Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 12
og um leið skáldsagan, líkan þessa
heims.
Descartes áleit að maðurinn yrði
að glíma við heiminn einn síns liðs
með fulltingi skynseminnar. Það var
hetjulegt sjónarmið. Hitt var þó öllu
hetjulegra að takast á við þversagnir
tilverunnar með óvissuna eina að
vopni. Slík var raunin um Donkíkóte
að mati Kúndera. Það var þá sem
þekkingarástríðan greip skáldsöguna
heljartökum; hún tók að sér að verja
mannlífið gegn „gleymsku verunnar"
og túlka tilvist okkar og lífheim. Það
er í þessu samhengi sem skilja ber
kenningu Hermanns Broch er Kúnd-
era gerir að sinni: Tilgangur skáld-
sögunnar er að uppgötva það sem ein-
ungis skáldsagan getur uppgötvað;
skáldsaga sem ekki uppgötvar áður
óþekktan tilvistargeira er ósiðleg.
Þessi umfangsmikla krafa hefur látið
undan síga á heildina litið: Menning-
argagnrýnin hefur komið sér fyrir í
fræðibókmenntum af ýmsu tagi sam-
tímis því sem skáldsagan hefur í
sífellt ríkara mæli runnið saman við
„gleymskuna“; það gerist æ sjaldnar
að menn tengi saman orðlist og þekk-
ingarástríðu - því er líkast sem skáld-
sagan hafi orðið lítilþægari með aldr-
inum, og um leið léttvægari, eða með
orðum Ólafs Hauks Símonarsonar:
„Mér finnst eins og það vanti að fólk
vilji segja samtímanum eitthvað með
verkum sínum.“ Að sjálfsögðu eru
margar undantekningar. Þannig er
HVERSDAGSHÖLLIN, rannsókn á
mikilvægum þætti mannlegrar tilveru,
hversdagsleikanum; reynt er að lýsa
reynslu sem hvorki festist á Ijósmynd
né í fræðiritgerð, skynhrifum, orðum
og myndum sem eru smávægileg og
altæk í senn. Engu að síður er eins og
saltið hafi dignað sé á heildina litið.
Þannig hefur andi meðalhófsins
sjaldan verið öflugri en nú á dögum í
íslenskri skáldsagnagerð. Lítið er um
vitræna nýsköpun og þekkingarleit;
flestir halda sig langt fyrir innan mörk
viðtekinna hugmynda og tilfinninga.
Það ríkir undarlegt metnaðarleysi í
efnisvali sé á heildina litið, a.m.k. hjá
yngri höfundum. Það virðist skipta
mestu máli að skrifa áreynslulausan
texta og geta þess öðru hverju hversu
erfitt sé að skrifa; slíkar neðanmáls-
klausur koma í stað raunverulegs bar-
daga við tungumálið.
Skáldsaga Gyrðis Elíassonar,
SVEFNHJÓLIÐ (1990), er til marks
um þetta ástand. Hún ber með sér
undarlega bælingu sem erfitt er að
lýsa - þó að barátta sé til staðar fær
hún ekki útrás í öflugri tjáningu; ein-
hver hindrun er í vegi eða fyrirstaða,
óhugnaður textans er eins og lokaður
inni í skel - eða má taka líkingu af
óútsprungnu blómi? Ég hélt það í
fyrstu og beið átekta en er núna kom-
inn á aðra skoðun. Eitthvað er það
sem kcmur í veg fyrir að textinn
springi út í stórfelldum skáldskap þó
að hann sé óaðfinnanlega skrifaður;
höfundurinn er ritfær með aflrrigðum.
Skáldsögu Gyrðis hefur verið tekið
með kostum og kynjum. Kannski fell-
ur hún að þörf fólks fyrir innihalds-
leysi; er ekki eins og slík þörf móti
hugsunarhátt samtímans í æ ríkara
mæli? Það þykir við hæfi að ritskoða
eða jafna út miklar tilfinningar, ör-
væntingu eða gleði - þær þykja hall-
ærislegar; annað hvort eru menn hress-
ir eða í fýlu - hvaðeina er fellt í viðjar
hóflegs léttleika. Á yfirborðinu ríkja
frelsi og fjölbreytni en sé dýpra
skyggnst koma í ljós ströng forboð er
takmarka það sem við hæfi er að segja
og rita, einkum hvað varðar ofbeldi
og kynlíf. Sú kynslóð sem nú er að
komast til efna og áhrifa í samfélag-
inu tjaldar ytri merkjum og trúðskap
í hugsun og framkomu; prjálið og lífs-
nautnin eru eitt og hið sama í vitund
margra. Kannski þjóna skáldsögur eins
og SVEFNHJÓLIÐ þörf þessarar kyn-
slóðar fyrir obbolítinn smáborgara-
legan hroll. Megi marka íslenskar
skáldsögur seinni ára er lífið líkast
draumkenndri flauelsvoð; hún er indæl
og mjúklát viðkomu enda er þess gætt
að rífa ekki hið viðkvæma efni sem
ýmist er ofið úr œvintýri hversdags-
leikans eða œvintýri ímyndunarafls-
ins. Það heyrir til undantekninga að
hreyft sé við sjálfsvitund okkar á rót-
tækan hátt, að glímt sé við sögu og
menningu af vitsmunalegri ástríðu.
Að því leyti cru þessar bókmenntir
gjörólíkar aldarlokaskáldskap sein-
ustu aldar. Honum var bcint gegn
stöðluðum hugsunarhætti, vísinda-
legri skynsemi, hrokafullri guðstrú,
vélvæðingu mannsins; fantasían átti
sér rót í hamslausri glímu við drottn-
andi gildi og hugsjónir. Mcnn voru
meðvitaðir um anarkískt gildi skáld-
skapar - að hann er þekking og leikur
í senn, stjórnleysi, andóf gegn stífri
hugsun og hugsunarleysi. Fantasían
fellur inn í sjálfa sig eða leysist upp í
meiningarlausan samsetning orða ef
þessa meðvitund skortir. í slíkum til-
vikum hefur hún litlu meira gildi en
fótanuddtæki eða skafmiðahappdrætti
sé til langs tíma litið.
3
Fyrra innskot um Mílan Kúndera
Mílan Kúndera er þeirrar skoðunar
að evrópsk hugsun sé í úlfakreppu
um þessar mundir. Hann er ekki einn
um það álit. Árið 1935, þremur árum
fyrir dauða sinn, hélt heimspekingur-
inn Edmund Husserl fyrirlestur um
stöðu evrópskrar menningar sem að
hans dómi varð til með heimspeki
Forngrikkja. Taldi hann að þá hefði í
fyrsta sinn verið litið á heiminn í heild
sinni sem vandamál; þessi heimspeki
kannaði ekki heiminn til að svala
hagnýtri þörf heldur af því að „þekk-
ingarástríðan hafði hertekið mann-
kynið.“ Að mati Husserls má rekja
kreppu okkar til upphafs Nútímans, til
Galíleós og Dcscartes, til vísinda-
hyggju sem gcrir heiminn að skot-
spæni tæknilegra og stærðfræðilegra
rannsókna; hún ýtti smám saman líf-
inu sjálfu, lífheimi okkareða tilvist til
10