Teningur - 01.10.1991, Side 19

Teningur - 01.10.1991, Side 19
BOÐVAR BJORNSSON PYNTINGAMEISTARINN Um þctta lcyti var ég með stelpu sem hét Hildur. Hún var villtari en and- skotinn. Pabbi hennar var læknir og hún var einsog umskiptingur í fjöl- skyldunni. Kannski var það það sem ég sá við hana. Hún liékk öllunt stundum með mér og vini mínum Sigga bláa. Ég vissi að hún hafði eitthvað verið með Sigga bláa, en ég hafði nú líka verið með fleirum en henni. Allavega, ég fílaði hana vcl og það var alltaf nóg af uppákomunt í kringum hana. Og eftir á að hyggja leitaði ég ákaft í uppákomur þegar ég var fimmtán ára einsog ég væri að reyna að sprengja gat á veruleikann svo ég kæmist út. Samt hafði ég fullkomið frelsi á þessum árum. Foreldrar mínir létu mig alveg í friði, pabbi var oftast fullur, týndur í einhverjum fantasíum um betra líf í Amcríku og ég veit ekki hvað og mamma upptekin af krakka- skaranum og vinnunni. Við bjuggum í kjallaraíbúð og ég hafði eigið herbergi, einn systkin- anna. Það hvíldi alltaf einhver óraun- veruleiki yfir hcimilinu. Stundum var hann hlýr einsog bjarminn af gamalli amcrískri kvikmynd, þegar við sátum öll saman í myrkvaðri stofunni með kók og sælgæti og horfðum á sjón- varpið og hlustuðum á draumkennt rausið í pabba. En stundum var hann líka kaldur óraunveruleikinn. Ég vissi að það var pabbi sem stóð fyrir þessu. Pað var einsog hann hefði drauma allra og vonbrigði í blóðinu og þegar hann talaði liðu fantasíurnar einsog brennivínsþefur um alla íbúð. Ég held að við höfum öll verið háð fanta- síunum einsog hann brennivíninu. Ég hefði ekki viljað aðra foreldra. Skólinn minn var nýr og kaldur eins- og skurðstofa. Allt var svo bjart og öllu svo haganlega fyrir kontið. Stund- um þegar ég kom inní skólann á morgnana úr köldu vetrarmyrkrinu fannst mér ég vera að stíga inní upp- ljómaðan veruleikann. Ég átti aldrei almennilega heima þarna inni. Ég vildi inæta betur en ég gerði og ég vildi standa mig betur og forðast þessi eilífu vandræði, en það var einsog ég sæti ekki við stjórnvölinn sjálfur og ég kom inér í eilíf vandræði, alveg einsog þennan dag þegar eitthvað fór af staö sem ég skildi ekki fyrr en löngu síðar. Auðvitað er það bara haldlaus álykt- un mín að þetta liafi byrjað þennan dag, því einsog ég komst að síðar, þá er gat á veruleikanum sem gerir hugs- un okkar marklausa. En hvaö um það, ég verð að standa á einhverju og þennan dag hékk ég fyrir utan skól- ann og reykti með Sigga bláa. Við höfðum verið reknir úr tíma í sögu fyrir saklaus fíflalæti og auk þess hafði ég svekkt kennarann með snubb- óttu svari þegar ég var beðinn um að lýsa samskiptum Karþagó og Rómar. Ég hafði svarað: „Karþagó fór þrisvar í stríð við Róm og Róm vann alltaf.“ Nú héngum við fyrir utan skólann stoltir af sjálfunt okkur fyrir lætin og ég var spenntur og vildi meira. Kemur þá ekki lítill dökkhærður strákur og ætlar inní skólann og bara til að gera eitthvað geng ég í veg fyrir hann og segi: „Er ég eitthvað fyrir þér?“ „Nei, nei,“ segir strákurinn einsog auli. „Ef þú ætlar hér inn vinur þá verð- urðu að segja mér hvað þú heitir. Eða heitirðu kannski ekki neitt?“ „Ég heiti Palli,“ segir strákurinn vandræðalega og ég greini hræðslu- glampa í augunum á honum þegar hann lítur snöggt á mig. „Þú lítur nú ekki út fyrir að heita neitt, en afþvíað þú getur logið því að þú heitir Palli, þá færðu að fara inn.“ Hann gekk framhjá mér og inní skólann og leit ekki við. „Hvaða ræfill var nú þetta!“ sagði Siggi blái og hló. „Nóboddí," sagði ég og skaut síga- rettustubbnum í rúðuna á dyrum skólans. Án þess að ég væri mikið að pæla í því þá tók ég samt eftir að þessi Palli forðaðist mig uppfrá þessu - og að það veitti mér einhverja undarlega spennu og vellíðan. Svo áður en ég vissi af var ég farinn að slá í bakið á honum og segja „hæ!“ þegar hann varð á vegi mínum. Bara svona til að minna á mig. En þetta var ekkert mál, bara stælar og skemmtun. Svo var það nokkrum vikum eftir atvikið við innganginn að Hildur var með meiriháttar partí heima hjá sér. Við Siggi blái mættum uppúr klukkan níu klyfjaðir búsi og svo var Siggi með eitthvað af stuði. íbúðin var troðin af krökkum og ég kallaði í nokkra kunningja og við fórunt inní hjónaherbergið og Siggi 17

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.