist á árunum meðan 68- __________ Þ Ó R U N N V A áhrifin voru að fjara út að breyta atóminu í sér, skekkja eitthvað lítið mikilvægt horn. Peir sem voru á sömu bylgjulengd og maður sjálfur á þessum árum hafa síðan verið húm- anistar og endurreisnarfólk, okkar bestu listamenn og skáld að mínu viti, og kannski af því að þeir höfðu vit á því að sleppa háskólanámi og sluppu við sérfræðingahakkavélina. Fífillinn breyttist í biðukollu og svo kom langur vetur. Fyrir þremur árum fóru að sjást nterki þess að aftur tæki að þíða, hár tók aftur að spretta vel á sumum körlum í vorgolunni, ekki var lengur hallærislegt að tala um mengun, dulspcki og heilsufæði. Magga Thatcer sá að rétt væri að hugsa um hollan mat, til þess að minnka kostn- aðinn af garnla fókinu sem er orðið heilsulaust af því að borða fransbrauð með sultu. Gott ef hún sá ekki að það þyrfti að hreinsa Norðursjóinn líka, þótt hún þyrði ekki að segja það af ótta við að styggja vcrksmiðjueigend- urna vini sína. Þetta er allt svo þrifið fólk í sér. Fyrir þremur árum fór maður að finna fyrir því að skrímsli frá blóma- skeiðinu risu upp aftur, ný eins og New Boheniians eða gömul eins og Dylan og Cohen. Veturinn eftir að Cohen gerði come back og fór um Evrópu og í Bláa lónið og Laugar- dalshöllina sat ég í bílnum mínum inni á Pólarrafgeymum. Það var verið að taka rafgeyminn úr bílnum, eins og verið væri að toga úr honum tönn. Cohen drafaði annaðhvort í hausnum á mér eða í útvarpinu, „they sent- enced me to twenty years of boredom, for trying to change the system from within.“ Rafgeymirinn var kominn á sinn stað og ég fékk rafmagn í haus- inn og áttaði mig á að spámaðurinn væri að segja að lciðindunum væri lokið. Þetta var 1988 og plata Cohens, Susanne, sem var rnanni eins og sálnta- kver, þá orðin tuttugu ára gömul og spámaðurinn kominn al'tur að syngja um tuttugu ára leiðindadóm, hinn LDIMARSDÓTTIR eilífa vals, Bcrlínarmúrinn! og frant- tíðarheiminn á Manhattan. Leiðind- um sem þeir voru dæmdir í sem lifn- uðu upp l'rá dauðunt upp úr 1968 er lokið. Heimurinn er orðinn umburð- arlyndari og fyrirlitin áhugamál sem síðhærð ungmenni á byltingarárunum hrærðust í eins og lifandi tónlist, galdur, viðurkenning allra líffæra, bókmenntir, dulspeki, listir, stjörnu- speki, mcngun og heilsufæði er núna á öllum rásunt. Afgangurinn er kannski ekki skemmtilegur fyrir þá sent luku viö að gera þessa hluti upp við sig og byrjuðu að melta fyrir meira en áratug, en að minnsta kosti virðast komandi ár ekki ætla að verða eins frosin og árin 1975 til 1988. 1970 til 1974 var eins og maður skynjaði sterkan hljóm. Maður hlustaði mikið á tónlist og hljómurinn var í sannfær- ingunni. Mig grunar að sumir séu farnir að heyra þennan hljóm aftur. Mér finnst gott að vera búin að skrifa bækur og klára og koma frá mér erfiðu metnaðarprógrammi sem ég fæddist mcð og neyddist til að fylgja. Óreiðan bíður stór og falleg. Mig dreymir oft á nóttinni að ég fljúgi, en pompa niður á rnilli. Mann langar upp úr farinu sem maður er fastur í, þessari þreyttu hugsun, þessari klisju sem glæðir enga skynjun. Maður heyr- ir þctta vel í tónlist, það er endalaust verið að radda sömu fraseringarnar, og ef maður opnar munninn og ætlar að syngja er maður strax fastur í gam- alli fraseringu. Það er margra ára stúdía bak við það hvernig Björk Sykurmoli syngur, hún er geimvera og syngur nýtt. Ef maður gæti hugsað eins og hún syngur gæti maður skrifað bók og meira að segja sleppt því. Þá væri maður fallegur. Viðtal: Sigfús Bjarnnarsson 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.