Teningur - 01.10.1991, Síða 8

Teningur - 01.10.1991, Síða 8
SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON FELUSTAÐUR TÍMANS Þessi garður felustaður tímans trén bara hærri með sín fagurrauðu ber handa fuglum með beiskan smekk runnarnir hafa skroppið saman ná mér varla í öxl marka glöggt ystu rönd garðsins kemst ekki yfir nema fuglinn fljúgandi tígulhellurnar enn á leið niður í svörðinn sífellt auðveldara að slá kringum þær stóra þríhyrnda beðið í suðvesturhorninu undir kuldagráum bílskúrsvegg hússins við næstu götu nýr bekkur undir einu trénu ekki sá gamli hvíti sem var farinn í fótunum borinn upp á háaloft á hverju hausti lá þar í hýði innan um gömul föt og afdönkuð húsgögn fram á vor kannski gleymdist hann úti einn vetur og lenti í umsátri eins og Leningrad efast þó um það líklcgra að rigningarnar hafi grandað honum eitthvert sumarið ljósblár dúkur á borðinu framan við garðbekkinn gulur hitabrúsi pönnukökur á rósóttum diski grænni súpuskál hvolft yfir mjólkurkanna og molakar nokkrir ósamstæðir bollar og ef ekki væri snúran á gleraugunum sem amma hefur skilið eftir á borðinu gæti þetta verið fyrir tuttugu árum en snúran er seinniára viðbót og kemur upp um tímann skuggi minn og skref of stór og þung í mjúku grasinu blasir við frá bekknum þessi grái bílskúr sem ég ætlaði alltaf að klifra upp á fór margar ferðir upp á grindverkið en vantaði ennþá nokkrar tommur til að ná upp á brúnina 6

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.