Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 21

Teningur - 01.10.1991, Qupperneq 21
PYNTINGAMEISTARINN arastofuna og mig dauðlangaði í sígar- ettu. Loks kom Baldur. „Komdu,“ sagði hann. Ég elti hann inní lítið herbergi innaf kennarastofunni. Við settumst gcgnt hvor öðrum við lítið hringlaga borð og hann lagði einhver blöð á borðið. „Jæja Grétar,“ sagði hann loks. “Hvað gengur að þcr?“ „Að mér? Ekki neitt,“ sagði ég eins- og auli. Hann horfði á mig stundarkorn og ég skildi ekki afhverju maðurinn gat ekki komið sér beint að efninu. Loks kom það og þessu var ég algerlega óviðbúinn. „Það komu hér foreldrar í gær og það var ófögur saga sem þau höfðu að scgja. Sonur þeirra líður vítiskvalir og þorir varla í skólann vegna þess að einhver aumingi leggur hann í einelti með svívirðilegum háðglósum og legg- ur á hann hendur í þokkabót svo stór- sér á drengnum." Ég fór alveg úr jafnvægi og ég skildi ekkcrt í sjálfum mér. Ég var ekki vanur að fara svona úr jafnvægi þegar ég var kallaður fyrir. „Hvað gengur þér eiginlega til, ha? Hvernig dettur þér þessi vitleysa í hug? Ég ætla að láta þig vita að Páll er fullkomlega eðlilegur drengur og að svona kemur maður ekki fram við skólasystkini sín, minnstakosti ekki hér í þessum skóla.“ Baldur horfði stíft á mig og ég starði á öskubakkann á miðju borð- inu cinsog hann hefði eitthvað að geyma mér til hjálpar. „Hvað, hefurðu ekkert að segja? Geturðu í það minnsta ekki greint mér frá því hvað þér gengur til?“ „Ekkert,“ sagði ég óstyrkur. „Ég meinti ekkert með þessu. Eiginlega kann ég mjög vel við hann.“ Ég botnaði ekkert í því sem ég var að segja og síðasta setningin sló mig alveg útaf laginu. Ég sá ekki betur en að Baldur kímdi. „Heyrðu Grétar minn, við skulum ckki ræða þctta frekar núna, við förum á eftir og náum í Pál og þú biður hann afsökunar og réttir fram sáttarhönd. Svo vil ég ekki þurfa að heyra á þctta minnst framar. Er það skilið?“ Ég kinkaði kolli. „Já.“ Ég hélt að þessu væri lokið, en þá rétti Baldur úr sér í stólnum og tók einhver blöð af borðinu og sagði: „Þú gerir það ekki endasleppt, Grétar minn. Hér er ég með próf sem þú tókst í sögu og verkefni úr dönsku og ég verð að játa að ég fæ botn í hvorugt. Kannski þú getir útskýrt þetta fyrir mér?“ Hann las svar við einni spurningu úr söguprófinu: „Ágústus lét sér bara nægja að vera opinber starfsmaður að nafninu til. Hinir á eftir voru lærðir. Einnig lét hann sér nægja óstjórn og linnulausa borgarastyrjöld.“ Hann gaut augunum til mín. „Viltu að ég lesi meira?“ Ég hristi hausinn. „Og geturðu sagt mér hvað þetta er?“ Hann dró upp blað og hélt því fyrir augunum á mér. Ég sá strax að þctta var tillögublaðið mitt um dönsku- kennslu sem ég hafði skilað inn nokkrum dögum áður. * Ég horfði á blaðið og mér fannst einsog einhver annar hefði skrifað þetta þó að það væru bara nokkrir dagar frá því að ég skilaði þessu inn. „Grétar minn, þú hlýtur að skilja að við erum alveg að gefast upp á þér. Ég ætla að tala við foreldra þína í dag og boða þau á fund hér í næstu viku.“ Hann hallaði sér í áttina til mín. „Hvernig líst þér á að mæta hér í næstu viku með mér og sálfræðing og foreldrum þínum auðvitað." „Ágætlega,“ sagði ég, og var hætt- ur að taka eftir. „Fínt!“ sagði hann rösklega. „Og nú komum við og tölum við Pál.“ Ég fylgdi honum viðutan um ganga skólans uns við komum að einni * Grétar Sigurðsson 9. c. HVERNIG NÁUM VIÐ ÁRANGRI í DÖNSKU Hvað? Hvernig? Hversvegna? Klámmyndir. Glósa verkefni verklegt Áhugavekjandi, skemmti- og fá danska fullnægingu legt og samþætt við fleiri námsgreinar, td líffræði og dýrafræði Lokaverkefni: Ferðast til landsins og sjá hóruhúsin og reykja danskt stuð. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.