Teningur - 01.10.1991, Síða 9

Teningur - 01.10.1991, Síða 9
FELUSTAÐUR TÍMANS þegar grindverkið var rifið veit nú að skúrinn verður aldrei klifinn að fætur mínir munu aldrei plampa um sigrihrósandi á rauðmáluðu bárujárnsþakinu og sparka fölnuðu laufi fram af eins og skrjáfandi fossi af föllnum óvinum feginn að vera ekki í leikriti og geta átt von á sjálfum mér ungum á hverri stundu með alls konar ásakanir og uggvænlega djúpa undrun í alltof glaðbeittum alltof einlægum augunum veit ofurvel að ég gæti hæglega klöngrast þarna upp núna gert mér upp crindi eftir bláa plastboltanum sem ég týndi átta ára og er auðvitaö löngu fokinn út í lymskufullan vind örlaganna teygi mig í bollann fæ mér kaffi með mjólk og mola pönnukökurnar yndislega margar í bunkanum sólin heit á augnlokunum allir í fjölskyldunni sífellt að yngjast á meðan sykurinn bráðnar á tungunni kunnuglcgar raddir og hlátrar mamma og afi hætt að vera dáin tíminn fundinn. 7

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.